„1973 Allir í bátana/Frásagnir, greinar og viðtöl tengd Heimaeyjargosinu/Ægir Breiðfjörð Jóhannsson Noregsferð 1973“: Munur á milli breytinga
(mynd) |
Ekkert breytingarágrip |
||
| Lína 15: | Lína 15: | ||
Hövringen liggur upp af norðanverðum Guðbrandsdal og höfðu bændur í dalnum mikla selstöðu þar frá gamlli tíð. Í kringum 1880 fara ferðamenn fyrst að sækja í þetta svæði og í dag er Hövringen fyrst og fremst ferðamanna svæði og aðal aðkoman að Rondane þjóðgarðinum, fyrsta þjóðgarði í Noregi sem stofnað var til árið 1962. Í Hövringen er að finna allskyns gistimöguleika, allt frá smákofum og svefnpokaplássum upp í fjallaskála og hótel. Þar er einnig mikill fjöldi sumarhúsa í einkaeign. | Hövringen liggur upp af norðanverðum Guðbrandsdal og höfðu bændur í dalnum mikla selstöðu þar frá gamlli tíð. Í kringum 1880 fara ferðamenn fyrst að sækja í þetta svæði og í dag er Hövringen fyrst og fremst ferðamanna svæði og aðal aðkoman að Rondane þjóðgarðinum, fyrsta þjóðgarði í Noregi sem stofnað var til árið 1962. Í Hövringen er að finna allskyns gistimöguleika, allt frá smákofum og svefnpokaplássum upp í fjallaskála og hótel. Þar er einnig mikill fjöldi sumarhúsa í einkaeign. | ||
[[Mynd:Fjellskolen-sommer-hulderheim-og-trollstua.jpg|thumb|400 px| | [[Mynd:Fjellskolen-sommer-hulderheim-og-trollstua.jpg|thumb|400 px|Fjellskolen í Hövringen Hulderheim og Trollstua]] | ||
==Fjellskolen í Hövringen== | |||
Fjellskolen í Hövringen Hulderheim og Trollstua (http://www.rondeheim.no) | Fjellskolen í Hövringen Hulderheim og Trollstua (http://www.rondeheim.no) | ||
| Lína 23: | Lína 24: | ||
Við vorum ekki einu krakkarnir þarna í búðunum og voru norskir jafnaldrar okkar þarna í öðrum skálum, en ekki man ég hversu margir skálarnir voru. | Við vorum ekki einu krakkarnir þarna í búðunum og voru norskir jafnaldrar okkar þarna í öðrum skálum, en ekki man ég hversu margir skálarnir voru. | ||
Í Hulderheim skálanum , var aðalmatsalurinn fyrir búðirnar, og þar var allur matur framreiddur fyrir okkur. Maturinn var fínn og vel úti látinn, en nokkurn tíma tók að venjast matmálstímunum, sem voru nokkuð frábrugðnir því sem að við áttum að venjast. Borðaður var morgunmatur um kl:09:00 og síðan ekkert fyrr en kl:18:00, en þá var kvöldverðurinn. Við krakkarnir sem vorum vön því að fá að éta á 2 tímafresti , vorum því glorhungruð fyrstu dagana, á meðan við vorum að átta okkur á því að það var gert ráð fyrir því að við smyrðum okkur nesti í morgunmatnum til að grípa í um miðjan daginn. Eftir að við fórum að venja okkur á að smyrja nóg af nesti hresstumst við heldur og tókum gleði okkar að nýju. | Í Hulderheim skálanum , var aðalmatsalurinn fyrir búðirnar, og þar var allur matur framreiddur fyrir okkur. Maturinn var fínn og vel úti látinn, en nokkurn tíma tók að venjast matmálstímunum, sem voru nokkuð frábrugðnir því sem að við áttum að venjast. Borðaður var morgunmatur um kl:09:00 og síðan ekkert fyrr en kl:18:00, en þá var kvöldverðurinn. Við krakkarnir sem vorum vön því að fá að éta á 2 tímafresti , vorum því glorhungruð fyrstu dagana, á meðan við vorum að átta okkur á því að það var gert ráð fyrir því að við smyrðum okkur nesti í morgunmatnum til að grípa í um miðjan daginn. Eftir að við fórum að venja okkur á að smyrja nóg af nesti hresstumst við heldur og tókum gleði okkar að nýju. | ||
