„Blik 1953/Spaug“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: ==» Spaug «== Það var um borð í Gullfossi. Kona gekk eftir þilfarinu og kom auga á mann, sem sat í hvílustól. Hún gekk til hans og sagði glaðlega: „Blessaðir, komið þ...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 11: | Lína 11: | ||
Tóti horfði hugsandi á nýfæddan son sinn: „Ja, há,“ sagði hann og velti vöngum. „Spákonan vissi, hvað hún söng, þegar hún varaði mig við litlum, sköllóttum náunga, sem mundi bráðum verða á vegi mínum.“ | Tóti horfði hugsandi á nýfæddan son sinn: „Ja, há,“ sagði hann og velti vöngum. „Spákonan vissi, hvað hún söng, þegar hún varaði mig við litlum, sköllóttum náunga, sem mundi bráðum verða á vegi mínum.“ | ||
oOo | oOo | ||
''Veiðihugur.'' | ''Veiðihugur.''<br> | ||
Jói sat á brún Básaskersbryggjunnar í steikjandi sólarhita og dorgaði smáufsa. Kalli settist hjá honum á bryggjubrúnina og spurði: „Hvað ertu búinn að fá marga murta, Jói minn?“<br> | Jói sat á brún Básaskersbryggjunnar í steikjandi sólarhita og dorgaði smáufsa. Kalli settist hjá honum á bryggjubrúnina og spurði: „Hvað ertu búinn að fá marga murta, Jói minn?“<br> | ||
Jói, sem var að stikna úr hitanum, sagði letilega: „Þegar ég er búinn að fá þennan þarna og annan til, þá er ég búinn að fá tvo.“ | Jói, sem var að stikna úr hitanum, sagði letilega: „Þegar ég er búinn að fá þennan þarna og annan til, þá er ég búinn að fá tvo.“ | ||
Lína 38: | Lína 38: | ||
Í III. bekk hefur tekizt að búa til tindáta úr blýi. | Í III. bekk hefur tekizt að búa til tindáta úr blýi. | ||
oOo | oOo | ||
Í dönskutíma:<br> | ''Í dönskutíma:''<br> | ||
Strákurinn stal brauðinu frá bóndanum, sem stóð og nagaði sig í handarbakið.<br> | Strákurinn stal brauðinu frá bóndanum, sem stóð og nagaði sig í handarbakið.<br> | ||
Kennarinn: „Af hverju nagaði hann sig í handarbakið?“ | Kennarinn: „Af hverju nagaði hann sig í handarbakið?“ | ||
Lína 73: | Lína 73: | ||
„Það þýðir ekki, elskan mín,“ svaraði hann. „Þegar ég er búinn að drekka nægju mína af „dauðanum“, þá get ég ekki einu sinni sagt Eyjapiss.“ | „Það þýðir ekki, elskan mín,“ svaraði hann. „Þegar ég er búinn að drekka nægju mína af „dauðanum“, þá get ég ekki einu sinni sagt Eyjapiss.“ | ||
oOo | oOo | ||
'' | ''VINNUVÍSINDI.''<br> | ||
Hermannaflokkur var að grafa skotgröf. Verkstjóranum líkaði ekki vinnubrögðin og þótti verkið sækjast seint. Hann hrópaði til hermannanna: „Allir upp!“<br> | Hermannaflokkur var að grafa skotgröf. Verkstjóranum líkaði ekki vinnubrögðin og þótti verkið sækjast seint. Hann hrópaði til hermannanna: „Allir upp!“<br> | ||
Hermennirnir fleygðu frá sér rekunum og klifruðu upp úr gryfjunni.<br> | Hermennirnir fleygðu frá sér rekunum og klifruðu upp úr gryfjunni.<br> |
Útgáfa síðunnar 24. nóvember 2009 kl. 18:03
» Spaug «
Það var um borð í Gullfossi. Kona gekk eftir þilfarinu og kom auga á mann, sem sat í hvílustól. Hún gekk til hans og sagði glaðlega: „Blessaðir, komið þér með mér, allt gifta fólkið ætlar að fara að spila bridge,“ Maðurinn leit upp og sagði vesældarlega: „Yður skjátlast, frú, ég er ekki giftur, ég er sjóveikur.“ (Spói).
oOo
Ef þú segir alltaf sannleikann, þá þarftu aldrei að muna neitt. (Mark Twain).
oOo
Allir menn eru eins og tunglið. Þeir hafa sínar dökku hliðar, sem þeir sýna ekki neinum.
Spádómur, sem rættist.
Tóti horfði hugsandi á nýfæddan son sinn: „Ja, há,“ sagði hann og velti vöngum. „Spákonan vissi, hvað hún söng, þegar hún varaði mig við litlum, sköllóttum náunga, sem mundi bráðum verða á vegi mínum.“
oOo
Veiðihugur.
