„Hörður Smári Þorsteinsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Hörður Smári Þorsteinsson''' bifreiðasmíðameistari fæddist 3. maí 1952 og lést 18. júní 2025.<br> Foreldrar hans Júlía Matthíasdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1907, d. 19. janúar 1991, og maður hennar Þorsteinn Lúther Jónsson prestur, f. 9. júlí 1906, d. 4. október 1979. Hörður Smári var meistari í bifreiðasmíði að mennt og vann að mestu við það sinn starfsaldur, ásamt því að vera staðaru...)
 
m (Verndaði „Hörður Smári Þorsteinsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))

Útgáfa síðunnar 27. desember 2025 kl. 17:04

Hörður Smári Þorsteinsson bifreiðasmíðameistari fæddist 3. maí 1952 og lést 18. júní 2025.
Foreldrar hans Júlía Matthíasdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1907, d. 19. janúar 1991, og maður hennar Þorsteinn Lúther Jónsson prestur, f. 9. júlí 1906, d. 4. október 1979.

Hörður Smári var meistari í bifreiðasmíði að mennt og vann að mestu við það sinn starfsaldur, ásamt því að vera staðarumsjónarmaður á Hólum í Hjaltadal, starfsmaður hjá útfaraþjónstu kirkjugarða Reykjavíkur og svo stunda kennslu í bifreiðasmíði við Borgarholtsskóla.

Börn, kjörbörn Júlíu og Þorsteins:
1. Hjördís Þorsteinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. nóvember 1938. Maður hennar var Jóhannes Ögmundsson, látinn.
2. Hörður Smári Þorsteinsson bifreiðasmiður, f. 3. maí 1952, d. 18. júní 2025. Kona hans Guðrún Tryggvadóttir.

Þau Guðrún giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Harðar Smára, (1978), er Guðrún Tryggvadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. desember 1951. Foreldrar hennar Ingibjörg Pálsdóttir, f. 3. maí 1919, d. 18. apríl 2008, og Tryggvi Tómasson, f. 14. apríl 1928, d. 5. nóvember 1999.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Harðardóttir, f. 2. mars 1973.
2. Helga Harðardóttir, f. 1. júlí 1977.
3. Þóra Steinunn Harðardóttir, f. 15. september 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.