Núverandi breyting frá og með 21. september 2025 kl. 21:09
Ægir Breiðfjörð Jóhannsson
Noregsferð 1973

Vorið 1973 tók norski Rauði krossinn þá höfðinglegu ákvörðun, að bjóða til Noregs, öllum börnum fæddum 1958-1965, sem búsett höfðu verið í Vestmannaeyjum, þegar Heimaeyjargosið hófst í janúar það ár. Þegar fréttist af þessu boði, vorum við bræðurnir, Heimir fæddur 1959, Ægir (ég) fæddur 1961, og Steinþór fæddur 1962 , sem vorum á tilskildum aldri, staðráðnir í að þiggja boðið , og gengu foreldrar okkar í að skrá okkur til leiks. Þegar þarna var komið sögu , bjuggum við í Stykkishólmi, en foreldrar okkar Elín Sóley Sigurðardóttir og Jóhann Hergils Steinþórsson, voru bæði Breiðfirðingar sem flutt höfðu til Vestmannaeyja á fiskileysis árunum milli 1950-60 . Í Stykkishólmi vorum við fyrst til húsa hjá móður foreldrum okkar að Víkurgötu 5, en síðan í svokölluðu Norskahúsi sem nú hýsir Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla. Héraðsnefnd Snæf og Hnapp , hafði þá nýverið eignast húsið og var endurgerð þess hafin. Voru þær framkvæmdir stöðvaðar og innréttaðar á efri hæð 2 bráðabirgða íbúðir fyrir fjölskyldur úr Vestmannaeyjum. Í Stykkishólmi var á þessum tíma mikill uppgangur í veiðum og vinnslu á Hörpudiski, og hver einasta kompa nýtt til íbúðar af aðkomufólki , og því lítið svigrúm til að taka við stórum hópum af húsnæðislausu fólki, en alls fluttu 6 Vestmannaeyjafjölskyldur til Stykkishólms þá um veturinn, en einungis 2 þeirra ílentust. Þegar svör bárust frá Norska Rauða krossinum, kom í ljós að við bræðurnir færum ekki allir í sömu ferðina, Heimir fór með hóp sem hafði aðsetur í Gjövik , en við Steini , vorum sendir fram á fjall í sumarbúðir Fjellskolen í Hövringen , upp í Dovrafjöllum milli Guðbrandsdals og Þrándheims.

Haldið var í ferðina um miðjan júlí. Ekki man ég nú sérstaklega eftir suður ferðinni, eða ferðinni til Keflavíkur. Það hefur væntanlega verið haldið til Reykjavíkur daginn fyrir brottafarardag og gist hjá ættingjum og síðan farið með flugrútunni út í Keflavík. Þá var gamla flugstöðin en þá í notkun og var gengið um borði í flugvélina sem var „Rolls Royce“ þota, upp stiga af flugbrautinni. Ég man ekki betur en að flugferðin hafi farið friðsamlega fram, þó að margur æringinn væri í þessum hóp. Sennilega voru flestir búnir að fá fyrirlestur hjá foreldrum sínum um að vera nú landi og þjóð til sóma (svona einu sinni).
Það var mikill spenningur í vélinni þegar við fórum að sjá niður á Oslóarfjörðinn og til lands í höfuðstað Noregs. Flugvélin lennti á Fornebu flugvelli, og stoppaði við lítinn steyptan skúr lengst úti á flugbrautinni. Starfsmaður rauðakrossins kom um borði í flugvélina til að fylgja hópnum inn. Við gengum niður landganginn og var öllum vísað inn í skúrinn. Við skildum ekkert í því hvað við áttum að gera í þessum skúr, en fljótlega kom í ljós að úr honum lágu tröppur niður í undirgang sem lá undir flugbrautina og inn í flugstöðvar bygginguna, en þar var fyrir stærri móttökunefnd af fylgdarmönnum og bílstjórum.
