„Guðmundur Sigurþórsson (verkfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Guðmundur Sigurþórsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. maí 2024 kl. 13:15

Guðmundur Sigurþórsson.

Guðmundur Sigurþórsson frá Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8, verkfræðingur fæddist 17. nóvember 1943.
Foreldrar hans voru Sigurþór Halldórsson kennari, f. 22. september 1915, d. 12. maí 2005, og kona hans Kristín Guðmundsdóttir frá Rvk, kennari, húsfreyja, f. 9. maí 1924, d. 23. maí 2020.

Börn Kristínar og Sigurþórs:
1. Guðmundur Sigurþórsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri í Houston, Texas, f. 17. nóvember 1943 á Bakkastíg 8. Kona hans Julia Sigurthorsson.
2. Halldór Ellert Sigurþórsson rafeindavirki, f. 13. maí 1949. Kona hans Sesselja Sigurðardóttir.
3. Gísli Þór Sigurþórsson cand. mag., kennari í Gautaborg, f. 10. janúar 1954. Kona hans Kolbrún Einarsdóttir.
4. Ása Katrín Sigurþórsdóttir sjúkraþjálfari í Ósló, f. 25. apríl 1955. Maður henar Hans Engen.
5. Sóley Björk Sigurþórsdóttir kennari, f. 2. apríl 1958. Maður hennar Einar Óskarsson.

Guðmundur varð stúdent í MA 1962, lauk prófi í byggingaverkfræði í NTH í Þrándheimi í Noregi 1967, prófi í viðskiptafræði í Bedriftsökonomisk Institut í Ósló 1973.
Hann vann almenn byggingaverkfræðistörf hjá Civ.Ing. Holm Holmsen í Larvik í Noregi 1967-1969, starfaði hjá Det norske Veritas frá 1969, var aðstoðarframkvæmdastjóri hjá A/S Computas í Ósló 1969-1970; (dótturfyrirtæki Det norske Veritas) við tölvunýtingu við verkfræði og stjórnunarstörf. Hann stjórnaði flokki ráðgjafa frá ýmsum löndum við upphaf framleiðslu í nýrri skipasmíðastöð í Daewoo í Suður-Kóreu 1970-1980. Hann var framkvæmdastjóri Norður- og Suður-Ameríkudeildar Det norske Veritas í Houstoin í Texas 1981-1988, var framkvæmdastjóri Det norske Veritas Industri, Inc. Houston 1988-1990, ábyrgðarmaður fyrir uppbyggingu á nýjum þjónustugreinum fyrir alþjóðleg viðskipti; með aðsetur í Ósló og Oxford 1991-1993, framkvæmdastjóri Det norske Veritas Industri í Hollandi, Þýskalandi og Belgíu frá 1993 (1996).
Guðmundur var stofnandi og fyrsti formaður ,,Kjartans“, Félags Íslendinga í Þrándheimi 1963-1964, stuðningsmaður Tónlistaráhugasamra unglinga; m.a. formaður Skólahljómsveitar Setre, Noregi 1976-1979, stjórnarmeðlimur Fjerndata A/S, Ósló 1977-1979, í stjórn Norwegian American Chamber of Commerce, South-Western Chapter 1986-1990; varaformaður 1988-1990.
Þau Júlía giftu sig, eignuðust fjögur börn.

I. Kona Guðmundar er Júlía M. T. Sigurthorsson, f. 26. ágúst 1945 í Djakarta. Foreldrar hennar Kim Hong Tan læknir á Englandi og í Indónesíu, f. 1899 í Djakarta, d. 1964 og kona hans Clarice Tan Ellwood, f. 1908 í Berlín, d. 1974.
Börn þeirra:
1. Kristín Marie, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 30. september 1966.
2. Thor Ivar viðskiptafræðingur, f. 19. maí 1970.
3. Thor Andre viðskiptafræðingur, f. 20. nóvember 1972.
4. Victoria Marie, f. 22. febrúar 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.