„Blik 1969/Húsið Frydendal í Eyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Changed protection level for "Blik 1969/Húsið Frydendal í Eyjum" [edit=autoconfirmed:move=autoconfirmed])
(Lagfæringar og settir tenglar.)
Lína 7: Lína 7:
Nú ber það næst við um mynd þessa, að [[Oddgeir Kristjánsson|Oddgeir heitinn Kristjánsson]], hljómsveitarstjóri, fær að gjöf danska blaðið, sem birti fyrst þessa mynd. Það er Illustreret Tidende, dagsett 16. marz 1879, 106. tbl. Þar birtist með myndinni löng grein um „Handelspladsen paa Heimaey blandt Vestmanöerne“. Teikninguna gjörði Carl Baagöe, og greinina skrifaði Carl Andersen. Efni hennar hefur annars ekkert sérstakt sögulegt gildi. Fyrst ræðir höfundur um legu Eyjanna og íbúafjölda, sem ekki nær 600, segir hann. Síðan ræðir hann um verzlunarhætti og verzlunarferðir bænda og búaliða úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu til Vestmannaeyja. Þá drepur hann á ýmsa kunna atburði úr sögu Eyjanna, svo sem hina fornu sögn um Ingólf Arnarson og Hjörleif fóstbróður hans og þrælana, sem drápu húsbónda sinn og hina frjálsu húskarla hans, og flýðu síðan með konur á báti Hjörleifs til eyjanna suður af ströndinni. Þá segir höfundur söguna um lindina í Herjólfsdal og sölu Herjólfs á vatni til Eyjafólks, hjartagæzku heimasætunnar í Herjólfsdal, Vilborgar, og hvernig hrafninn bjargaði henni frá bráðum dauða undir skriðunni til þess að launa henni margan matarbitann, sem honum og bræðrum hans hafði áskotnazt úr hendi hinnar hjartahlýju bóndadóttur. Þeirra manngæða naut einnig Eyjafólk í ríkum mæli.
Nú ber það næst við um mynd þessa, að [[Oddgeir Kristjánsson|Oddgeir heitinn Kristjánsson]], hljómsveitarstjóri, fær að gjöf danska blaðið, sem birti fyrst þessa mynd. Það er Illustreret Tidende, dagsett 16. marz 1879, 106. tbl. Þar birtist með myndinni löng grein um „Handelspladsen paa Heimaey blandt Vestmanöerne“. Teikninguna gjörði Carl Baagöe, og greinina skrifaði Carl Andersen. Efni hennar hefur annars ekkert sérstakt sögulegt gildi. Fyrst ræðir höfundur um legu Eyjanna og íbúafjölda, sem ekki nær 600, segir hann. Síðan ræðir hann um verzlunarhætti og verzlunarferðir bænda og búaliða úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu til Vestmannaeyja. Þá drepur hann á ýmsa kunna atburði úr sögu Eyjanna, svo sem hina fornu sögn um Ingólf Arnarson og Hjörleif fóstbróður hans og þrælana, sem drápu húsbónda sinn og hina frjálsu húskarla hans, og flýðu síðan með konur á báti Hjörleifs til eyjanna suður af ströndinni. Þá segir höfundur söguna um lindina í Herjólfsdal og sölu Herjólfs á vatni til Eyjafólks, hjartagæzku heimasætunnar í Herjólfsdal, Vilborgar, og hvernig hrafninn bjargaði henni frá bráðum dauða undir skriðunni til þess að launa henni margan matarbitann, sem honum og bræðrum hans hafði áskotnazt úr hendi hinnar hjartahlýju bóndadóttur. Þeirra manngæða naut einnig Eyjafólk í ríkum mæli.


Þá ræðir höfundur um [[Helgafell]], gíginn þar og útsýnið af því til jöklanna í norðri og norðaustri. Síðast segir hann frá [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]], og byggir þá frásögn sína á Árbókum Jóns Espolíns.
Þá ræðir höfundur um [[Helgafell]], gíginn þar og útsýnið af því til jöklanna í norðri og norðaustri. Síðast segir hann frá [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]], og byggir þá frásögn sína á Árbókum Jóns Espolíns.<br>
_ _ _
_ _ _


