Ólöf Jónína Þórðardóttir
Ólöf Jónína Þórðardóttir vinnukona, húsfreyja fæddist 11. febrúar 1877 í Garðakoti í Mýrdal og lést 5. júní 1969.
Foreldrar hennar voru Þórður Sigurðsson, f. 20. janúar 1842, d. 11. febrúar 1901, og kona hans Guðrún Finnsdóttir, húsfreyja í Garðakoti í Mýrdal, síðar í dvöl í Eyjum, f. 25. október 1845, d. 1. apríl 1923 í Eyjum.
Börn Guðrúnar Finnsdóttur og Þórðar Sigurðssonar voru:
1. Guðfinna Þórðardóttir húsfreyja í Stórhöfða, f. 4. september 1875, d. 30. nóvember 1959.
2. Ólöf Jónína Þórðardóttir, f. 10. febrúar 1877, d. 5. júní 1969.
3. Sigurður Þórðarson sjómaður, f. 8. apríl 1878, d. 13. september 1954.
4. Ragnhildur Þórðardóttir, f. 27. apríl 1879, d. 6. nóvember 1880.
5. Gísli Þórðarson, f. 8. júlí 1881, fórst 7. apríl 1903 með Orient.
6. Þórður Þórðarson, f. 13. nóvember 1882, fórst með Orient 7. apríl 1903.
7. Ragnhildur Þórðardóttir, f. 4. júlí 1884, d. 30. júlí 1949.
8. Guðmundur Þórðarson, f. 4. mars 1886, fórst með Orient 7. apríl 1903.
9. Finnur Þórðarson, f. 6. ágúst 1892, d. 31. janúar 1985 í Kristiansund.
Ólöf var með foreldrum sínum í Garðakoti til 1897, var vinnukona á Mið-Hvoli í Mýrdal 1897-1898, í Garðakoti þar 1898-1900.
Hún fór til Eyja 1900, var vinnukona á Uppsölum-efri, fór til Reykjavíkur 1902 og var húsfreyja þar.
Þau Páll giftur sig, eignuðust tvö börn.
Páll lést 1945 og Ólöf 1969.
I. Maður Ólafar var Páll Þorkelsson frá Króki í Hraungerðishreppi, Árn., verkamaður, f. þar 1. mars 1878, d. 27. febrúar 1945. Foreldrar hans voru Þorkell Ögmundsson bóndi, f. 31. desember 1839, d. 27. desember 1901, og kona hans Þórunn Siggeirsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1850, d. 22. desember 1917.
Börn þeirra:
1. Þórður Pálsson prentari, f. 20. nóvember 1908, d. 29. september 1985.
2. Gunnþórunn Pálsdóttir, f. 25. júlí 1911, d. 13. febrúar 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.