„Andreas August von Kohl“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 19: Lína 19:
* [[Guðlaugur Gíslason]]: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
* [[Guðlaugur Gíslason]]: ''Eyjar gegnum aldirnar''. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.
}}
}}
[[Flokkur:Fólk]]
[[Flokkur:Sýslumenn]]
[[Flokkur:Sýslumenn]]

Útgáfa síðunnar 18. júní 2007 kl. 10:25

Framhlið á leiði hans; þar stendur:
Þó fjarri ættjörð
og frænda ranni
legstað hlýtt
að loknu skeiði.
Skýrleik og hugmóð
skærum búinn
og minnast mætri
sér minning reisti.
Bakhliðin á leiði hans; þar stendur:
Stein þennan reistu
Vestmannaeyingar í virðingar
og þakklætisskyni

Andreas August von Kohl (f. 18. júlí 1815, d. 22. janúar 1860), sýslumaður Vestmannaeyja 1853 til 1860. Kapteinn Kohl, eins og hann var almennt kallaður af Vestmannaeyingum, meðan hann dvaldi þar var danskur að ætt og uppruna. Hann var fæddur í Rönne á Borgundarhólmi árið 1814. Hann tók kandidatspróf í lögfræði frá háskólanum í Kaupmannahöfn 1839, og varð aðstoðarmaður í íslenskustjórnardeildinni í Kaupmannahöfn, en fékk vorið 1853 veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu, sem hann hélt til æviloka síðari hluta árs 1860. Kapteinn Kohl lét sér mjög annt um félags- og framfaramál Eyjanna þann stutta tíma, sem hann dvaldi hér. Stofnaði Herfylkinguna, sem er sérstakt fyrirbæri í íslensku þjóðlífi. Hann er talinn fyrsti bindindisfrömuðurinn hér í Eyjum. Lét vegabætur til sín taka. Gekkst fyrir því að ruddur var vagnfær vegur í Herjólfsdal og endurbættar brautirnar upp fyrir Hraun og að Vilborgarstöðum og flutti inn fyrsta vagninn, sem til Vestmannaeyja kom.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.