„Blik 1976/Byggðarsafninu færðar góðar gjafir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
== '''Gjafir færðar Byggðarsafni Vestmannaeyja''' ==
== '''Gjafir færðar Byggðarsafni Vestmannaeyja''' ==
 
[[Mynd:Blik1976_rafstodvarhusid_bls12.jpg|thumb|250px|Rafstöðvarhúsið í Vestmannaeyjum]]


Í þessu hefti Bliks birti ég framhald á minjaskrá Byggðarsafnsins. Skýringar minjaskrárinnar bera þess vissulega vitni, hversu margir hafa lagt hönd á plóginn um það að efla þessa stofnun, sem nú loks virðist öryggi fyrir að verða muni varanleg menningarstofnun í bænum okkar.
Í þessu hefti Bliks birti ég framhald á minjaskrá Byggðarsafnsins. Skýringar minjaskrárinnar bera þess vissulega vitni, hversu margir hafa lagt hönd á plóginn um það að efla þessa stofnun, sem nú loks virðist öryggi fyrir að verða muni varanleg menningarstofnun í bænum okkar.

Útgáfa síðunnar 18. ágúst 2009 kl. 15:33

Gjafir færðar Byggðarsafni Vestmannaeyja

Rafstöðvarhúsið í Vestmannaeyjum

Í þessu hefti Bliks birti ég framhald á minjaskrá Byggðarsafnsins. Skýringar minjaskrárinnar bera þess vissulega vitni, hversu margir hafa lagt hönd á plóginn um það að efla þessa stofnun, sem nú loks virðist öryggi fyrir að verða muni varanleg menningarstofnun í bænum okkar.

Síðan gosið brauzt út á Heimaey og við urðum að flýja með safnið burt úr kaupstaðnum, hef ég unnið að því marga stund að skrá safnið til fullnustu og búa undir flutning á því í varanlegt húsnæði. Alltaf eflist þetta safn okkar Eyjabúa fyrir velvild og aukinn skilning á gildi þess, þegar tímar líða.

Nýlega barst Byggðarsafninu kærkomin göf frá hjónum, sem aldrei hafa til Eyja komið en bera hlýjan hug til byggðarlagsins og vilja vissulega leggja sitt til að efla menningu þess. Þessi mætu hjón eru Alfreð Guðmundsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða í Reykjavík, og kona hans frú Guðrún Árnadóttir. Nú er það orðið lýðum ljóst, að utan Reykjavíkur mun enginn eiga fleiri listaverk eftir Jóhannes Kjarval en Vestmannaeyjakaupstaður. Til þess að auka gildi þessarar dýrmætu eignar hafa hjón þessi gefið Byggðarsafninu bækur, sem listamaðurinn skrifaði og gaf út sjálfur eða skrifaðar hafa verið um hann.
Hér skal birtur listi yfir þær:

1. Árið 1925 á nýársdag gaf Jóhannes Kjarval út blað, sem hann kallaði Árdegisblað listamanna. Það er vissulega í fárra höndum. Þar eru þessi orð til islenzkra sjómanna (árnaðaróskir listamannsins): Burstfagrir bæir flytja sjóhetjum Íslands góðar óskir á nýárinu.

2. Eimskip fjörutíu ára, kvæði (1954).

3. Ljóðagrjót, kvæðabók listamannsins (1956).

4. Hvalasagan frá 1897 (1957).

5. Alfreðsljóð (1961).

6. Lóan (Ljóð 1961).

Bækur um listamanninn:

1. Kjarval. Myndir eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval með formálsorðum eftir Halldór Kiljan Laxness. - Mál og menning 1938.

2. Jóhannes Sveinsson Kjarval með inngangsorðum eftir H. K. L. Fjölmargar myndir af listaverkum listamannsins. Helgafell gaf út árið 1950.

3. Kjarval. Thor Vilhjálmsson skrifar um listamanninn. Fjölmargar myndir eftir listamanninn. Bók þessi var gefin út í 300 tölusettum eintökum og er þetta 154. eintakið, sem Byggðarsafninu hefur hlotnazt. Helgafell gaf út 1964.

4. Kjarvalskver eftir Matthías Jóhannessen með myndum af mörgum listaverkum Kjarvals. Helgafell gaf út árið 1974.

Þá hafa hjónin, frú Theodóra B. Bjarnadóttir og Þórður Þórðarson fyrrv. rakarameistari í Vestmannaeyjum, nú kaupmannshjón í Reykjavík, gefið Byggðarsafninu undurfagran veggskjöld, sem gjörður var til minningar um 1100 ára búsetu í landinu. Öllum þessum velunnurum Byggðarsafns Vestmannaeyja og mörgum fleirum, sem síðar koma við sögu þess, færi ég innilegustu þakkir og árna þeim allra heilla. Þ. Þ. V.