„Gunnar Kristinn Gunnarsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Gunnar Kristinn Gunnarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 9: Lína 9:
Þau Sigrún Inga giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk og við [[Brimhólabraut]] í Eyjum.
Þau Sigrún Inga giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk og við [[Brimhólabraut]] í Eyjum.


I. Kona Gunnars er [[Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir]], húsfreyja, stúdent, bókavörður, f. 7. júlí 1954.<br>
I. Kona Gunnars er [[Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir (Skuld)|Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir]], húsfreyja, stúdent, bókavörður, f. 7. júlí 1954.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[María Kristín Gunnarsdóttir]], f. 28. ágúst 1974. Sambúðarmaður hennar Atli Þór Þórsson.<br>
1. [[María Kristín Gunnarsdóttir]], f. 28. ágúst 1974. Sambúðarmaður hennar Atli Þór Þórsson.<br>

Núverandi breyting frá og með 17. september 2024 kl. 15:09

Gunnar Kristinn Gunnarsson.

Gunnar Kristinn Gunnarsson, fæddist 21. febrúar 1950 og lést 4. september 2024 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Gunnar Kristinsson, með meistararéttindi í glerslípun og rammagerð, verslunar- og sölumaður í Rvk, f. 5. október 1917, d. 21. október 2004, og Þórunn Anna María Tryggvadóttir, húsfreyja, tannsmíðameistari, f. 17. nóvember 1917, d. 28. apríl 2007.

Gunnar var viðskiptafræðingur, vann lengi hjá Vífilfelli og Olís, framkvæmdastjóri Skjúkrahússins í Eyjum.
Hann lagði ávallt mikla stund á félagsstörf innan íþróttahreyfingarinnar, fyrst hjá Þrótti en síðar hjá Handknattleikssambandi Íslands, Golfklúbbi Vestmannaeyja og Golfsambandi Íslands. Sat hann í stjórn handknattleiksdeildar Þróttar til margra ára, í stjórn HSÍ 1980-1984 og 1987-1992, í stjórn GV 1996-2000 og í stjórn GSÍ 2001-2019. Hlaut hann gullmerki HSÍ, GSÍ og ÍSÍ og silfurmerki ÍBV. Gunnar starfaði sem alþjóðlegur eftirlitsdómari hjá Evrópska handknattleikssambandinu (EHF) á árunum 1993-2018 og hlaut í kjölfarið gullmerki EHF.

Þau Sigrún Inga giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Rvk og við Brimhólabraut í Eyjum.

I. Kona Gunnars er Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, húsfreyja, stúdent, bókavörður, f. 7. júlí 1954.
Börn þeirra:
1. María Kristín Gunnarsdóttir, f. 28. ágúst 1974. Sambúðarmaður hennar Atli Þór Þórsson.
2. Gunnar Geir Gunnarsson, f. 18. ágúst 1976. Kona hans Fríða Björk Arnardóttir.
3. Inga Lilý Gunnarsdóttir, f. 7. september 1977. Maður hennar Hilmar Örn Þórlindsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.