„Njáll Þóroddsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Njáll Þóroddsson. '''Njáll Þóroddsson''' frá Einhamri í Hörgárdal, Ey., kennari, búfræðingur, garðyrkjufræðingur fæddist þar 28. júlí 1919 og lést 11. apríl 1997.<br> Foreldrar hans voru Þóroddur Magnússon bóndi á Einhamri og í Vallholti í Glæsibæjarhreppi, f. 29. júní 1985 í Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal, d. 3. janúar 1970, og kona hans Þórey Sigurðardóttir frá Sámsstöðum í Öngulssta...)
 
m (Verndaði „Njáll Þóroddsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 22. júní 2023 kl. 16:33

Njáll Þóroddsson.

Njáll Þóroddsson frá Einhamri í Hörgárdal, Ey., kennari, búfræðingur, garðyrkjufræðingur fæddist þar 28. júlí 1919 og lést 11. apríl 1997.
Foreldrar hans voru Þóroddur Magnússon bóndi á Einhamri og í Vallholti í Glæsibæjarhreppi, f. 29. júní 1985 í Ásgerðarstaðaseli í Hörgárdal, d. 3. janúar 1970, og kona hans Þórey Sigurðardóttir frá Sámsstöðum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði, húsfreyja, f. 27. desember 1889, d. 10. desember 1935.

Bróðir Njáls var
1. Bolli Þóroddsson vélstjóri, vélvirkjameistari, f. 16. janúar 1918, d. 13. nóvember 2012.

Njáll nam í Héraðsskólanum á Núpi 1935-1936, varð búfræðingur á Hvanneyri 1938. Hann lærði garðrækt og skrúðgarðavinnu í Héraðsskólanum í Reykholti, eldri deild, 1940-1941, lauk kennaraprófi 1946. Hann var við heimspekinám í Los Angeles í Kaliforníu 1952-1953, kynnti sér heimili fyrir vanrækt og afvegaleidd börn í Sviss og Danmörku sumarið 1954.
Hann var kennari í Biskupstungnaskólahéraði 1946-1947, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1947-1948, var stundakennari í Iðnskólanum í Eyjum 1947-1948. Hann var skólastjóri í Hrunamannahreppi 1948-1950, kennari í Austurbæjarskóla í Rvk síðari hluta 1950-1951, í vistheimilinu í Breiðuvík 1953-1955, í Dyrhólask.héraði, V.-Skaft. 1956-1958, kenndi garðyrkju á Hvanneyri vorið 1946, syndi kvikmyndir í byggðum Íslendinga í Ameríku 1953. Hann kom upp garðyrkjustöð (Friðheimum) í Biskupstungum og rak hana í allmörg ár .
Þau Liliane giftu sig 1963, ólu upp eitt barn, en skildu.
Njáll lést 1997.

I. Kona Njáls, (1963, skildu), var Liliane Zilberman frá Frakklandi, f. 1. mars 1938, d. 24. febrúar 2003.
Fósturbarn þeirra:
1. Haukur, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.