„Sigríður Hrönn Theódórsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|''Sigríður Hrönn Theodórsdóttir. '''Sigríður Hrönn Theódórsdóttir''' rekstrarhagfræðingur fæddist 2. febrúar 1962.<br> Foreldrar hennar voru Theódór Guðjón Jóhannesson frá Geirseyri í Patreksfirði, verkamaður, sjómaður, f. 22. júní 1923, d. 2. nóvember 2014, og kona hans Kristín Sigurðardóttir frá Nýjabæ, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f....)
 
m (Verndaði „Sigríður Hrönn Theódórsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 3. júní 2023 kl. 17:20

Sigríður Hrönn Theodórsdóttir.

Sigríður Hrönn Theódórsdóttir rekstrarhagfræðingur fæddist 2. febrúar 1962.
Foreldrar hennar voru Theódór Guðjón Jóhannesson frá Geirseyri í Patreksfirði, verkamaður, sjómaður, f. 22. júní 1923, d. 2. nóvember 2014, og kona hans Kristín Sigurðardóttir frá Nýjabæ, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, f. 2. september 1925, d. 6. maí 2013.

Börn Kristínar og Theódórs:
1. Arnar Theódórsson bifvélavirki, f. 30. apríl 1957. Fyrrum sambúðarkona hans er Ásgerður Ingólfsdóttir. Fyrrum kona hans Margrét Eyjólfsdóttir. Fyrrum kona hans Anna Chernish frá Úkraínu.
2. Sigríður Hrönn Theódórsdóttir rekstarhagfræðingur, vinnur hjá Fjársýslu ríkisins, f. 2. febrúar 1962. Barnsfaðir hennar Ingi Þór Ásmundsson.
Barn Kristínar og fósturbarn Theódórs:
3. Sigurður Jóhann Ólafs skrifstofumaður, f. 20. nóvember 1946. Barnsmóðir hans Björg Bragadóttir.

Sigríður var með foreldrum sínum, í Nýjabæ, og á Nýjabæjarbraut 6 við Gos 1973, flutti með þeim til Lands í Gosinu.
Hún varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í Ármúla 1985, lauk MS-prófi í rekstrarhagfræði í Hochschule München í Þýskalandi.
Sigríður bjó í Þýskalandi í 13 ár, flutti heim og var atvinnuráðgjafi í Grundarfirði og Búðardal, síðar hjá Nýsi í Hafnarfirði 2006-2008. Hún flutti til Austurríkis 2010 og bjó þar í 5 ár, flutti heim 2015 og hefur síðan unnið hjá Fjársýslu Ríkisins.

I. Barnsfaðir hennar Ingi Þór Ásmundsson, f. 4. janúar 1955.
Barn þeirra:
1. Theódór Ingi Ingason, f. 9. mars 2003.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.