„Guðrún Birna Kjartansdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Guðrún Birna Kjartansdóttir. '''Guðrún Birna Kjartansdóttir''' frá Hólagötu 32, húsfreyja, stjórnmálafræðingur, náms- og félagsráðgjafi fæddist 17. mars 1978 í Eyjum og lést 29. júlí 2017 á Landspítalanum í Kópavogi.<br> Foreldrar hennar Kjartan Örn Sigurbjörnsson prestur í Eyjum, síðar sjúkrahússprestur, f. 23. október 1948, og kona hans Katrín Þórlindsdóttir|Katr...) |
m (Verndaði „Guðrún Birna Kjartansdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 30. mars 2024 kl. 16:04
Guðrún Birna Kjartansdóttir frá Hólagötu 32, húsfreyja, stjórnmálafræðingur, náms- og félagsráðgjafi fæddist 17. mars 1978 í Eyjum og lést 29. júlí 2017 á Landspítalanum í Kópavogi.
Foreldrar hennar Kjartan Örn Sigurbjörnsson prestur í Eyjum, síðar sjúkrahússprestur, f. 23. október 1948, og kona hans Katrín Guðbjörg Þórlindsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur f. 22. september 1947.
Börn Katrínar og Kjartans:
1. Þórlindur Kjartansson ráðgjafi, aðstoðarmaður ráðherra, f. 7. júlí 1976. Kona hans Ingunn Hafdís Hauksdóttir.
2. Guðrún Birna Kjartansdóttir náms- og starfsráðgjafi, f. 17. mars 1978, d. 29. júlí 2017. Maður hennar Guðmundur Freyr Sveinsson.
Guðrún Birna var með foreldrum sínum í æsku, á Hólagötu í Eyjum, og í Rvk.
Hún varð stúdent í MR 1998, lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði í HÍ 2003 og M.A.-prófi í náms- og félagsráðgjöf í HÍ 2010.
Guðrún Birna vann á auglýsingadeild Morgunblaðsins 2001-2007, var aðstoðarmaður framkvæmdastjóra og síðar verkefnastjóri á Sérfræðisetri í ævilangri náms- og starfsráðgjöf á árunum 2008 til 2012.
Hún var meðhöfundur að ritstýrðum fræðigreinum, sem birtust bæði hér á landi og alþjóðlega.
Guðrún Birna var í forystu fyrir ýmiss konar framþróun á sviði náms- og starfsráðgjafar og sótti ráðstefnur víða og tók þátt í samstarfi Evrópuþjóða á því sviði. Hún var formaður starfshóps um stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf, skipuð af menntamálaráðherra. Hún gegndi og starfi náms- og starfsráðgjafa í Flóaskóla og hjá Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi um skeið.
Hún var virk í ýmiskonar félagsstörfum, sat í stjórn Vöku, félagi lýðræðislegra stúdenta veturinn 2000 til 2001 og í Félagi stjórnmálafræðinga 2009 til 2010.
Þau Guðmundur Freyr hófu sambúð árið 2000, giftu sig 2005, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk og Flóahreppi, bjuggu síðast í Kópavogi .
Guðrún Birna lést 2017.
I. Maður Guðrúnar Birnu, (3. september 2005), er Guðmundur Freyr Sveinsson, stjórnmálafræðingur og með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu, er fyrrverandi skólastjóri, var sérfræðingur hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar, f. 19. júlí 1977 á Akureyri. Foreldrar hans Sveinn Jónasson húsasmíðameistari og fyrrverandi kirkjuvörður í Akureyrarkirkju, f. 30. júlí 1948, og Guðný Anna Theodórsdóttir sjúkraliði, f. 24. ágúst 1947.
Börn þeirra:
1. Kjartan Sveinn Guðmundsson, f. 18. júní 2002.
2. Bjarki Freyr Guðmundsson, f. 18. júlí 2006.
3. Anna Katrín Guðmundsdóttir, f. 26. júní 2011.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Guðrúnar Birnu.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.