Jói sat á brún Básaskersbryggjunnar í steikjandi sólarhita og dorgaði smáufsa. Kalli settist hjá honum á bryggjubrúnina og spurði: „Hvað ertu búinn að fá marga murta, Jói minn?“
Jói, sem var að stikna úr hitanum, sagði letilega: „Þegar ég er búinn að fá þennan þarna og annan til, þá er ég búinn að fá tvo.“
oOo
Bóndi einn var í orlofsferð með konu sinni. Hann hafði hug á að ráða til sín kaupakonu í þessari ferð. Það tókst honum og tjáði konu sinni: ,,Er það þá fullkominn kvenmaður?“ spurði konan.
„Nei, hún mjólkar ekki,“ svaraði bóndi.
oOo
Einu sinni var Mark Twain á ferðalagi með járnbrautarlest. Í sama lestarvagni var sölumaður og kennari. Twain reyndi að blunda á meðan sölumaðurinn rabbaði stöðugt við hinn þolinmóða kennara. „Hver er munur á asna og kennara?“ spurði sölumaðurinn með yfirlæti. „Er hann nokkur í yðar augum?,“ spurði kennarinn. Mark Twain settist upp, leit á sölumanninn og sagði: „Vitið þér, hver er munurinn á asna og sölumanni?“
„Nei,“ sagði sölumaðurinn.
„Ekki ég heldur,“ sagði Mark Twain og lagðist aftur til svefns.
oOo
Á stríðsárunum voru á eyju einni ónefndri miklu fleiri karlmenn en kvenmenn, þar sem setulið var í eynni.
Lögregluþjónn segir svo frá:
Hermaður einn braut rúðu í tízkuverzlun á eynni og hafði á brott með sér fagra kvenstyttu, klædda dýrindis samkvæmiskjól. Þegar lögreglan náði honum, var hann fullur iðrunar.
„Ég ætlaði ekki að gera neitt illt með þessu,“ sagði hann. „Það greip mig bara allt í einu svo ómótstæðileg löngun til þess að faðma eitthvað kvenkyns.“
oOo
Skipreika dáta rak upp á eyðieyju. Þegar hann var búinn að hafast þar við í níu ár, sá hann einn morgun, hvar stóra ámu rak upp að ströndinni og á ámunni sat ung og falleg stúlka. Þegar áman tók niðri, stökk stúlkan á land og hrópaði:
„Halló! hvað ertu búinn að vera lengi á þessu eyðiskeri?“
„Níu eða tíu ár,“ sagði dátinn.
„Guð komi til,“ sagði stúlkan. „þá skal ég svei mér gefa þér nokkuð, sem þú hefur áreiðanlega ekki fengið í öll þessi ár.“
„Drottinn minn dýri,“ sagði dátinn, „þú ætlar þó ekki að segja mér, að það sé bjór í þessari ámu?“
oOo
Hún: „Það er tíu ára brúðkaupsafmælið okkar á morgun. Eigum við ekki að halda uppá það?“
Hann: „Jú, elskan mín, — hvað segirðu um að halda þagnartíma, svo sem tvær mínútur?“
oOo
Í III. bekk hefur tekizt að búa til tindáta úr blýi.
oOo
Í dönskutíma:
Strákurinn stal brauðinu frá bóndanum, sem stóð og nagaði sig í handarbakið.
Kennarinn: „Af hverju nagaði hann sig í handarbakið?“
Nemandinn: „Hann hefur líklega verið svona svangur.“
oOo
Gísli kaupmaður hitti kunningja sinn á götu, og tóku þeir tal saman. Á meðan samtalið stóð yfir, bar þar að ungan mann, sem spurði, hvað klukkan væri. „Veit það ekki,“ sagði Gísli kaupmaður, og fór ungi maðurinn við svo búið.
„Af hverju vildirðu ekki segja honum, hvað klukkan væri?“ spurði kunningi Gísla kaupmanns. „Ef ég hefði sagt honum það, mundi hann hafa farið að tala við okkur og síðan slegizt í för með okkur. Við mundum hafa gengið fram hjá húsinu, sem ég bý í, og ég mundi sennilega hafa boðið honum inn. Þá hefði hann hitt Jónu, dóttur mína, og þau orðið skotin hvort í öðru. En ég kæri mig alls ekkert um að eignast tengdason, sem ekki hefur efni á að kaupa sér úr.“
oOo
„Jæja, Jói minn,“ sagðí jarðeigandinn við Jóa gamla, um leið og karlinn greiddi síðustu afborgunina af jörð sinni. „Það er þá bezt, að þú fáir afsalsbréf fyrir jörðinni.“
„Ef þér er sama,“ sagði Jói gamli, „þá vil ég heldur fá veð í jörðinni.“
„En, Jói minn, veiztu þá ekki, hver er munurinn á afsali og veði?“ sagði jarðeigandinn.