Langa húsið á miðri myndinni er [[Frydendal]] eða Vertshúsið, eins og það var kallað síðar, - eftir 1850. Hér var það, sem danska frúin [[Ane Johanne Ericksen]] gerðist veitingakona. Hún var fyrst gift [[Morten Ericksen]] skipstjóra. Þau hófu búskap í Frydendal 1839. Ericksen drukknaði í hákarlalegu 1847. Eftir dauða manns síns stundaði frúin veitingasölu í Frydendal. Eftir það var hús þetta venjulega kallað Vertshúsið.  
Langa húsið á miðri myndinni er [[Frydendal]] eða Vertshúsið, eins og það var kallað síðar, - eftir 1850. Hér var það, sem danska frúin [[Ane Johanne Ericksen]] gerðist veitingakona. Hún var fyrst gift [[Morten Ericksen]] skipstjóra. Þau hófu búskap í Frydendal 1839. Ericksen drukknaði í hákarlalegu 1847. Eftir dauða manns síns stundaði frúin veitingasölu í Frydendal. Eftir það var hús þetta venjulega kallað Vertshúsið.  


Síðar giftist frú Ericksen [[C. W. Roed]] beyki. Eftir það festist við hana nafnið Madame Roed, - þekkt kona í sögu Vestmannaeyja fyrir brautryðjandastarf í garðrækt og svo kunn veitingakona í þorpinu. Hún kenndi Eyjabúum m. a. að rækta kartöflur.
Síðar giftist frú Ericksen [[C. W. Roed]] beyki. Eftir það festist við hana nafnið [[Madame Roed]], - þekkt kona í sögu Vestmannaeyja fyrir brautryðjandastarf í garðrækt og svo kunn veitingakona í þorpinu. Hún kenndi Eyjabúum m. a. að rækta kartöflur.


Madama Roed lézt 23. nóvember 1878, 68 ára að aldri.
Madama Roed lézt 23. nóvember 1878, 68 ára að aldri.
Lína 18: Lína 18:
Eftir lát hennar keypti [[Jóhann J. Johnsen|Jóhann Jörgen Johnsen]] Frydendal.
Eftir lát hennar keypti [[Jóhann J. Johnsen|Jóhann Jörgen Johnsen]] Frydendal.


Árið 1880 réðst [[Anna Sigríður Árnadóttir]] heimasæta á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] bústýra hans í Frydendal. Hún varð ástmey hans og svo eiginkona.  
Árið 1880 réðst [[Anna Sigríður Árnadóttir Johnsen|Anna Sigríður Árnadóttir]] heimasæta á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]] bústýra hans í Frydendal. Hún varð ástmey hans og svo eiginkona.  


Í Frydendal ráku hjónin veitingasölu, útgerð og búskap, þar til Jóhann veitingamaður lézt vorið 1893.
Í Frydendal ráku hjónin veitingasölu, útgerð og búskap, þar til Jóhann veitingamaður lézt vorið 1893.
Lína 28: Lína 28:
Leifar þessa stóra íbúðarhúss, Frydendals, er verzlunarhúsið [[Bjarmi]] eign [[Helgi Benediktsson|Helga kaupmanns Benediktssonar]]. Bjarmi stendur nokkrum húsbreiddum sunnar en Frydendalur stóð, var færður, þegar [[Miðstræti]]ð var að fullu mótað, og hefur svo verið breytt æðimikið frá uppruna sínum.
Leifar þessa stóra íbúðarhúss, Frydendals, er verzlunarhúsið [[Bjarmi]] eign [[Helgi Benediktsson|Helga kaupmanns Benediktssonar]]. Bjarmi stendur nokkrum húsbreiddum sunnar en Frydendalur stóð, var færður, þegar [[Miðstræti]]ð var að fullu mótað, og hefur svo verið breytt æðimikið frá uppruna sínum.


== Fjölskyldan í Frydendal ==
== Mynd og fjölskyldan í Frydendal ==
Hjónin í Frydendal, frú Anna Sigríður Árnadóttir frá Oddstöðum og Jóhann Jörgen Johnsen frá Vilborgarstöðum og synir þeirra fjórir. Sá fimmti, [[Árni J. Johnsen|Árni Hálfdán]], var ekki fæddur, er þessi mynd var tekin. Synirnir á myndinni eru þessir:                
Hjónin í Frydendal, frú Anna Sigríður Árnadóttir frá Oddstöðum og Jóhann Jörgen Johnsen frá Vilborgarstöðum og synir þeirra fjórir. Sá fimmti, [[Árni J. Johnsen|Árni Hálfdán]], var ekki fæddur, er þessi mynd var tekin. Synirnir á myndinni eru þessir:                
# [[Gísli J. Johnsen]], f. 10. marz 1881.                                            
# [[Gísli J. Johnsen]], f. 10. marz 1881.                                          
# [[Kristinn Lárus Johnsen]], f. 31. des. 1884.                              
# [[Kristinn Lárus Johnsen]], f. 31. des. 1884.                              
# [[Sigfús M. Johnsen|Sigfús Maríus Johnsen]], f. 28. marz 1886.                              
# [[Sigfús M. Johnsen|Sigfús Maríus Johnsen]], f. 28. marz 1886.                              

