„Reginn Valtýsson“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Reginn Valtýsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Reginn Valtysson.jpg|thumb|200px | [[Mynd:Reginn Valtysson.jpg|thumb|200px|''Reginn Valtýsson.]] | ||
'''Reginn Valtýsson''' rafeindavirkjameistari, deildarstjóri fæddist 9. apríl 1936 á Hjaltastað í N.-Múl. og lést 16. október 2007.<br> | '''Reginn Valtýsson''' rafeindavirkjameistari, deildarstjóri fæddist 9. apríl 1936 á Hjaltastað í N.-Múl. og lést 16. október 2007.<br> | ||
Foreldrar hans voru Valtýr H. Valtýsson héraðslæknir, f. 16. júní 1902 í Volda í Noregi, d. 18. nóvember 1949, og kona hans [[Steinunn Jóhannesdóttir (hjúkrunarfræðingur)|Steinunn Jóhannesdóttir]] húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 30. nóvember 1899, d. 7. ágúst 1985. | Foreldrar hans voru Valtýr H. Valtýsson héraðslæknir, f. 16. júní 1902 í Volda í Noregi, d. 18. nóvember 1949, og kona hans [[Steinunn Jóhannesdóttir (hjúkrunarfræðingur)|Steinunn Jóhannesdóttir]] húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 30. nóvember 1899, d. 7. ágúst 1985. |
Útgáfa síðunnar 7. nóvember 2023 kl. 11:01
Reginn Valtýsson rafeindavirkjameistari, deildarstjóri fæddist 9. apríl 1936 á Hjaltastað í N.-Múl. og lést 16. október 2007.
Foreldrar hans voru Valtýr H. Valtýsson héraðslæknir, f. 16. júní 1902 í Volda í Noregi, d. 18. nóvember 1949, og kona hans Steinunn Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 30. nóvember 1899, d. 7. ágúst 1985.
Reginn var með foreldrum sínum, á Hjaltastað, á Hólmavík og á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal í Borg. Eftir lát Valtýs flutti móðir hans með hann til Eyja, en til Reykjavíkur 1951.
Hann nam við símvirkjaskóla hjá Pósti og síma, varð rafeindavirkjameistari.
Reginn vann hjá Pósti og síma í 42 ár. Hann var skipaður tæknifulltrúi á skiptiborða- og fjölsímadeild fyrirtækinu 1977, var skipaður þar í stöðu símvirkjaverkstjóra hjá fjölsímadeild tæknideildar 1979 og gegndi stöðunni til 1982 og var þá skipaður deildarstjóri á fjölsímadeild tæknideildar. Hann varð rafeindavirkjameistari 1984.
Þau Svanhildur giftu sig 1966, eignuðust tvö börn og Svanhildur átti þrjú börn frá fyrra hjónabandi.
Reginn lést 2007 og Svanhildur 2019.
I. Kona Regins, (9. apríl 1966), var Svanhildur Árney Ásgeirsdóttir matráðskona, fiskverkakona, forstöðumaður Tölvuvers Ríkisspítalanna, f. 24. nóvember 1937, d. 27. maí 2019. Foreldrar hennar Ásgeir Árnason vélstjóri, f. 24. maí 1901, d. 7. febrúar 1958 og kona hans Theódóra Einhildur Tómasdóttir húsfreyja, f. 7. janúar 1906, d. 17. október 1969.
Börn þeirra:
1. Valtýr Reginsson, f. 9. júní 1967. Kona hans Ingibjörg Pétursdóttir.
2. Kolbeinn Reginsson, f. 12. desember 1968. Sambúðarkona hans Margrét Kjartansdóttir.
Börn Svanhildar:
3. Theodóra Sveinbjörnsdóttir, f. 25. mars 1955. Maður hennar Sigmar Guðbjörnsson.
4. Aðalheiður Kristín Svanhildardóttir, f. 7. apríl 1959. Maður hennar Snorri B. Arnarson.
5. Tómas Sveinbjörnsson, f. 19. júní 1967. Kona hans Guðborg Kolbeins.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 24. október 2007. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.