„Gylfi Guðnason“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 12: Lína 12:
*Pers.}}
*Pers.}}


[[Flokkur: Fólk]]
[[Flokkur: Kennarar]]
[[Flokkur: Kennarar]]
[[Flokkur:Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur:Íbúar við Urðaveg]]

Útgáfa síðunnar 28. júní 2007 kl. 10:31

Gylfi Guðnason frá Vegamótum, menntaskólakennari, f. 16. nóv. 1937. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson, f. 1903 og k.h. Anna Eiríksdóttir, f. 1902.
Gylfi var í Gagnfræðaskólanum 1950-53. Stúdent varð hann 1957. Hann sat í verkfræðideild Háskóla Íslands 1957-58 og í Háskólanum í Kaupmannahöfn 1958-65 og 1966-69. Fyrri hluta-prófi í stærðfræði, eðlisfræði, stjörnufræði og efnafræði lauk hann 1959 og 1961, meistaraprófi í stærðfræði 1969.
Á unglingsárum var Gylfi liðtækur íþróttamaður í Eyjum, einkum í frjálsum íþróttum.
Gylfi var leiðbeinandi í dæmareikningi byrjenda við Háskólann í Kaupmannahöfn 1961-65 og 1966-68. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1965-66 og frá 1969. Stundakennari við Menntakólann við Tjörnina var hann 1969-70, við Háskóla Íslands 1975-78.
Kona (1. febr. 1964): Hugrún Gunnarsdóttir kennari, f. 29. okt. 1937 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Gunnar tollvörður, búsettur í Kópavogi, f. 10. nóvember 1907, d. 12. nóvember 1996, Eggertsson bónda í Vestri-Leirárgörðum í Leirársveit í Borgarfirði, Gíslasonar og kona Gunnars, Þrúður húsfreyja, f. 2. janúar 1907, d. 21. október 2001, Guðmundar kennara Jónssonar.
Barn þeirra: Gunnar, f. 17. jan. 1971.


Heimildir

  • Kennaratal á Íslandi. Reykjavík: Prentsmiðjan Oddi H.F., 1958-1988.
  • Gylfi Guðnason, munnl. heimild.
  • Pers.