Útgáfa síðunnar 19. maí 2008 kl. 18:29

Þessa mynd birti Blik á heilsíðu árið 1959. Hún er af vesturhluta byggðarinnar við höfnina í Vestmannaeyjum á árunum 1876-1879.

Sigurgeir Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, hafði þá sent Byggðarsafni Vestmannaeyja þessa mynd að gjöf, en hann hafði keypt hana úti í Kaupmannahöfn af þjóðlegri kennd og sögulegum áhuga. Við ályktuðum þá, að mynd þessi væri gerð (skorin í tré) á árunum 1876-1880. Þessa ályktun okkar grundvölluðum við fyrst og fremst á Nýborg, íbúðarhúsi Sigurðar Sveinssonar, sem byggt var árið 1876. Það er húsið til vinstri við danska fánann, sem gnæfir á verzlunarhúsi Júlíushaab-verzlunarinnar eða Tangaverzlunarinnar. Á Nýborg er 6-rúðnagluggi á austurstafni.

Nú ber það næst við um mynd þessa, að Oddgeir heitinn Kristjánsson, hljómsveitarstjóri, fær að gjöf danska blaðið, sem birti fyrst þessa mynd. Það er Illustreret Tidende, dagsett 16. marz 1879, 106. tbl. Þar birtist með myndinni löng grein um „Handelspladsen paa Heimaey blandt Vestmanöerne“. Teikninguna gjörði Carl Baagöe, og greinina skrifaði Carl Andersen. Efni hennar hefur annars ekkert sérstakt sögulegt gildi. Fyrst ræðir höfundur um legu Eyjanna og íbúafjölda, sem ekki nær 600, segir hann. Síðan ræðir hann um verzlunarhætti og verzlunarferðir bænda og búaliða úr Rangárvalla- og Skaftafellssýslu til Vestmannaeyja. Þá drepur hann á ýmsa kunna atburði úr sögu Eyjanna, svo sem hina fornu sögn um Ingólf Arnarson og Hjörleif fóstbróður hans og þrælana, sem drápu húsbónda sinn og hina frjálsu húskarla hans, og flýðu síðan með konur á báti Hjörleifs til eyjanna suður af ströndinni. Þá segir höfundur söguna um lindina í Herjólfsdal og sölu Herjólfs á vatni til Eyjafólks, hjartagæzku heimasætunnar í Herjólfsdal, Vilborgar, og hvernig hrafninn bjargaði henni frá bráðum dauða undir skriðunni til þess að launa henni margan matarbitann, sem honum og bræðrum hans hafði áskotnazt úr hendi hinnar hjartahlýju bóndadóttur. Þeirra manngæða naut einnig Eyjafólk í ríkum mæli.

Þá ræðir höfundur um Helgafell, gíginn þar og útsýnið af því til jöklanna í norðri og norðaustri. Síðast segir hann frá Tyrkjaráninu, og byggir þá frásögn sína á Árbókum Jóns Espolíns.
_ _ _

Langa húsið á miðri myndinni er Frydendal eða Vertshúsið, eins og það var kallað síðar, - eftir 1850. Hér var það, sem danska frúin Ane Johanne Ericksen gerðist veitingakona. Hún var fyrst gift Morten Ericksen skipstjóra. Þau hófu búskap í Frydendal 1839. Ericksen drukknaði í hákarlalegu 1847. Eftir dauða manns síns stundaði frúin veitingasölu í Frydendal. Eftir það var hús þetta venjulega kallað Vertshúsið.

Síðar giftist frú Ericksen C. W. Roed beyki. Eftir það festist við hana nafnið Madame Roed, - þekkt kona í sögu Vestmannaeyja fyrir brautryðjandastarf í garðrækt og svo kunn veitingakona í þorpinu. Hún kenndi Eyjabúum m. a. að rækta kartöflur.

Madama Roed lézt 23. nóvember 1878, 68 ára að aldri.

Eftir lát hennar keypti Jóhann Jörgen Johnsen Frydendal.

Árið 1880 réðst Anna Sigríður Árnadóttir heimasæta á Oddsstöðum bústýra hans í Frydendal. Hún varð ástmey hans og svo eiginkona.

