Steinunn Jóhannesdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Steinunn Jóhannesdóttir.

Steinunn Jóhannesdóttir frá Skáleyjum á Breiðafirði, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 30. nóvember 1899 og lést 7. ágúst 1985.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson bóndi, f. 2. ágúst 1864, d. 22. maí 1918, og kona hans María Gísladóttir húsfreyja, f. 23. júní 1868, d. 9. ágúst 1959.

Steinunn lauk hjúkrunarnámi við Rigshospitalet í Khöfn í september 1925.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Kleppsspítala, Kristneshæli, Vífilsstöðum og á Laugarnesspítala frá október 1925 til 1. febrúar 1933.
Hún var skólahjúkrunarkona í Eyjum 1. ágúst 1950 til 1. ágúst 1951.
Steinunn vann á Kleppsspítalanum 1. september 1952 til 1. október 1960. Hún tók síðan aukavaktir.
Þau Valtýr giftu sig 1933, eignuðust tvö börn.
Valtýr lést 1949 og Steinunn 1985.

I. Maður Steinunnar, (5. febrúar 1933), var Valtýr Helgason Valtýsson læknir, f. 16. júní 1902, d. 18. nóvember 1949. Foreldrar hans voru Helgi Valtýsson kennari, rithöfundur, f. 25. október 1877, d. 6. mars 1971, og kona hans Severine Kanutte Valtýsson, f. Sørheim, húsfreyja, f. 6. janúar 1883, d. 22. ágúst 1968.
Börn þeirra:
1. Reginn Valtýsson rafeindavirkjameistari, deildarstjóri, f. 9. apríl 1936, d. 16. október 2007. Kona hans Svanhildur Árney Ásgeirsdóttir.
2. Kolbrún Rögn Valtýsdóttir B.A., húsfreyja í Rvk og síðar í Seattle í Bandaríkjunum. Fyrrum maður hennar Pétur Jónsson. Maður hennar Robert Rodeman.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.