„Eðvarð Þór Jónsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Eðvarð Þór Jónsson''', matsveinn fæddist 8. júní 1944 í Reykjavík.<br> Foreldrar hans Jón Valgeir Ólafsson, sjómaður á Eyrarbakka, f. 22. janúar 1915, d. 3. desember 2003, og barnsmóðir hans Sigríður Lilja Guðlaugsdóttir, frá Fellskoti í Biskupstungum, f. 25. október 1912, d. 7. ágúst 1991. Eðvarð Þór var með móður sinni í Fellskoti, í Hveragerði, Reykjavík og á Reykjalundi.<br> Hann var matsveinn á bátum, 7 ár á Herjólfi, 25 á...)
 
m (Verndaði „Eðvarð Þór Jónsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 5. júní 2024 kl. 16:26

Eðvarð Þór Jónsson, matsveinn fæddist 8. júní 1944 í Reykjavík.
Foreldrar hans Jón Valgeir Ólafsson, sjómaður á Eyrarbakka, f. 22. janúar 1915, d. 3. desember 2003, og barnsmóðir hans Sigríður Lilja Guðlaugsdóttir, frá Fellskoti í Biskupstungum, f. 25. október 1912, d. 7. ágúst 1991.

Eðvarð Þór var með móður sinni í Fellskoti, í Hveragerði, Reykjavík og á Reykjalundi.
Hann var matsveinn á bátum, 7 ár á Herjólfi, 25 ár á Sjúkrahúsinu.
Þau Sigrún giftu sig 1970, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Sóleyjargötu 5, síðar á Hrauntúni 61.
Sigrún lést 1996.
Þau Þórdís héldu vináttu, höfðu ekki sambúð.
Hún lést 2020.
Eðvarð Þór býr í Baldurshaga við Vesturveg 5.

I. Kona Eðvarðs Þórs, (12. september 1970), var Jóna Sigrún Símonardóttir, húsfreyja, f. 15. ágúst 1945, d. 11. nóvember 1996.
Börn þeirra:
1. Símon Þór Eðvarðsson, f. 29. nóvember 1968. Kona hans Elín Sigríður Björnsdóttir.
2. Sigurjón Eðvarðsson, f. 14. desember 1970. Sambúðarkona hans Elísa Kristmannsdóttir.

II. Vinkona Eðvarðs Þórs var Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir frá Raufarhöfn, húsfreyja, verkakona, matráðskona, f. 10. september 1936, d. 22. júní 2020 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.