Síðan var hópnum komið í langferðabíl og ekið sem leið lá upp í Guðbrandsdal, um Hamar og Hönefoss, Lillehammer og Otta. Ég man eftir því að það vakti mikla furðu og kátínu þegar ekið var um sveitirnar í Guðbrandsalnum, að frændur vorir Norðmenn hengdu heyið út á snúru til að þurrka það. Þetta höfðum við ekki séð áður og hlógum mikið að. Einnig vöktu „hytturnar“ mikla athygli, bjálkahús sem byggð voru á staurum í nánast ókleyfum bratta sumstaðar, svo að jafnvel eyjapeyjum þótti nóg um. Að áliðnum degi komum við til áfangastaðarins í Hövringen.
Hövringen liggur upp af norðanverðum Guðbrandsdal og höfðu bændur í dalnum mikla selstöðu þar frá gamlli tíð. Í kringum 1880 fara ferðamenn fyrst að sækja í þetta svæði og í dag er Hövringen fyrst og fremst ferðamanna svæði og aðal aðkoman að Rondane þjóðgarðinum, fyrsta þjóðgarði í Noregi sem stofnað var til árið 1962. Í Hövringen er að finna allskyns gistimöguleika, allt frá smákofum og svefnpokaplássum upp í fjallaskála og hótel. Þar er einnig mikill fjöldi sumarhúsa í einkaeign.

Fjellskolen í Hövringen
Fjellskolen í Hövringen Hulderheim og Trollstua (http://www.rondeheim.no)
Okkur Eyjakrökkunum hafði verið fundið pláss í „Fjellskolen“ í Hövringen, en það eru sumarbúðir fyrir börn á grunnskólaaldri þar sem lögð er áhersla á að kenna börnunum ýmsa nauðsinlega hluti um náttúruna, útivist og ferðalög. Þegar komið var í hlað og búið að afferma rútuna , var gengið í halarófu yfir litla göngubrú af bílastæðinu og heim að gistiskálunum. Húsin þarna eru er útlitslega í stíl við gömlu selin „Hytturnar“ á heiðinni, bjálkahús með torfþaki, þó sum þeirra séu greinilega nýleg, reist á steinsteyptum kjöllurum og með nýmóðins gluggasetningu. Þegar komið er yfir göngubrúna, er „Hulderheim“ skálinn beint á móti, en á hægri hönd liggur stígur upp að „Trollstua“ skálanum. Í Trollstua skálanum gistum við og höfðum daglegt aðsetur. Trollstua er á tveimur hæðum, neðri hæðin steinsteypt , og efrihæðin úr bjálkum með torfþaki. Við strákarnir gistum á efri hæðinni , 4 í herbergi með kojum ef að ég man rétt. Vorum við Steini bróðir saman í herbergi ásamt þeim bræðrum Ívari og Óla Darra Andrasonum Hrólfssonar, en talsverður samgangur hafði verið á milli okkar síðustu árin í eyjum, og vorum við vinir og leikfélagar. Á neðri hæðinni voru stelpurnar til húsa, þar voru einnig öll bað og salernisaðstaða ásamt dagstofusal, en þar fór fram ýmis kennsla og voru haldnar kvöldvökur. Við vorum ekki einu krakkarnir þarna í búðunum og voru norskir jafnaldrar okkar þarna í öðrum skálum, en ekki man ég hversu margir skálarnir voru. Í Hulderheim skálanum , var aðalmatsalurinn fyrir búðirnar, og þar var allur matur framreiddur fyrir okkur. Maturinn var fínn og vel úti látinn, en nokkurn tíma tók að venjast matmálstímunum, sem voru nokkuð frábrugðnir því sem að við áttum að venjast. Borðaður var morgunmatur um kl:09:00 og síðan ekkert fyrr en kl:18:00, en þá var kvöldverðurinn. Við krakkarnir sem vorum vön því að fá að éta á 2 tímafresti , vorum því glorhungruð fyrstu dagana, á meðan við vorum að átta okkur á því að það var gert ráð fyrir því að við smyrðum okkur nesti í morgunmatnum til að grípa í um miðjan daginn. Eftir að við fórum að venja okkur á að smyrja nóg af nesti hresstumst við heldur og tókum gleði okkar að nýju.

