„Gunnhildur Pálsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Gunnhildur Pálsdóttir. '''Gunnhildur Pálsdóttir''' kennari fæddist 1. nóvember 1953 á Arnardrangi við Hilmisgötu 11.<br> Foreldrar hennar voru Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, myndlistarmaður, f. 25. júlí 1930, d. 13. nóvember 2016, og kona hans Edda Guðrún Sveinsdóttir frá Arnardrangi, húsfreyja, verkakona, f. 26. mars 1935 í Reykjavík, d. 2...)
 
m (Verndaði „Gunnhildur Pálsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 20. júlí 2023 kl. 11:55

Gunnhildur Pálsdóttir.

Gunnhildur Pálsdóttir kennari fæddist 1. nóvember 1953 á Arnardrangi við Hilmisgötu 11.
Foreldrar hennar voru Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, myndlistarmaður, f. 25. júlí 1930, d. 13. nóvember 2016, og kona hans Edda Guðrún Sveinsdóttir frá Arnardrangi, húsfreyja, verkakona, f. 26. mars 1935 í Reykjavík, d. 20. apríl 2002.

Börn Eddu og Páls:
1. Gunnhildur Pálsdóttir myndlistarkennari, f. 1. nóvember 1953. Sambýlismaður hennar Trausti Baldursson.
2. Steingrímur Dufþakur Pálsson sölumaður, f. 12. desember 1963. Fyrrum sambúðarkona hans Þrúður Óskarsdóttir. Sambúðarkona hans Hörn Gissurardóttir.
3. Ólöf Sylvía Pálsdóttir verslunarmaður, f. 12. nóvember 1966. Sambúðarmaður Grétar Örn Valdimarsson.

Gunnhildur var með foreldrum sínum.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1969, teiknikennaraprófi í Myndlista- og handíðaskólanum í Rvk 1973, var við nám og störf í Danmörku frá 1984.
Hún var teiknikennari í Fossvogsskóla í Rvk 1976-1977, Flataskóla í Garðabæ 1977-1984.
Þau Trausti hófu sambúð, eignuðust eitt barn.

I. Sambúðarmaður Gunnhildar er Trausti Baldursson verkamaður, f. 13. mars 1956. Foreldrar hans Baldur Gunnarsson frá Hafnarfirði, sjómaður, f. 13. nóvember 1930, d. 10. september 2005, og kona hans Alda Traustadóttir frá Sæbóli í Sandgerði, húsfreyja, f. 14. apríl 1935, d. 29. júní 2021.
Barn þeirra:
1. Smyrill Traustason, f. 4. desember 1975.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.