Í Frydendal ráku hjónin veitingasölu, útgerð og búskap, þar til Jóhann veitingamaður lézt vorið 1893.

Nokkru eftir 1880 reif Jóhann Jörgen gamla Frydendal til grunna og byggði stórt og vandað timburhús á lóðinni.

Viðinn í þá byggingu keypti hann frá Finnlandi. Húsið var tvílyft með lágu risi og bar svo mjög af öllum öðrum íbúðarhúsum í þorpinu að það var ýmist kallað Húsið í daglegu tali fólksins eða Vertshúsið. Var þá Jóhann Jörgen titlaður veitingamaður.

Leifar þessa stóra íbúðarhúss, Frydendals, er verzlunarhúsið Bjarmi eign Helga kaupmanns Benediktssonar. Bjarmi stendur nokkrum húsbreiddum sunnar en Frydendalur stóð, var færður, þegar Miðstrætið var að fullu mótað, og hefur svo verið breytt æðimikið frá uppruna sínum.

Mynd og fjölskyldan í Frydendal

Hjónin í Frydendal, frú Anna Sigríður Árnadóttir frá Oddstöðum og Jóhann Jörgen Johnsen frá Vilborgarstöðum og synir þeirra fjórir. Sá fimmti, Árni Hálfdán, var ekki fæddur, er þessi mynd var tekin. Synirnir á myndinni eru þessir:

  1. Gísli J. Johnsen, f. 10. marz 1881.
  2. Kristinn Lárus Johnsen, f. 31. des. 1884.
  3. Sigfús Maríus Johnsen, f. 28. marz 1886.
  4. Guðni Hjörtur Johnsen, f. 15. júní 1888.

Mynd þessi af fjölskyldunni í Frydendal mun tekin veturinn 1893. Þá gekk frúin með yngsta barnið. Hún missti Jóhann mann sinn um vorið á lokadaginn (11. maí) og fæddi Árna Hálfdán 13. október um haustið. Ein með 5 börn á framfæri. Þá voru engar tryggingar til hér á landi. Aðeins brunatryggingar hjá erlendum tryggingarfélögum. Engin opinber barnsmeðlög áttu sér heldur stað hér á landi þá eða „tollur“, sem nefndur er heldur óviðurkvæmilegu nafni.

Ómagastyrkur úr sveitarsjóði var þá eina úrræðið þeim, sem ekki reyndust sjálfum sér nógir í lífsbaráttunni. Frúin í Frydendal hafði aldrei hug til að gera börnin sín og sjálfa sig að „sveitarómögum“, segja sig til sveitar. Tefla skyldi á þrek og þor, vit og strit, búhyggni og búskap, þótt „fyrirvinnan“ væri fallin frá.

Eftir fráfall eiginmannsins hélt frúin í Frydendal áfram búrekstrinum með miklum umsvifum. Hún hafði ínytjar einnar kirkjubæjajarðarinnar (bænhússjörðina). Þar aflaði hún heyja hvert sumar. Hún rak útgerð og bætti svo verzlunarrekstri við athafnir sínar undir aldamótin, er Gísli sonur hennar stálpaðist, efldist að aldri og árum, viti og þroska. Fyrst í stað var sú verzlun aðeins umboðsverzlun fyrir fyrirtæki í Reykjavík. En er Gísli J. Johnsen, eða Gísli Jóhannsson í Frydendal, eins og hann hét þá í daglegu tali Eyjabúa, nálgaðist tvítugsaldurinn, efldi hann verzlun móður sinnar og tók síðan að reka verzlun sjálfur undir hennar nafni sökum æsku hans sjálfs. Brátt fékk hann þó verzlunarleyfi sjálfur. Þetta var upphaf að hinum mikla og víðtæka atvinnurekstri hans í fæðingarsveit sinni, Vestmannaeyjum.

Frú Anna Sigríður í Frydendal rak allan atvinnurekstur sinn af miklum dugnaði og myndarskap. Hún var forkur. - Veitingasölunni hélt hún áfram eftir lát eiginmannsins. Inn í Frydendal lagði Þorsteinn héraðslæknir sjúklinga sína, ef þeir þurftu sérstakrar hjúkrunar og umönnunar við. Þannig var heimili frú Sigríðar jafnframt hjúkrunarheimili þorpsins um árabil, þar til Frakkar byggðu sjúkrahús sitt, „Gamla spítalann“, húsið nr. 20 við Kirkjuveg.

Heimilisfólkið í Frydendal var oftast um og yfir 20 manns. „Margt er um, þá maðurinn býr og margt hefur hann að hugsa“, segir í hinni kunnu vísu.