Niðri við veginn var smá verslun, með helstu nauðsynjar fyrir norska sumarhúsabúa. Þar var hægt að fá eitthvað af sælgæti og gosi og lifðum við sælgætisfíklarnir á því framan af. Þarna varð ég fyrir þeirri opinberun að sjá í fyrsta skipti líters Kókflösku úr gleri með skrúfuðum tappa og var það mikil upplifun fyrir mig og aðra þá í hópnum sem elskir voru að gosdrykkjum. Í þessari sjoppu fengust einnig minjagripir, og keypti ég allavega 2, litla eftirlíkingu af seli, sem var ætlað undir eldspítur og örlitla blámálaða kistu merkta Hövringen. Eldspítnahúsinu er ég búinn að glata, en kistan er nú í eigu byggðasafnsins í Vestmannaeyjum. Í þessari sjoppu var líka spilakassi með norskum krónupeningum af þeirri gerð sem kallaðir voru tíkallakassar á Íslandi, sennilega frá norska Rauðakrossinum. Það er skömm frá því að segja að einhverjir uppáfinningasamir peyjar komust að því að íslenskir tíkallar pössuðu í kassann og fóru þarna fram allmikil gjaldeyrisviðskipti, meðan að íslenskir tíkallar entust. Þetta kunna einhverjum að þykja þunnar þakkir til norska rauðakrossins, en strákar verða nú alltaf strákar sama hvernig viðrar. Eins og áður greinir var megin þema Fjellskolen, og er enn, útivist og allt sem henni tengist. Dagskráin fyrir okkur eyjakrakkana byggði að mestu á á hinni föstu dagskrá Fjellskolen, sem byggði á kennslu og síðan verkefnum í hinum ýmsustu þáttum útivistar og náttúruskoðunar. Um kennsluna og reyndar allt utanum hald um hópinn sáu tveir norðmenn, kona og karl, þau Randi Leikanes og Kaj Brand. Ekki man ég lengur hvort einhver íslenskur fylgdarmaður eða túlkur var með hópnum, en minnir að svo hafi ekki verið. Það sem kennt var og ég man helst eftir er eftir farandi, Ferðaundirbúningur-Notkun á korti og kompás- Ratleikur-hjálp í viðlögum -steinasöfnun, dýralíf og gróðurfar. Kennslan fór fram í dagstofunni í Trollstua og síðan var krökkunum skipt upp í hópa, til að leysa verkefni. Meðlimir þess hóps sem náði bestum árangri í hveju verkefni fengu síðan afhent „Diploma“ í verðlaun. Við herbergisfélagarnir vorum saman í hóp ásamt fleirum, og voru að mig minnir í þeim hóp einhverjar af bekkjarsystrum mínum úr 5 S.J.Ó. Eftir að kennsla á kort og kompás hafði farið fram, var verkefnið heljarmikill ratleikur „oriantering“ sem gekk út á það að hópunum var ekið á mismunandi staði á heiðinni. Síðan var tekinn uppgefin stefna og þrammað af stað. Þegar komið var í punktinn sem að var á staur inni í skóginum, biðu þar þrjár spurningar sem þurfti að svara , áður en stefnana var tekin í næsta staur. Svona gekk þetta síðan koll af kolli þar til komið var heim í hús. Mínum hóp gekk vel í þessu og fór svo að við unnum, fórum hratt yfir, fundum alla staurana og svöruðum flestum spurningum rétt.

