„Blik 1974/Merk prestshjón að Ofanleiti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 23: Lína 23:
Sóknarpresturinn kenndi hjá mér kristinfræði í gagnfræðaskólanum um árabil. Einnig skipaði Menntamálaráðuneytið hann prófdómara við skólann flest árin, sem við áttum samleið í bænum. Það starf hans var okkur styrkur og traust.<br>
Sóknarpresturinn kenndi hjá mér kristinfræði í gagnfræðaskólanum um árabil. Einnig skipaði Menntamálaráðuneytið hann prófdómara við skólann flest árin, sem við áttum samleið í bænum. Það starf hans var okkur styrkur og traust.<br>
Prestkonan að Ofanleiti, eiginkona séra Sigurjóns Þ. Árnasonar, var frú Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins prests að Staðarbakka í Miðfirði. Hún var fædd 23. janúar 1903. Þau giftust 4. janúar 1924.<br>                               
Prestkonan að Ofanleiti, eiginkona séra Sigurjóns Þ. Árnasonar, var frú Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins prests að Staðarbakka í Miðfirði. Hún var fædd 23. janúar 1903. Þau giftust 4. janúar 1924.<br>                               
[[Mynd: Sigurjón Þ. Árnason og fjölskylda.jpg|thumb|600px|''Prestshjónin á Ofanleiti, séra Sigurjón Árnason og frú Þórunn Kolbeins, ásamt fimm elztu börnum þeirra.]]''
Margir Eyjabúar, sóknarbörn prestsins, kynntust heimili þeirra hjóna að Ofanleiti. Jafnmargir og miklu fleiri dáðu prestkonuna þar, frú Þórunni Kolbeins, eiginkonuna, móðurina og húsmóðurina. Hún reyndist í hvívetna mikilhæf og mæt kona í öllum störfum sínum, einnig í félagsstörfum til eflingar kristinni menningu í bænum. Hún starfaði um árabil í forustuliði kvenna þeirra í kaupstaðnum, sem beittu sér fyrir fegrun kirkju og umhverfis hennar og svo annars, sem jafnan eflir með sóknarfólki virðingu fyrir kirkjustofnuninni og hlýju til stöðunnar og starfsins. Frú Þórunn Kolbeins var ritari þessa félagsskapar kvennanna og áhrifaríkur aðili í stjórn og starfi þessa félags. Fá menningarfélög í Vestmannaeyjum sýndu og hafa sýnt meiri árangur af starfi. Verkin sýna þar merkin enn í dag og munu sýna um ókomnar tíðir.<br>
Margir Eyjabúar, sóknarbörn prestsins, kynntust heimili þeirra hjóna að Ofanleiti. Jafnmargir og miklu fleiri dáðu prestkonuna þar, frú Þórunni Kolbeins, eiginkonuna, móðurina og húsmóðurina. Hún reyndist í hvívetna mikilhæf og mæt kona í öllum störfum sínum, einnig í félagsstörfum til eflingar kristinni menningu í bænum. Hún starfaði um árabil í forustuliði kvenna þeirra í kaupstaðnum, sem beittu sér fyrir fegrun kirkju og umhverfis hennar og svo annars, sem jafnan eflir með sóknarfólki virðingu fyrir kirkjustofnuninni og hlýju til stöðunnar og starfsins. Frú Þórunn Kolbeins var ritari þessa félagsskapar kvennanna og áhrifaríkur aðili í stjórn og starfi þessa félags. Fá menningarfélög í Vestmannaeyjum sýndu og hafa sýnt meiri árangur af starfi. Verkin sýna þar merkin enn í dag og munu sýna um ókomnar tíðir.<br>
Eftir að prestshjónin fluttust til Reykjavíkur, víkkaði starfssvið prestsins í þágu kirkju og kristindóms í landinu.<br>
Eftir að prestshjónin fluttust til Reykjavíkur, víkkaði starfssvið prestsins í þágu kirkju og kristindóms í landinu.<br>
Lína 28: Lína 29:
Þessi prestshjón að Ofanleiti í Vestmannaeyjum eignuðust sjö börn. Þau eru þessi:<br>
Þessi prestshjón að Ofanleiti í Vestmannaeyjum eignuðust sjö börn. Þau eru þessi:<br>
[[Eyjólfur Sigurjónsson|Eyjólfur Kolbeins]], löggiltur endurskoðandi. Kona hans Unnur Friðþjófsdóttir, húsfrú. Þau eiga fjögur börn. — [[Árni Sigurjónsson|Árni]], fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Kona hans Þorbjörg Kristinsdóttir, menntaskólakennari. Þau eiga fimm börn.  
[[Eyjólfur Sigurjónsson|Eyjólfur Kolbeins]], löggiltur endurskoðandi. Kona hans Unnur Friðþjófsdóttir, húsfrú. Þau eiga fjögur börn. — [[Árni Sigurjónsson|Árni]], fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Kona hans Þorbjörg Kristinsdóttir, menntaskólakennari. Þau eiga fimm börn.  
— [[LíneySigurjónsdóttir|Líney]], húsfrú. Maður hennar Matthías Matthíasson,
— [[Líney Sigurjónsdóttir|Líney]], húsfrú. Maður hennar Matthías Matthíasson,
rafvirkjameistari. Þau eiga þrjú börn. — [[Þórey Sigurjónsdóttir|Þórey Jóhanna]], barnalæknir. — [[Páll Sigurjónsson|Hannes Páll]], verkfræðingur. Kona hans Sigríður Gísladóttir, húsfrú. Þau eiga fjögur börn. — [[Ásthildur Sigurjónsdóttir|Þórunn Ásthildur]], kennari. Maður hennar Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn. Þau eru barnlaus. — [[Snjólaug Sigurjónsdóttir|Snjólaug Anna]], barnakennari. Maður hennar Tryggvi Viggósson, stud. jur. Þau eiga eitt barn.<br>
rafvirkjameistari. Þau eiga þrjú börn. — [[Þórey Sigurjónsdóttir|Þórey Jóhanna]], barnalæknir. — [[Páll Sigurjónsson|Hannes Páll]], verkfræðingur. Kona hans Sigríður Gísladóttir, húsfrú. Þau eiga fjögur börn. — [[Ásthildur Sigurjónsdóttir|Þórunn Ásthildur]], kennari. Maður hennar Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn. Þau eru barnlaus. — [[Snjólaug Sigurjónsdóttir|Snjólaug Anna]], barnakennari. Maður hennar Tryggvi Viggósson, stud. jur. Þau eiga eitt barn.<br>
Frú Þórey Kolbeins lézt 4. apríl 1969.
Frú Þórey Kolbeins lézt 4. apríl 1969.

