Spjall:Andreas August von Kohl

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Letrið á steininum er löngu orðið máð og erfitt að lesa. Ég er sannfærður um að í vísunni sem birt er undir myndinni í greininni er feillestur.

Þó fjarri ættjörð
og frænda ranni
legstað hlýtt
að loknu skeiði.
Skýrleik og hugmóð
skærum búinn
og minnast mætri
sér minning reisti.

Það getur ekki hugsast að þarna eigi að standa 'legstað hlýtt'.
Aðeins eitt getur komið til greina að mínu mati. Í stað 'hlýtt' mun eiga að standa 'hlyti'. Þá væri vísan svona og er þá allt í einu orðin skiljanleg:

Þó fjarri ættjörð
og frænda ranni
legstað hlyti
að loknu skeiði.
Skýrleik og hugmóð
skærum búinn
og minnast mætri
sér minning reisti.

8. apríl 2015 Magnús Ó. Ingvarsson