„Ragnheiður Þyri Nikulásdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ragnheiður Þyri Nikulásdóttir. '''Ragnheiður Þyri Nikulásdóttir''' frá Þinghól við Kirkjuveg 19, húsfreyja fæddist 4. ágúst 1917 í Rvk og lést 17. apríl 2004 á dvalarheimilinu Eir.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður ''Nikulás'' Friðriksson rafmagnseftirlitsmaður, f. 29. maí 1890 á Litlu-Hólum í Mýrdal, d. 6. júní 1949, og kona hans Ragna Stefánsdó...)
 
m (Verndaði „Ragnheiður Þyrí Nikulásdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. nóvember 2023 kl. 11:42

Ragnheiður Þyri Nikulásdóttir.

Ragnheiður Þyri Nikulásdóttir frá Þinghól við Kirkjuveg 19, húsfreyja fæddist 4. ágúst 1917 í Rvk og lést 17. apríl 2004 á dvalarheimilinu Eir.
Foreldrar hennar voru Sigurður Nikulás Friðriksson rafmagnseftirlitsmaður, f. 29. maí 1890 á Litlu-Hólum í Mýrdal, d. 6. júní 1949, og kona hans Ragna Stefanía Stefánsdóttir húsfreyja, f. 6. apríl 1889 á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, d. 29. mars 1974.

Börn Rögnu og Nikulásar:
1. Stefán Nikulásson viðskiptafræðingur í Rvk, f. 23. apríl 1915 í Þinghól í Eyjum, d. 3. júlí 1985. Kona hans Sigrún Bergsteinsdóttir.
2. Ragnheiður Þyrí Nikulásdóttir húsfreyja í Rvk, f. 4. ágúst 1917 í Rvk, d. 17. apríl 2004. Maður hennar Magnús Pálsson.
3. Halldór Friðrik Nikulásson rafvirki, f. 22. júní 1919, d. 3. júlí 2010. Kona hans Lára Guðmundsdóttir.
4. Einar Nikulásson rafvirkjameistari í Rvk, f. 3. október 1921, d. 28. maí 2006.
5. Unnur Nikulásdóttir Eyfells, f. 21. október 1924, d. 26. febrúar 2009.
6. Sæmundur Nikulásson rafvirkjameistari, f. 21. desember 1927, d. 28. janúar 2021.
7. Halla Sigríður Nikulásdóttir, f. 17. maí 1931, d. 22. janúar 2023.

Ragnheiður Þyri var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Rvk 1919.
Þau Magnús giftu sig 1937, eignuðust sex börn.
Magnús lést 1990 og Ragnheiður 2004.

I. Maður Ragnheiðar Þyriar, 17. apríl 1937), var Magnús Bergmann Pálsson glerskurðarmeistari, verkstjóri, f. 19. nóvember 1912, d. 7. ágúst 1990. Foreldrar hans voru Páll Böðvar Stefánsson, f. 15. október 1886, d. 24. mars 1973, og Guðný Magnúsdóttir, f. 29. júní 1885, d. 19. apríl 1965.
Börn þeirra:
1. Ragna Þyri Magnúsdóttir, f. 26. ágúst 1938.
2. Svanhildur Magnúsdóttir, f. 19. desember 1941, d. 10. júní 1975.
3. Guðný Edda Magnúsdóttir, f. 22. júlí 1943. Maður hennar Sigurður Rósant Pétursson.
4. Nikulás Friðrik Magnússon glerslípunarmaður, tækniteiknari, f. 13. október 1945, d. 19. október 2023. Kona hans Svandís Hauksdóttir.
5. Anna Stefanía Magnúsdóttir, f. 3. júní 1960. Maður hennar Björn Heimir Björnsson.
6. Stefán Magnússon, f. 9. ágúst 1963, d. 27. september 1989.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.