Sigurþór Halldórsson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurþór Halldórsson.

Sigurþór Halldórsson kennari fæddist 22. september 1915 í Litlu-Skógum í Stafholtstungum, Mýr. og lést 12. maí 2005.
Foreldrar hans voru Halldór Þorbjarnarson bóndi, f. 25. júlí 1877, d. 13. desember 1930, og kona hans Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1877, d. 22. febrúar 1956.

Sigurþór nam í Héraðsskólanum í Reykholti 1935-1936, lauk kennaraprófi 1938.
Hann var kennari í Borgarskólahéraði, Mýr. 1938-1943, í Barnaskólanum í Eyjum 1943-1946 og kenndi jafnframt í Iðnskólanum þar. Hann var skólastjóri barnaskólans á Stokkseyri 1946-1947, kennari í miðskólanum í Borgarnesi 1947-1958, skólastjóri barna- og miðskólans þar frá 1958- 1978, skólastjóri iðnskólans þar frá 1948- 1978.
Sigurþór var skólanefndarmaður í Eyjum 1946, bókavörður Héraðsbókasafns Borgarfjarðar frá 1948-1973, hreppsnefndarmaður Borgarneshrepps frá 1950-1962, oddviti 1950-1958. Hann var formaður stjórnar Hótels Borgarness hf. frá 1950-1977, var í stjórn verkamannabústaða Borgarness 1956-1970, Rauða krossi Íslands 1974-1980, í bygginganefnd Borgarnesshrepps 1970-1978.
Hann reit greinar í blöð og tímarit.
Eftir flutning til Reykjavíkur vann Sigurþór hjá Alþýðublaðinu við prófarkalestur.
Þau Kristín giftu sig 1943, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Stóra-Gjábakka við Bakkastíg 8, er þau eignuðust Guðmund 1943.

I. Kona Sigurþórs, (14. september 1943), var Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 9. maí 1924, d. 23. maí 2020.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Sigurþórsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri í Houston, Texas, f. 17. nóvember 1943 á Bakkastíg 8. Kona hans Julia Sigurthorsson.
2. Halldór Ellert Sigurþórsson rafeindavirki, f. 13. maí 1949. Kona hans Sesselja Sigurðardóttir.
3. Gísli Þór Sigurþórsson cand. mag., kennari í Gautaborg, f. 10. janúar 1954. Kona hans Kolbrún Einarsdóttir.
4. Ása Katrín Sigurþórsdóttir sjúkraþjálfari í Ósló, f. 25. apríl 1955. Maður henar Hans Engen.
5. Sóley Björk Sigurþórsdóttir kennari, f. 2. apríl 1958. Maður hennar Einar Óskarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 20. maí 2005. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.