Sama var upp á teningnum eftir kennslu í hjálp í viðlögum. Þá var okkur ekið út á heiðina með kort og kompás og einhvern skyndihjálparbúnað í hinum ómissandi bakpoka. Við röktum okkur áfram eftir korti og áttavita og svöruðum spurningum um skyndihjálp, sem lagðar voru fyrir á staurunum. Þegar komið var heim undir búðirnar gengum við síðan fram á einn eyjapeyjann liggjandi í grasinu og var nældur á hann miði með upplýsingum um það hvað að honum væri. Einnig stóð á miðanum að, þegar við værum búin að veita honum fyrstu hjálp, yrðum við að koma honum hjálparlaust heim í skála. Við gengum í þetta. Á meðan að hluti hópsins bjó um sárin, fórum við nokkrir og skárum greinar og hnýttum saman sjúkrabörur með spottum sem voru í bakpokanum. Síðan bárum við peyjann heim í skála og lönduðum en einu „Diploma“ aðallega út á sjúkrabörurnar held ég. Ég man minna eftir annarri kennslu og verkefnum. Þó man ég eftir því að ég varð um tíma forfallinn steinasafnari og endaði það þannig að ég fór með allavega 2 kíló af allskonar bergfyllingum með mér heim í farangrinum. Aðra daga var farið í ferðir. Ég man eftir gönguferð á heiðinni sem endaði með því að byggður var bálköstur og nestið snætt þar. Við höfðum fengið með okkur kaldar kjötbollur sem okkur þóttu frekar ókræsilegar, en urðu hið mesta lostæti þegar kennararnir voru búnir að sýna okkur hvernig átti að hita bollurnar með því að stinga þeim upp á viðarteinung og halda þeim inni í eldinum þar til fitan í kjötinu fór að snarka í hitanum. Einnig var farið í lengri ferðir. Ég man sérstaklega eftir ferð til Lillehammer, þar sem við fengum að skoða gosdrykkaverksmiðju sem var í brugghúsi í borginni. Einnig var farið i sund í sundlaug í kjallaranum á einhverju hóteli. Ég man ekki lengur hvort það var í sömu ferðinni, og ekki heldur hvort það var í Lillehammer eða Otta. Við höfðum líka frjálsan tíma á hverjum degi og vorum þá oft niðri við á sem rennu í gljúfri þarna skammt frá. Á einum stað við ána voru gamlir steyptir brúarsporðar , en brúin sjálf farin . Einhverra hluta vegna sóttum við krakkarnir í mínum hóp þangað ef við vildum vera út af fyrir okkur. Í þessum frjálsu tímum umgengust við norsku krakkana dálítið, en mis mikið þó. Einhverjar fótboltakeppinir voru í gangi á milli eyjapeyjanna og norskustrákanna, en það var aldrei mín sterka hlið. Ég hef alltaf átt frekar auðvelt með að tileinka mér tungumál og átti tiltölululega auðvelt með að skilja norskuna og gera mig skiljanlegan með Andésar Andar dönsku. Ég man sérstaklega eftir samskiptum við tvo bræðrum, Eivind og Birger. Við skiptumst á heimilisföngum og áttum í einhverjum skammvinum bréfaskriftum síðar.

Á kvöldin voru kvöldvökur í dagstofunni í Trollstuen, og minnir mig að hópunum hafi verið sett fyrir að sjá um skemmtiatriði til skiptis. Það var sungið mikið, meðal annars eins konar einkennissöngur búðanna „Heija Hövringen“. Farið í leiki og sagðir aulabrandarar. Ég man sérstaklega eftir einu kvöldi, en þá var haldin svona grín tískusýning. Þegar nokkuð var liðið á sýninguna gekk í salin fríðleiksstelpa í bleikum náttkjól. Það sló þögn á hópinn í dagstofunni því að það þekkti enginn þessa stelpu sem þarna var komin. Fljótlega kom þó í ljós við mikinn fögnuð hverskyns var. Stelpurnar höfðu nefnilega tekið Steinþór bróðir minn sem var grannvaxinn og snoppufríður, með fínlegt sítt bítlahár, klætt hann í bleikan náttkjól og greitt honum í stíl, með þessari velheppnuðu útkomu.
Það eina sem ég man eftir heimferðinni er það að þegar við komum til Oslo, var okkur boðið í pylsu partý, niðri við einhverja skemmtibátahöfn og það er eins og mig minni að það hafi verið á vegum Íslenska sendiráðsins. Þarna niðri við höfnina var margt forvitnilegt , tollarabátar, stórir björgunar hraðbátar og og litla sjóflugvélar bundin við bryggju.
Í Stykkishólmi haustið 2013
Ægir Breiðfjörð Jóhannsson
Heimildir