„Bíó“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 16: | Lína 16: | ||
== Nýja bíó == | == Nýja bíó == | ||
''Sjá aðalgrein: [[Þórshamar (við Vestmannabraut)|Nýja bíó]]'' | |||
[[Mynd:Thorshamar1.JPG|thumb|250px|Nýja-Bíó]] | [[Mynd:Thorshamar1.JPG|thumb|250px|Nýja-Bíó]] | ||
Húsið '''Þórshamar''' stendur við [[Vestmannabraut]] 28. [[Þorsteinn Johnson]] frá [[Jómsborg]] byggði húsið sem var kallað Nýja bíó áður fyrr í daglegu tali. Margs kyns starfsemi var í húsinu, svo sem kvikmyndasýningar og skemmtanir, ásamt verksmiðjurekstri, auk þess sem það var síðar meir notað sem geymsluskemma. Húsið hrundi í gosinu 1973 en var endurbyggt eftir gos og hýsir nú [[Hótel Þórshamar]] og veitingastaðinn Fjóluna. | Húsið '''Þórshamar''' stendur við [[Vestmannabraut]] 28. [[Þorsteinn Johnson]] frá [[Jómsborg]] byggði húsið sem var kallað Nýja bíó áður fyrr í daglegu tali. Margs kyns starfsemi var í húsinu, svo sem kvikmyndasýningar og skemmtanir, ásamt verksmiðjurekstri, auk þess sem það var síðar meir notað sem geymsluskemma. Húsið hrundi í gosinu 1973 en var endurbyggt eftir gos og hýsir nú [[Hótel Þórshamar]] og veitingastaðinn Fjóluna. | ||
Lína 28: | Lína 29: | ||
== Bíósýningarmenn í Vestmannaeyjum. == | == Bíósýningarmenn í Vestmannaeyjum. == | ||
=== Bíó í Gúttó === | === Bíó í [[Gúttó]] === | ||
* Ekki vitað | * Ekki vitað | ||
Lína 58: | Lína 59: | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
* Samantekt [[Brynjúlfur Jónatansson]] | * Samantekt á sýningarstjórum tók [[Brynjúlfur Jónatansson]] | ||
}} | }} | ||
[[Flokkur:Menning]] | [[Flokkur:Menning]] |
Útgáfa síðunnar 28. nóvember 2006 kl. 13:06
Stutt saga Bíóhúsa í Vestmannaeyjum.
Gamla bíó
Sjá aðalgrein: Gamla bíó
Árið 1917 keyptu Sigurjón Högnason frá Baldurshaga og Arnbjörn Ólafsson á Reyni húsið Borg á 13 þúsund krónur og komu á fót kvikmyndarekstri í húsinu. Á vesturhluta hússins stóð „Biograph Theatre — Moving Pictures“.
Rýmið á neðri hæð hússins var stækkað þannig að þetta var einn stór salur með tjaldið á vesturvegg salarins. Salurinn tók 118 manns í betri sæti og 72 í almenn sæti, en fremst voru þrír bekkir með barnasætum. Norðan megin við tjaldið var klefi þar sem spilað var á píanó í tíð þöglu kvikmyndanna. Gengið var inn í húsið að austan og var þar miðasala og sýningarklefi. Salurinn var fallega skreyttur af Engilberti Gíslasyni listmálara. Sunnan megin við tjaldið var málverk af grísku goði og fyrir ofan glugga voru grískar leikgrímur.
Arnbjörn var sýningarstjóri, Sigurjón sá um litla rafstöð, sem var í gamla fangaklefanum. Kvikmyndahúsið þurfti að hafa sér rafstöð vegna þess að Rafstöðin gat ekki haft svo stóran notanda.
Fyrsta kvikmyndin, sem var sýnd 3. mars, hét Zirli. Kunnu Vestmannaeyingar vel að meta þessa nýjung. Var það ósjaldan að fólk lifði sig inn í myndirnar og sem dæmi má nefna að þegar lestirnar komu æðandi á móti áhorfendum eins og þær ætluðu út úr tjaldinu mátti heyra: „Jón, Jón, passaðu börnin!“
Kvikmyndahúsið var að Borg til ársins 1930, er Nýja bíó varð að kvikmyndahúsi. Póststjórn tók neðri hæðina á leigu og var þá pósthús þar frá 1931 til 1948. Póstmeistari var Ólafur Jensson.
Nýja bíó
Sjá aðalgrein: Nýja bíó
Húsið Þórshamar stendur við Vestmannabraut 28. Þorsteinn Johnson frá Jómsborg byggði húsið sem var kallað Nýja bíó áður fyrr í daglegu tali. Margs kyns starfsemi var í húsinu, svo sem kvikmyndasýningar og skemmtanir, ásamt verksmiðjurekstri, auk þess sem það var síðar meir notað sem geymsluskemma. Húsið hrundi í gosinu 1973 en var endurbyggt eftir gos og hýsir nú Hótel Þórshamar og veitingastaðinn Fjóluna.
Samkomuhúsið
Sjá aðalgrein: Samkomuhúsið
Samkomuhúsið stendur á gatnamótum Kirkjuvegar og Vestmannabrautar, og heitir lóðin Mylluhóll. Húsið var vígt 22. janúar árið 1938 en húsið var í byggingu frá því í október 1936 fram í janúar 1938. Það var Sjálfstæðisfélagið sem byggði húsið. Þá var húsið næststærsti samkomusalur landsins, aðeins Gamla Bíó í Reykjavík var stærra. Húsið var notað til skemmtanahalds í áratugaraðir. Seinna var byggt við húsið. Það var á árunum 1963-65.
Bíósýningarmenn í Vestmannaeyjum.
Bíó í Gúttó
- Ekki vitað
Gamla Bíó (Borg)
Bíó Samkomuhússins
- Sveinn Ársælsson
- Trausti Jónsson
- Brynjúlfur Jónatansson
- Árni Sigurðsson
- Óskar Þorsteinsson
- Halldór Þórhallsson
- Hjálmar Þorleifsson
- Vigfús Jónsson
- Ólafur Hjálmarsson
- Rúnar Páll Brynjúlfsson
Eyjabíó Alþýðuhúsinu
- Óskar Steindórsson
- Tómas
Bíóið Félagsheimilinu
- Hlöðver Jónsen (Súlli) 1973-1974
- Rúnar Páll Brynjúlfsson 1973-1974
- Rafn Pálsson 1973-1974
- Guðni Hjörleifsson
- Sigurgeir Scheving
Heimildir
- Samantekt á sýningarstjórum tók Brynjúlfur Jónatansson