Anna Jónsdóttir (Norðurgarði)
Fara í flakk
Fara í leit
Anna Jónsdóttir frá Norður-Vík í Mýrdal, vinnukona í Norðurgarði fæddist 8. febrúar 1813.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson sýslumaður, f. 1767, d. 27. mars 1820, og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1779.
Anna var með foreldrum sínum í Norður-Vík 1816 og enn 1830, var þjónustustúlka á Höfðabrekku þar 1830-1831/4, hjá móður sinni í Norður-Vík 1831/4-1843, var í Holti u. Eyjafjöllum 1843-1844, hjá móður sinni í Norður-Vík 1844-1853/4, var vinnukona á Felli þar 1853/4-1855, fór þá að Seljalandi u. Eyjafjöllum.
Hún kom að Ofanleiti 1859, var vinnukona í Norðurgarði 1860, fór úr Eyjum 1862. Ekki er frekar um hana vitað.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.