„Ólöf Jónína Þórðardóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Ólöf Jónína Þórðardóttir''' vinnukona, húsfreyja fæddist 11. febrúar 1877 í Garðakoti í Mýrdal og lést 5. júní 1969.<br> Foreldrar hennar voru Þórður Sigurðsson, f. 20. janúar 1842, d. 11. febrúar 1901, og kona hans Guðrún Finnsdóttir, húsfreyja í Garðakoti í Mýrdal, síðar í dvöl í Eyjum, f. 25. október 1845, d. 1. apríl 1923 í Eyjum. Ólöf var með foreldrum sínum í Garðakoti til 1897, var...)
 
m (Verndaði „Ólöf Jónína Þórðardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 25. nóvember 2023 kl. 16:25

Ólöf Jónína Þórðardóttir vinnukona, húsfreyja fæddist 11. febrúar 1877 í Garðakoti í Mýrdal og lést 5. júní 1969.
Foreldrar hennar voru Þórður Sigurðsson, f. 20. janúar 1842, d. 11. febrúar 1901, og kona hans Guðrún Finnsdóttir, húsfreyja í Garðakoti í Mýrdal, síðar í dvöl í Eyjum, f. 25. október 1845, d. 1. apríl 1923 í Eyjum.

Ólöf var með foreldrum sínum í Garðakoti til 1897, var vinnukona á Mið-Hvoli í Mýrdal 1897-1898, í Garðakoti þar 1898-1900.
Hún fór til Eyja 1900, var vinnukona á Uppsölum-efri, fór til Reykjavíkur 1902 og var húsfreyja þar.
Þau Páll giftur sig, eignuðust tvö börn.
Páll lést 1945 og Ólöf 1969.

I. Maður Ólafar var Páll Þorkelsson frá Króki í Hraungerðishreppi, Árn., verkamaður, f. þar 1. mars 1878, d. 27. febrúar 1945. Foreldrar hans voru Þorkell Ögmundsson bóndi, f. 31. desember 1839, d. 27. desember 1901, og kona hans Þórunn Siggeirsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1850, d. 22. desember 1917.
Börn þeirra:
1. Þórður Pálsson prentari, f. 20. nóvember 1908, d. 29. september 1985.
2. Gunnþórunn Pálsdóttir, f. 25. júlí 1911, d. 13. febrúar 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.