„Heimir Freyr Geirsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Heimir Freyr Geirsson''', sjómaður fæddist 1. júní 1963.<br> Foreldrar hans Geir Grétar Pétursson, sjómaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, verkamaður, f. 14. apríl 1937, d. 1. september 2015, og kona hans Kristín Anna Baldvinsdóttir, húsfreyja, verkakona, dagmóðir, f. 20. ágúst 1938, d. 26. ágúst 2009. Börn Kristínar Önnu og Geirs Grétars:<br> 1. Valur Smári Geirsson sjómaður, f. 18. september 1957, fórst með Hellisey VE 11. mars 1...)
 
m (Verndaði „Heimir Freyr Geirsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 26. október 2024 kl. 14:13

Heimir Freyr Geirsson, sjómaður fæddist 1. júní 1963.
Foreldrar hans Geir Grétar Pétursson, sjómaður, útgerðarmaður, fiskverkandi, verkamaður, f. 14. apríl 1937, d. 1. september 2015, og kona hans Kristín Anna Baldvinsdóttir, húsfreyja, verkakona, dagmóðir, f. 20. ágúst 1938, d. 26. ágúst 2009.

Börn Kristínar Önnu og Geirs Grétars:
1. Valur Smári Geirsson sjómaður, f. 18. september 1957, fórst með Hellisey VE 11. mars 1984. Sambúðarkona hans Linda Sigurborg Aðalbjörnsdóttir.
2. Grétar Pétur Geirsson bókari, f. 24. september 1958. Barnamóðir hans Guðrún Guðfinnsdóttir. Fyrrum sambúðarkona hans Laufey Þ. Ólafsdóttir. Sambúðarkona Brynhildur Fjölnisdóttir.
3. Steindór Guðberg Geirsson sjómaður, f. 26. desember 1961, drukknaði, er hann tók út af togaranum Klakki 1. október 1978.
4. Heimir Freyr Geirsson sjómaður, f. 1. júní 1963. Fyrrum sambúðarkona hans Eygló Guðmundsdóttir. Sambúðarkona hans Margrét Þ. Sverrisdóttir.
5. Sævar Helgi Geirsson umsjónarmaður, f. 18. október 1966. Fyrrum sambúðarkona Jóhanna B. Halldórsdóttir.
6. Anna Lea Geirsdóttir starfsmaður á sjúkrahúsi, f. 13. febrúar 1980. Barnsfaðir hennar Alex Þorsteinsson.
Barn Önnu Kristínar fyrir hjónaband:
7. Sveinn Guðfinnur Ragnarsson verkamaður, f. 4. janúar 1956, d. 26. febrúar 2003. Barnsmæður hans Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, Sjöfn Garðarsdóttir og Sigríður Bergdís Magnúsdóttir.

Þau Eygló hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Margrét hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman. Þau skildu.
Heimir Freyr býr á Ásbrú.

I. Fyrrum sambúðarkona Heimis Freys er Eygló Guðmundsdóttir, frá Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, húsfreyja, aðstoðarkona tannlæknis, f. 17. apríl 1956.
Börn þeirra:
1. Valur Smári Heimisson, f. 17. mars 1987 í Rvk.
2. Sæþór Freyr Heimisson, f. 15. febrúar 1991 í Eyjum.

II. Fyrrunm sambúðarkona Heimis er Margrét Þuríður Sverrisdóttir, f. 27. desember 1973. Foreldrar hennar Sverrir Jón Kristjánsson, f. 4. desember 1942, og Þórdís Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 29. september 1943.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.