Útgáfa síðunnar 23. október 2009 kl. 16:24

Blik 1974

ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON

Blik 1974/ Merk presthjón að Ofanleiti

Það hefur dregizt óþarflega lengi úr hömlu fyrir mér að fela Bliki minu að geyma nokkur orð um prestshjónin að Ofanleiti, séra Sigurjón Þ. Árnason, sóknarprest í Vestmannaeyjum (1924-1944) og hans merku konu frú Þórunni Kolbeins.
Séra Sigurjón Þ. Árnason fæddist á Sauðárkróki 3. marz 1897, þar sem foreldrar hans gegndu sama hlutverki og hann sjálfur og kona hans í Vestmannaeyjakaupstað.
Foreldrar séra Sigurjóns voru séra Árni Björnsson, síðar prófastur að Görðum á Álftanesi, og kona hans frú Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Þannig er séra Sigurjón Þ. Árnason systursonur hins fræga skálds okkar, Jóhanns Sigurjónssonar.
Séra Sigurjón Þ. Árnason lauk guðfræðiprófi við Háskóla Íslands vorið 1921. Síðan gerðist hann aðstoðarprestur föður síns að Görðum um tveggja ára skeið (1922-1924), en árið 1924 var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum, eftir fráfall sóknarprestsins þar séra Oddgeirs Þórðarsonar Gudmundsen.
Næstu 20 árin starfaði séra Sigurjón síðan í bænum þeim við góðan orðstír. Hann vann þar af áhuga miklum og við býsna góðan árangur að ýmsum menningarmálum, efldi kristna hugsun með Eyjafólki og var í hvívetna áhrifaríkur aðili, þar sem hann lagði hug að og hönd á plóginn.
Séra Sigurjón Þ. Árnason var og sóknarprestur Hallgrímskirkju í Reykjavík frá 1. jan. 1945 til aldursmarka 1967.
Þessi mætu prestshjón höfðu sem sé setið Ofanleiti í Vestmannaeyjum þrjú ár, þegar við hjónin settumst að í kaupstaðnum.
Brátt tókst góð samvinna á milli okkar séra Sigurjóns um ýmis mál, sem okkur fannst vera aðkallandi menningarmál í bænum, svo sem fræðslumálin, hagsmunamál lítilmagnans í bænum og ýmis önnur félagsmál.
Sóknarpresturinn sat í skólanefnd flest eða öll árin, sem hann var sóknarprestur í Eyjum og vann þar mikið og gott starf af áhuga og heilindum.
Þegar eftir komu sína til Eyja og búsetu sína þar, gerðist hann forgöngumaður kristilegs félagsskapar í bænum til eflingar kirkju og kristindómi. Hann var hinn leiðandi kraftur í K.F.U.M. og K.-félagsskapnum í sókninni öll árin, sem hann dvaldist í kaupstaðnum. Sá félagsskapur var þá fjölmennur og áhrifaríkur hér í bæ á starfsárum séra Sigurjóns til gæfu og gengis ungum og eldra fólki í bænum.
Séra Sigurjón Þ. Árnason var áhrifaríkur persónuleiki og traustur, hvar sem hann lagði hug og hönd að verki í menningar- og félagsmálum Eyjabúa.
Ég kynntist því vel, hversu ríka samúð hann hafði með öllum, sem stóðu höllum fæti í lífsbaráttunni, og vildi eftir megni leggja sitt til að bæta efnahag þess fólks, t. d. með öflugri samvinnusamtökum á sviði verzlunar og félagshyggju. Hugsun hans og sannfæring á því sviði var eða virtist vera ríkur þáttur í hinni sannkristilegu hugsun hans og menningarhugsjón.
Séra Sigurjón Þ. Árnason var áhrifaríkur ræðumaður hjá okkur í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum, þegar svo bar undir. Mér eru enn í minni ræður hans, er við t. d. kvöddumst til að halda jól. Við fengum þá oft sóknarprestinn til að flytja okkur stutta ræðu á skilnaðarstund. Þær hugsanir hans féllu vel að hug okkar og þátttaka hans í því starfi var okkur kær.
Sóknarpresturinn kenndi hjá mér kristinfræði í gagnfræðaskólanum um árabil. Einnig skipaði Menntamálaráðuneytið hann prófdómara við skólann flest árin, sem við áttum samleið í bænum. Það starf hans var okkur styrkur og traust.
Prestkonan að Ofanleiti, eiginkona séra Sigurjóns Þ. Árnasonar, var frú Þórunn Eyjólfsdóttir Kolbeins prests að Staðarbakka í Miðfirði. Hún var fædd 23. janúar 1903. Þau giftust 4. janúar 1924.

