„Vilborgarstaðir“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10: Lína 10:
[[Heimaklettur]] og [[Miðklettur]] fylgdu Vilborgarstöðum, en þeir áttu að þola 40 sauða beit ásamt fuglatekju, slætti og eggjatöku. Þá voru menn mjög iðnir við að taka [[Fýll|Fýl]] úr [[Heimaklettur|Dufþekju]] og [[Miðklettur|Kambinum]]. Þang og söl var tekin úr [[Hörgaeyri]] og af steinunum undir [[Neðri-Kleifar|Neðri-Kleifum]]. Að auki höfðu íbúar beitarleyfi fyrir 25 sauði í [[Suðurey]], en [[Kirkjubær]] hafði heimild til 25 sauða í viðbót á Suðurey. [[Klif]]in skiptust jafnt á milli 12 bæja, og voru Vilborgarstaðir meðal þeirra. Í jarðabók Árna Magnússonar frá árinu 1704 (árið eftir fyrsta manntalið) segir að á býlunum níu á Vilborgarstöðum hafi verið 9 hross, 68 ær, 29 sauðir, 22 lömb, ein gimbur, ein kvíga (geld) og 13 kýr.  
[[Heimaklettur]] og [[Miðklettur]] fylgdu Vilborgarstöðum, en þeir áttu að þola 40 sauða beit ásamt fuglatekju, slætti og eggjatöku. Þá voru menn mjög iðnir við að taka [[Fýll|Fýl]] úr [[Heimaklettur|Dufþekju]] og [[Miðklettur|Kambinum]]. Þang og söl var tekin úr [[Hörgaeyri]] og af steinunum undir [[Neðri-Kleifar|Neðri-Kleifum]]. Að auki höfðu íbúar beitarleyfi fyrir 25 sauði í [[Suðurey]], en [[Kirkjubær]] hafði heimild til 25 sauða í viðbót á Suðurey. [[Klif]]in skiptust jafnt á milli 12 bæja, og voru Vilborgarstaðir meðal þeirra. Í jarðabók Árna Magnússonar frá árinu 1704 (árið eftir fyrsta manntalið) segir að á býlunum níu á Vilborgarstöðum hafi verið 9 hross, 68 ær, 29 sauðir, 22 lömb, ein gimbur, ein kvíga (geld) og 13 kýr.  


=== Suðurlandsskjálftinn 1896 ===
Hver jörð á Vilborgarstöðum átti eina fýlatrossu, sem var nokkursskonar beltisreipi. Þegar farið var til fýla í Dufþekju voru trossurnar hnýttar saman í það sem kallað var skollafesti - þetta var öryggistæki mannanna í fýlatekju í Dufþekju, enda hafa menn verið að látast þar frá landnámi.
 
=== Örnefni ===
Örnefni tengd Vilborgarstöðum voru mörg. Á miðjum Vilborgarstöðum var [[Vilpa]], vatnsból bæjarmanna, en þangað var sótt vatn daglega. Vestast í Mið-Hlaðbæjartúninu var '''Borguleiði''' þar sem Vilborg var talin hafa verið grafin. Tengt þessum tveimur örnefnum var [[Krukkspá]], forn spádómur um niðurlot eyjamenningar. Norðan við Vilborgarstaði var '''Mylluhóll''', eða '''Vindkvarnarhóll''', þar sem ein þriggja kornmylla Vestmannaeyja stóð. Önnur hinna myllanna stóð á hól við Stakkagerði, þar sem að [[Alþýðuhúsið]] stendur nú. Hin síðasta mylla var fyrir ofan [[Hraun]]. Vindmyllan á Vilborgarstöðum var mest notaða myllan, en hún stóð rétt við [[Skansinn]], eða '''Kornhólsskans''' eins og hann var kallaður áður. Orðið „skans“ er komið úr dönsku, og þýðir virki.
 
