„Magnús Jónsson Skaftfells“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Magnús Jónsson Skaftfells''' næturvörður, kaupmaður fæddist 4. mars 1876 á Grímsstöðum í Meðallandi, V.-Skaft. og lést 16. september 1941 í Reykjavík. <br> Foreldrar hans voru Jón Gissurarson bóndi, f. 31. maí 1842 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 8. júní 1876 á Grímsstöðum þar, og kona hans Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1844 í Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft., d. 16. apríl 1888 í Hryggjum í Mýrdal. Magnús var töku...)
 
m (Verndaði „Magnús Jónsson Skaftfells“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. nóvember 2023 kl. 17:47

Magnús Jónsson Skaftfells næturvörður, kaupmaður fæddist 4. mars 1876 á Grímsstöðum í Meðallandi, V.-Skaft. og lést 16. september 1941 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Gissurarson bóndi, f. 31. maí 1842 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. 8. júní 1876 á Grímsstöðum þar, og kona hans Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1844 í Hörgsdal á Síðu, V.-Skaft., d. 16. apríl 1888 í Hryggjum í Mýrdal.

Magnús var tökubarn og síðan vinnumaður í Skurðbæ í Meðallandi 1876-1897, var á Seyðisfirði 1897-1899, vinnumaður á Feðgum í Meðallandi 1899-1902, lausamaður í Skálmabæjarhraunum í Álftaveri 1902-1903, á Feðgum 1903-1904, húsmaður í Langholti í Meðallandi 1905-1906, í Sandaseli þar 1906-1908. Hann fór til Reykjavíkur 1908, kom frá Hvaleyri við Hafnarfjörð 1910, var bóndi í Gíslakoti á Álftanesi 1910.
Magnús kom til Eyja 1916, bjó í Háagarði við Austurveg, var næturvörður 1920, fór að Hvammi u. Eyjafjöllum, þaðan til Víkur í Mýrdal 1922, var lausamaður þar 1922-1923, var vinnumaður í Suður-Vík 1923-1928, en fór þá til Reykjavíkur, var verslunarmaður þar 1930 og 1939 og var þar til æviloka.
Þau Unnur giftu sig 1902, eignuðust tvö börn.

I. Kona Magnúsar, (16. júlí 1902), var Unnur Ingibergsdóttir frá Oddum í Meðallandi, húsfreyja, f. þar 22. desember 1881, d. 27. júní 1975.
Börn þeirra:
1. Óskar Jón Magnússon Skaftfells sjómaður, málari, kaupmaður, f. 10. febrúar 1900, d. 8. október 1976.
2. Marteinn Jón Magnússon Skaftfells kaupmaður, kennari, f. 14. ágúst 1903, d. 20. febrúar 1985.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.