„Einar Þór Einarsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Einar Þór Einarsson. '''Einar Þór Einarsson''' verslunarmaður, starfsmaður Mosfellsbæjar, frístundabóndi fæddist 21. ágúst 1940 í Steinum u. Eyjafjöllum.<br> Kynforeldrar hans voru Ragnar Eyjólfsson bifreiðastjóri, f. 4. júní 1910, d. 17. maí 2004, og kona hans Sigríður Jósefsdóttir, f. 16. apríl 1917, d. 9. nóvember 2005.<br> Kjörforeldrar voru Einar Sigurðsson útgerðarmaður, frystih...)
 
m (Verndaði „Einar Þór Einarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 3. júní 2023 kl. 11:51

Einar Þór Einarsson.

Einar Þór Einarsson verslunarmaður, starfsmaður Mosfellsbæjar, frístundabóndi fæddist 21. ágúst 1940 í Steinum u. Eyjafjöllum.
Kynforeldrar hans voru Ragnar Eyjólfsson bifreiðastjóri, f. 4. júní 1910, d. 17. maí 2004, og kona hans Sigríður Jósefsdóttir, f. 16. apríl 1917, d. 9. nóvember 2005.
Kjörforeldrar voru Einar Sigurðsson útgerðarmaður, frystihúsarekandi, kaupmaður, f. 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977, og fyrri kona hans Þóra Kristjana Eyjólfsdóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 31. janúar 1903, d. 18. febrúar 1990.

Einar var með kjörforeldrum sínum, en þau skildu. Hann var með móður sinni í Vöruhúsinu við Skólavegur|Skólaveg 1 1945.
Hann lauk loftskeytaprófi 1960.
Einar Þór stundaði verslunarstörf frá 1960, hjá Friðriki Jörgensen hf. 1960-1968, hjá V.V.S. í Vík í Mýrdal 1968-1970 og hjá Innkaupum hf. í Reykjavík frá 1971 til 1990. Hann vann síðan ýmis þjónusturstörf hjá Mosfellsbæ til 2000. Nú er hann frístundabóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, á nokkrar kindur.
Þau Díana giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Einars Þórs, (9. júní 1962), er Díana Ágústsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1942. Foreldrar hennar voru Þorkell Ágúst Jónsson rannsóknarlögreglumaður, kaupmaður í Reykjavík, f. 5. júlí 1900 í Varmadal á Kjalarnesi, d. 13. apríl 1978 og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1909 í Reykjavík, d. 18. febrúar 1990.
Börn þeirra:
1. Ágúst Einarsson verkfræðingur, forstjóri, nú ráðgjafi, f. 28. febrúar 1962. Kona hans Rósa Björk Jónsdóttir.
2. Þóra Einarsdóttir, býr í Bandaríkjunum, hótelstýra, fasteignasali, f. 5. maí 1965. Maður hennar Ólafur Hrafn Jóhannsson og Gunnhildar Hrólfsdóttur.
3. Friðrik Þór Einarsson, býr í Hveragerði, sjómaður, vélstjóri, f. 20. desember 1972. Kona hans Steinunn Aradóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.