;Helgustöðull:sem einnig var kallað '''Guðfinnutröppur''' voru grasivaxnir grjóthólar sem stóðu norðan við Vilborgarstaði. Nafnið er komið af því að Guðfinna Austmann gekk um veginn þegar að hún ætlaði eftir vegtroðningunum til Vilborgarstaða frá Löndum.
;Brennihóll:Einnig kallaður '''Þerrihóll'''. Hann stóð beint í austur af Austurbænum, sunnan við '''Dreifdal'''. Á þessum hóli voru litlar brennur tendraðar þegar að póstur var sendur frá Vestmannaeyjum til lands, en þá voru menn á Bakka í Austur-Landeyjum sem svöruðu með því að tendra bál þar, og öfugt. Þetta var kallað að ''kynda vita'', en sá siður er upprunninn úr Illíonskviðu hinni grísku, og hefur borist til Íslands með Víkingum.
;Dreifdalur:Djúp laut milli Mylluhóls og Brennihóls. Nafnið er dregið af því að heydreif fauk ofan í lautina af hólunum í kring.
;Austurbalar:Túnbalar í norðausturhorni Vilborgarstaðatúna.
;Unukrókur:Horn í túni Austurbæjar á Vilborgarstöðum, sem kom saman við tún Ólafsbæjar á Kirkjubæ. Nafnið er komið frá Unu nokkurri sem bjó á [[Hlaðbær|Mið-Hlaðbæ]].
;Ömpubær:Einni kallaður '''Ömpuhjallur'''. Tómthús byggður á '''Ömpuhóli''' með fjósbaðstofu á hlaði Vilborgarstaðabæja. Þeir heita eftir Ömpu, konu sem bjó þar, sem hét réttu nafni Arnbjörg. [[Ömpustekkir]], austan við [[Breiðibakki|Breiðabakka]], kunna að hafa dregið nafn sitt af sömu konunni.
 
=== Bæir tengdir Vilborgarstöðum ===
* [[Miðbær á Vilborgarstöðum]]
* [[Nyrzti-Miðbær]]
* [[Norðurbær]]
* [[Hlaðbær|Austasti-Hlaðbær]]
* [[Hlaðbær|Vestasti-Hlaðbær]]
* [[Hlaðbær|Litli-Hlaðbær]]
* [[Hlaðbær|Miðhlaðbær]]
* [[Austasti bær]]
* [[Háigarður]]
 
== Suðurlandsskjálftinn 1896 ==
Þann 27. ágúst 1896, klukkan 09:30 um morguninn, voru Vilborgarstaðabændur í fýlatekju í Dufþekju þegar að jarðskjálfti upp á 6.7 á Richterkvarða gekk yfir. Kvöldið áður, um hálftíu, hafði annar snarpari jarðskjálfti gengið yfir (um 6.9 á Richter), en ekki varð það til þess að menn hættu við fýlatekjuförina.
Þann 27. ágúst 1896, klukkan 09:30 um morguninn, voru Vilborgarstaðabændur í fýlatekju í Dufþekju þegar að jarðskjálfti upp á 6.7 á Richterkvarða gekk yfir. Kvöldið áður, um hálftíu, hafði annar snarpari jarðskjálfti gengið yfir (um 6.9 á Richter), en ekki varð það til þess að menn hættu við fýlatekjuförina.


Lína 18: Lína 41:
Allir lifðu þetta af nema Ísleifur Jónsson, sem að var dauðsærður á baki og dó þremur dögum eftir skjálftan. Hann var albróðir [[Þorsteinn Jónsson|Þorsteins Jónssonar]] í [[Laufás]]i.
Allir lifðu þetta af nema Ísleifur Jónsson, sem að var dauðsærður á baki og dó þremur dögum eftir skjálftan. Hann var albróðir [[Þorsteinn Jónsson|Þorsteins Jónssonar]] í [[Laufás]]i.


Báðir suðurlandsskjálftarnir áttu upptök sín á suð-austur af Árnesi. Í byrjun september sama ár urðu þrír skjálftar til viðbótar - fyrst 6.0 og 6.5 á Richter þann 5. september, um 23:30 og 23:35 um kvöldið, sem áttu upptök sín við Selfoss annarsvegar og Þjórsárbrú hinsvegar. Svo aðfaranótt 6. september, kl. 02:00 um morguninn varð jarðskjálfti upp á 6.0 á Richter kvarðanum aust-norð-austur af Þorlákshöfn.
== Lífið á Vilborgarstöðum ==
Að sögn [[Sigfús M. Johnsen|Sigfúsar M. Johnsen]] „''[...][hvíldi mikill] menningarbragur fyrir Vilborgarstaðarheimilinu, hvar sem á var litið''“. Allir bæirnir voru torfbæir nema [[Austasti bær]]inn, sem var rifinn í kringum upphaf 20. aldarinnar.
== Heimaeyjargosið ==




Lína 26: Lína 55:
* ''Jarðskjálftagagnagrunnur Eðlisfræðisviðs'', Veðurstofa Íslands. [http://hraun.vedur.is/ja/ymislegt/storskjalf.html]
* ''Jarðskjálftagagnagrunnur Eðlisfræðisviðs'', Veðurstofa Íslands. [http://hraun.vedur.is/ja/ymislegt/storskjalf.html]
* ''Ægir'', 8. tbl., 1945.
* ''Ægir'', 8. tbl., 1945.
* ''Yfir fold og flæði'', [[Sigfús M. Johnsen]].
1.449

breytingar

Leiðsagnarval