„Anna Jónsdóttir (Norðurgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Anna Jónsdóttir''' frá Norður-Vík í Mýrdal, vinnukona í Norðurgarði fæddist 8. febrúar 1813.<br> Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson sýslumaður, f. 1767, d. 27. mars 1820, og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1779. Anna var með foreldrum sínum í Norður-Vík 1816 og enn 1830, var þjónustustúlka á Höfðabrekku þar 1830-1831/4, hjá móður sinni í Norður-Vík 1831/4-1843...)
 
m (Verndaði „Anna Jónsdóttir (Norðurgarði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 20. febrúar 2024 kl. 10:10

Anna Jónsdóttir frá Norður-Vík í Mýrdal, vinnukona í Norðurgarði fæddist 8. febrúar 1813.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson sýslumaður, f. 1767, d. 27. mars 1820, og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1779.

Anna var með foreldrum sínum í Norður-Vík 1816 og enn 1830, var þjónustustúlka á Höfðabrekku þar 1830-1831/4, hjá móður sinni í Norður-Vík 1831/4-1843, var í Holti u. Eyjafjöllum 1843-1844, hjá móður sinni í Norður-Vík 1844-1853/4, var vinnukona á Felli þar 1853/4-1855, fór þá að Seljalandi u. Eyjafjöllum.
Hún kom að Ofanleiti 1859, var vinnukona í Norðurgarði 1860, fór úr Eyjum 1862. Ekki er frekar um hana vitað.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.