„Sigurður Guðmundsson (bonn)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (flokkur fólk)
Ekkert breytingarágrip
Lína 12: Lína 12:
:''verða þeir setja upp grútuga.''
:''verða þeir setja upp grútuga.''


[[Flokkur:Fólk]]
{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Heimaslóð og Siggi bonn, bls. 63-65. ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja'' 1973-1974. 23.-24. árg.
* Heimaslóð og Siggi bonn, bls. 63-65. ''Sjómannadagsblað Vestmannaeyja'' 1973-1974. 23.-24. árg.
}}
}}
[[Flokkur:Sjómenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 19. öld]]
[[Flokkur:Fólk dáið á 20. öld]]
[[Flokkur:Íbúar við Miðstræti]]
[[Flokkur:Ofanbyggjarar]]

Útgáfa síðunnar 28. júní 2007 kl. 14:04

Sigurður Guðmundsson, betur þekktur sem Siggi bonn, var fæddur að Hlíðarhúsi 10. apríl 1858. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson og Sigríður Jónsdóttir. Hann lést 27. júní 1911, þá skráður á sveit í Svaðkoti, aðeins 53 ára gamall.

Viðurnefni hans, bonn, er líklegast dregið af franska lýsingarorðinu bon, sem þýðir góður, eða kvenkynsmyndinni bonne, sem er borin fram bonn. Á hans árum var mikið um franskar skútur og skútukarla hér við land og var mikið mælt á frönsku (golfrönsku) í hverju sjávarplássi í viðskiptum við Frakkana. Má það vel vera að frönsku skútukarlarnir hafi byrjað að kalla hann þessu viðurnefni eins og það er þekkt í dag. Einnig er talið að hann hafi búið í húsinu Bonn og hafi þannig fengið viðurnefni sitt.

Siggi samdi vísur, en oft þótti það ekki mikill skáldskapur á þeim tíma. Ein best þekkta vísa hans, sem var gjarnan sungin undir alkunnu sálmalagi á Þjóðhátíð hér áður fyrr, er Til hákarla:

Til hákarla í Vestmannaeyjum
fara þeir norðan gaddi í.
Hálfkaldir koma þeir að landi,
upp á Vertshúsið skunda þeir.
Sína sjóblauta vettlinga
verða þeir setja upp grútuga.

Heimildir

  • Heimaslóð og Siggi bonn, bls. 63-65. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1973-1974. 23.-24. árg.