„Það getur verið,“ sagði Jói, „en einu sinni átti ég kot og átti alsalsbréf, en bankinn átti veð, og bankinn tók af mér kotið.“
oOo
Kalli var svo feiminn og óframfærinn, að hann varð alltaf klumsa í návist kvenfólks, og höfðu kunningjar hans oft orð á því, að hann mundi ekki hafa kjark til þess að biðja sér konu. Einn morgun lásu þeir sér til undrunar í blöðunum, að hann væri trúlofaður. Fyrsti kunninginn, sem hann hitti spurði hanni, hvernig þetta hefði skeð.
„Það var þannig,“ sagði Kalli, „að ég dansaði við hana þrjá dansa og steig í kjólinn hennar í þriðja dansinum. Eftir það kom það af sjálfu sér.“
oOo
Jói: „Hvað amar að þér, Gvendur?“
Gvendur: „Heimiliserfiðleikar.“
Jói: „Þú hefur þó alltaf sagt, að konan þín væri hreinasta perla.“
Gvendur: „Já, það er dagsatt, það er hún, en það er perlumóðirin, sem veldur erfiðleikunum.“
oOo
Vinnukonan átti frí og hafði klæðzt í spánýjan tízkukjól, sem hún hafði keypt sér.
„Þú ert svei mér orðin stássleg, María,“ sagði húsmóðirin við hana, „það fer ekki að verða auðvell að þekkja í sundur frúna og eldabuskuna.“
„Ójú,“ sagði María, „bakhlutinn segir fljótt til um það.“
oOo
Hann var að reyna að stinga lyklinum sínum í skráargatið og söng í sælli vímu á meðan. Þegar þannig hafði gengið drykklanga stund án þess að lykillinn vildi láta að stjórn, kom maður út í glugga á húsinu.
„Hypjaðu þig burtu, maður minn,“ hrópaði maðurinn í gluggahum, „þú ert að basla við að komast inn í skakkt hús.“
„Hypjaðu þig sjálfur,“ sagði sá góðglaði reiður, „þú horfir út um skakkan glugga.“
oOo
Það var á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Tunglsljósið merlaði vatnsflöt Daltjarnarinnar. Árni horfði á mynd tunglsins í vatnsfletinum. Þá gekk lögregluþjónn fram hjá. „Heyrðu lasm,“ sagði Árni við lögregluþjóninn, „hvaða ljós er þetta?“ „Það er tunglið, Árni minn,“ sagði lögregluþjónninn. „Því lýgur þú eins og þú ert langur til,“ sagði Árni, „heldur þú að tunglið komist allt ofan í Daltjörnina?“
oOo
Heimilisfaðirinn kom drukkinn heim til sín og reyndi að skýra það fyrir konu sinni, hvernig það hefði átt sér stað, að hann drakk sig fullan.
Hún hlustaði á raus hans til enda, en svo sagði hún í ávítunartón: „Jón, næst þegar þú hefur drukkið eins og þig lystir af „svartadauða“, þá skaltu láta þér nægja Eyjapiss.“
„Það þýðir ekki, elskan mín,“ svaraði hann. „Þegar ég er búinn að drekka nægju mína af „dauðanum“, þá get ég ekki einu sinni sagt Eyjapiss.“
oOo
VINNUVÍSINDI.
Hermannaflokkur var að grafa skotgröf. Verkstjóranum líkaði ekki vinnubrögðin og þótti verkið sækjast seint. Hann hrópaði til hermannanna: „Allir upp!“
Hermennirnir fleygðu frá sér rekunum og klifruðu upp úr gryfjunni.
„Allir niður!“ hrópaði verkstjórinn. Hermennirnir hoppuðu niður í gröfina aftur. Þá hrópaði verkstjórinn samstundis: „Allir upp!“ Enn klifruðu hermennirnir upp úr gryfjunni. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, þangað til einn hermannanna spurði, hvað þetta ætti að þýða.
„Nú,“ anzaði verkstjórinn, „þið berið meiri mold á skónum ykkar upp úr gröfinni, heldur en þið mokið upp með rekunum. Niður aftur!“
oOo
LEIÐRÉTTINGAR.
Á bls. 45 skal fyrirsögnin vera VINNUVÍSINDI. Á bls. 17 hafa ruglazt dálkar, fremri dálkurinn skal vera hinn síðari og öfugt. — Þetta eru lesendur vinsamlegast beðnir að athuga.
————————————————————
- Ritstjórn Bliks skipa að þessu sinni:
- Jóhann G. Sigfússon, 3. bekk.
- Ólafía Ásmundsdóttir, 2. bekk.
- Sigurður Hallvarðsson, 1. bekk C.
- Viktoría Karlsdóttir, 1. bekk B.
- Þórunn Gunnarsdóttir, 1. bekk A.
- Stjórn Málfundafélags Gagnfræðaskólans skipa:
- Aðalsteinn Brynjúlfsson, formaður;
- Jóhann G. Sigfússon, gjaldkeri;
- Hildur Ágústsdóttir, ritari.
- Ábyrgðarmaður: Þorsteinn Þ. Víglundsson