Þórdís Sigfúsdóttir (Birkihlíð)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir.

Þórdís Vilborg Sigfúsdóttir frá Raufarhöfn, húsfreyja, verkakona, matráðskona fæddist 10. september 1936 í Bergholti þar og lést 22. júní 2020 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigfús Kristjánsson frá Rifi á Melrakkasléttu, f. þar 31. júlí 1896, d. 10. júní 1968, og Sigríður Sveinbjörnsdóttir frá Þórshöfn, f. þar 30. maí 1914, d. 18. janúar 1997.

Þórdís var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en um fermingu var hún lögð inn á Kristnesspítala í Eyjafirði vegna berklaveiki. Hún var flutt í endurhæfingu á Reykjalund 1953.
Í Eyjum vann Þórdís við fiskiðnað, á saumastofu og í eldhúsi Sjúkrahússins, en að síðustu vann hún í athvarfi barnaskólans, var þar matráðskona..
Þau Richard kynntust á Reykjalundi, giftu sig 1963, eignuðust tvö börn.
Þau fluttu til Eyja, bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 18, síðan í Hvíld við Faxastíg 14, og í Birkihlíð 1 við Gos 1973 og síðan.
Richard lést 2009.
Þau Eðvarð hófu sambúð, bjuggu í Baldurshaga við Vesturveg 5.
Þórdís lést 2020.

I. Maður Þórdísar Vilborgar, (7. desember 1963), var Richard Björgvin Þorgeirsson umboðsmaður, f. 4. desember 1928, d. 19. janúar 2009.
Börn þeirra:
1. Hlynur Geir Richardsson, f. 7. desember 1958. Kona hans Þórunn Jónsdóttir.
2. Þorgeir Richardsson, f. 26. apríl 1964. Kona hans Þórdís Sigurjónsdóttir.

II. Vinur Þórdísar var Eðvarð Þór Jónsson, f. 8. júní 1944.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Garður.is.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 7. júlí 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.