„Arnþrúður Björnsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Arnþrúður Björnsdóttir. '''Arnþrúður Björnsdóttir''' kennari, húsfreyja fæddist 1. apríl 1918 á Grjótnesi í Presthólahreppi, N.-Þing. og lést 17. janúar 2007.<br> Foreldrar hennar voru Björn Sigurðsson bóndi og trésmiður, f. 8. desember 1870, d. 5. ágúst 1938, og kona hans Vilborg Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1877, d. 25. september 1962. Hún lauk prófum í Kvennaskólanum í Reykjav...) |
m (Verndaði „Arnþrúður Björnsdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. júní 2023 kl. 11:00
Arnþrúður Björnsdóttir kennari, húsfreyja fæddist 1. apríl 1918 á Grjótnesi í Presthólahreppi, N.-Þing. og lést 17. janúar 2007.
Foreldrar hennar voru Björn Sigurðsson bóndi og trésmiður, f. 8. desember 1870, d. 5. ágúst 1938, og kona hans Vilborg Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1877, d. 25. september 1962.
Hún lauk prófum í Kvennaskólanum í Reykjavík 1936, kennaraprófi 1940.
Arnþrúður kenndi í Barnaskólanumn í Eyjum 1942-1944 og 1949-1950. Hún var stundakennari í Gagnfræðaskólanum 1942-1943, 1944-1945 og 1948-1949. Hún var kennari í Barnaskólanum aftur 1953-1963, í Vogaskóla í Reykjavík frá 1963.
Þau Karl giftu sig 1943, eignuðust fimm börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana.
Karl lést 1973 og Arnþrúður 2007.
I. Maður Arnþrúðar, (1. nóvember 1943), var Karl Guðjónsson, kennari, alþingismaður, fræðslustjóri, f. 1. nóvember 1917, d. 6. mars 1973.
Börn þeirra:
1. Andvana drengur, f. 12. júní 1944 í Breiðholti.
2. Sunna Karlsdóttir, f. 12. september 1945 í Breiðholti.
3. Harpa Karlsdóttir, f. 29. janúar 1947 á Hásteinsvegi 45.
4. Lilja Karlsdóttir, f. 21. apríl 1952 á Heiðarvegi 53.
5. Breki Karlsson, f. 18. febrúar 1957 að Heiðarvegi 53.
Heimildir
- Samantekt
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.