Prestshjónin á Ofanleiti, séra Sigurjón Árnason og frú Þórunn Kolbeins, ásamt fimm elztu börnum þeirra.

Margir Eyjabúar, sóknarbörn prestsins, kynntust heimili þeirra hjóna að Ofanleiti. Jafnmargir og miklu fleiri dáðu prestkonuna þar, frú Þórunni Kolbeins, eiginkonuna, móðurina og húsmóðurina. Hún reyndist í hvívetna mikilhæf og mæt kona í öllum störfum sínum, einnig í félagsstörfum til eflingar kristinni menningu í bænum. Hún starfaði um árabil í forustuliði kvenna þeirra í kaupstaðnum, sem beittu sér fyrir fegrun kirkju og umhverfis hennar og svo annars, sem jafnan eflir með sóknarfólki virðingu fyrir kirkjustofnuninni og hlýju til stöðunnar og starfsins. Frú Þórunn Kolbeins var ritari þessa félagsskapar kvennanna og áhrifaríkur aðili í stjórn og starfi þessa félags. Fá menningarfélög í Vestmannaeyjum sýndu og hafa sýnt meiri árangur af starfi. Verkin sýna þar merkin enn í dag og munu sýna um ókomnar tíðir.
Eftir að prestshjónin fluttust til Reykjavíkur, víkkaði starfssvið prestsins í þágu kirkju og kristindóms í landinu.
Séra Sigurjón sat í stjórn Kristniboðssambands Íslands milli 20 og 30 ár. Einnig sat hann i stjórn Prestafélags Íslands um árabil.
Þessi prestshjón að Ofanleiti í Vestmannaeyjum eignuðust sjö börn. Þau eru þessi:
Eyjólfur Kolbeins, löggiltur endurskoðandi. Kona hans Unnur Friðþjófsdóttir, húsfrú. Þau eiga fjögur börn. — Árni, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Kona hans Þorbjörg Kristinsdóttir, menntaskólakennari. Þau eiga fimm börn. — Líney, húsfrú. Maður hennar Matthías Matthíasson, rafvirkjameistari. Þau eiga þrjú börn. — Þórey Jóhanna, barnalæknir. — Hannes Páll, verkfræðingur. Kona hans Sigríður Gísladóttir, húsfrú. Þau eiga fjögur börn. — Þórunn Ásthildur, kennari. Maður hennar Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn. Þau eru barnlaus. — Snjólaug Anna, barnakennari. Maður hennar Tryggvi Viggósson, stud. jur. Þau eiga eitt barn.
Frú Þórey Kolbeins lézt 4. apríl 1969.