„Sigurjón Runólfsson (Hjálmholti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Sigurjón Runólfsson''' frá Ketilsstöðum í Mýrdal fæddist þar 18. nóvember 1879 og lést 20. júní 1976.<br> Foreldrar hans voru Runólfur Sigurðsson frá Ljótarstöðum í Skaftártungum, V.-Skaft., bóndi, f. 1. júlí 1836, d. 14. febrúar 1915, og kona hans Vilhelmína Eiríksdóttir frá Pétursey í Mýrdal, f. 26. desember 1839, d. 25. febrúar 1920. Sigurjón var með foreldrum sínum á Ketilsstöðum til 1892, og aftur 1893-1903, á Brekkum 1903-1904,...) |
m (Verndaði „Sigurjón Runólfsson (Hjálmholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 28. september 2023 kl. 14:02
Sigurjón Runólfsson frá Ketilsstöðum í Mýrdal fæddist þar 18. nóvember 1879 og lést 20. júní 1976.
Foreldrar hans voru Runólfur Sigurðsson frá Ljótarstöðum í Skaftártungum, V.-Skaft., bóndi, f. 1. júlí 1836, d. 14. febrúar 1915, og kona hans Vilhelmína Eiríksdóttir frá Pétursey í Mýrdal, f. 26. desember 1839, d. 25. febrúar 1920.
Sigurjón var með foreldrum sínum á Ketilsstöðum til 1892, og aftur 1893-1903, á Brekkum 1903-1904, vinnumaður í Gröf 1904-1907, á Dyrhólum 1907-1908, í Hlíð 1908-1909, á Höfðabrekku 1909-1911. Hann var lausamaður í Bólstað 1911-1912, í Suður-Vík 1912-1913, í Bólstað 1913-1914, í Vík 1914-1919.
Hann fór til Eyja 1919, bjó í Hjálmholti, flutti að Haugum í Mýrdal 1921 og var bóndi þar.
Þau Guðrún giftu sig 1919 í Eyjum, eignuðust fjögur börn.
Guðrún lést 1958 og Sigurjón 1976.
I. Kona Sigurjóns, (1. nóvember 1919), var Guðrún Runólfsdóttir frá Nýjabæ í Meðallandi, húsfreyja, f. 5. október 1883, d. 27. febrúar 1958.
Börn þeirra:
1. Vilhelmína Sigurjónsdóttir frá Hjálmholti, f. 4. janúar 1920, d. 24. október 1957.
2. Þorsteinn Sigurjónsson verkamaður, sjómaður, f. 23. febrúar 1922, d. 16. október 1979.
3. Halldóra Sigurjónsdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 22. maí 1924, d. 5. mars 1999.
4. Guðrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1925, d. 6. ágúst 2021.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.