Edda Sveinsdóttir (Arnardrangi)
Edda Guðrún Sveinsdóttir frá Arnardrangi, húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist 26. mars 1935 í Reykjavík og lést 20. apríl 2002.
Foreldrar hennar voru Jóhanna Gunnhildur Ólafsdóttir frá Arnardrangi, saumakona, fiskiðnaðarkona, f. 24. mars 1907 í Reykjavík, d. 31. júlí 1966, og barnsfaðir hennar Sveinn Benediktsson útgerðarmaður, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 12. maí 1905, d. 12. febrúar 1979.
Börn Sveins og hálfsystkini Eddu:
1. Hrafnhildur Sveinsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1924, d. 26. maí 1996.
2. Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður, stjórnarformaður, f. 31. júlí 1938.
3. Ingimundur Sveinsson arkitekt, f. 21. apríl 1942.
4. Guðrún Sveinsdóttir lögfræðingur, f. 25. október 1944 .
5. Einar Sveinsson forstjóri, f. 3. apríl 1948.
Edda var með móður sinni og móðurforeldrum í Arnardrangi í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1952.
Edda vann við fiskiðnað og fleira.
Þau Páll giftu sig 1954, eignuðust þrjú börn, byggðu hús við Sóleyjargötu og bjuggu þar til Goss 1973, en fluttu þá til Reykjavíkur og síðan í Kópavog. Þau skildu.
Edda Guðrún lést 2002.
I. Maður Eddu Guðrúnar, (25. júlí 1954), var Páll Steingrímsson kennari, myndlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður, f. 25. júlí 1930, d. 11. nóvember 2016.
Börn þeirra:
1. Gunnhildur Pálsdóttir myndlistarkennari, f. 1. nóvember 1953. Sambýlismaður hennar Trausti Baldursson.
2. Steingrímur Dufþakur Pálsson sölumaður, f. 12. desember 1963. Fyrrum sambúðarkona hans Þrúður Óskarsdóttir. Sambúðarkona hans Hörn Gissurardóttir.
3. Ólöf Sylvía Pálsdóttir verslunarmaður, f. 12. nóvember 1966. Sambúðarmaður Grétar Örn Valdimarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 26. apríl 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.