„Inga Þyrí Kjartansdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Inga Þyrí Kjartansdóttir''' snyrtifræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 4. maí 1943 í Hafnarfirði.<br> Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson kennari, f. 3. ágúst 1917 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 13. desember 1969, og kona hans Sigríður Elísabet Bjarnadóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. 6. mars 1915, d. 5. nóvember 1971. Börn Sigríðar og Kjartans:<br> 1. Inga Þyrí Kjartansdóttir húsfreyja, snyrtif...)
 
m (Verndaði „Inga Þyrí Kjartansdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 28. mars 2023 kl. 10:42

Inga Þyrí Kjartansdóttir snyrtifræðingur, framkvæmdastjóri fæddist 4. maí 1943 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson kennari, f. 3. ágúst 1917 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 13. desember 1969, og kona hans Sigríður Elísabet Bjarnadóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. 6. mars 1915, d. 5. nóvember 1971.

Börn Sigríðar og Kjartans:
1. Inga Þyrí Kjartansdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 4. maí 1943 í Hafnarfirði.
2. Erna Björg Kjartansdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1947 á Reyni, Bárugötu 5.
3. Gréta Kjartansdóttir húsfreyja, f. 19. október 1952 á Heiðarvegi 55.

Inga Þyrí var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja.
Hún lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum Flensborg í Hafnarfirði, lærði snyrtifræði í Snyrtiskóla Margrétar, stundaði nám í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og tók stjórnunarnámskeið í Háskólanum í Reykjavík og í Háskóla Íslands.
Inga Þyrí rak eigin snyrtistofu á Húsavík 1978-1981, rak heildsölurnar Ison og Hjölur, sem flytja inn snyrtivörur og heildsöluna Bjarkarhól, sem flytur inn Prjónagarn auk þess sem hún gaf út prjónablaðið Björk, rak útflutningsfyrirtækið Atlantsfisk ehf. ásamt Kjartani syni sínum. Hún vann á skrifstofu Framsóknarflokksins 1983-1985.
Hún, Bergþór og Kristín Stefánsdóttir stofnuðu fyrirtækið Snyrtiakademían, einkaskóla á framhaldsstigi í snyrtifræði og nagla- og förðun, og árið 2004 stofnuðu þau Fótaaðgerðaskóla Íslands, sem nú er rekinn af Keili.
Inga Þyrí var varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, átti sæti í útvarpsráði, sat í stjórn Sjúkraliðaskóla Íslands, var formaður félagsmálaráðs og átti sæti í lista- og menningarráði og vinabæjarnefnd Kópavogs, sat í stjórn Landsambands Framsóknarflokksins, sat í stjórn Landsambands framsóknarkvenna, og í miðstjórn Framsóknarflokksins, í stjórn Félags íslenskra snyrtifræðinga og var framkvæmdastjóri þess, er stéttin öðlaðist löggildingu.
Þau Jón Hákon giftu sig 1961, eignuðust tvö börn, en skildu 1969.
Þau Baldvin giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu 1978.
Þau Ingólfur giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau skildu 1993.
Þau Bergþór giftu sig 2001, eignuðust ekki börn saman, en Bergþór á þrjú börn frá fyrra samandi.

I. Maður Ingu Þyríar, skildu 1969, var Jón Hákon Jónsson vélvirki, f. 1. september 1941, d. 13. desember 2021. Foreldrar hans voru Jón Sigurvin Þorleifsson skipstjóri, verkstjóri, f. 12. janúar 1911 í Bolungarvík, d. 5. ágúst 1996, og Hulda María Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1914 í Reykjavík, d. 21. júní 1996.
Börn þeirra:
1. Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri, þýðandi, íslenskufræðingur, f. 2. maí 1960. Barnsmóðir hans Sigrún Guðfinna Baldvinsdóttir. Kona hans Sólveig S. Jónasdóttir.
2. Hulda Jónsdóttir snyrtifræðingur, f. 28. júní 1961. Fyrrum maður hennar Þórður Bogason.
3. Hrannar Jónsson, vinnur við hugbúnaðarþróun, f. 9. ágúst 1963.
4. Brynhildur Jónsdóttir sálfræðingur, f. 20. maí 1965. Maður hennar Erlendur Þór Ólafsson.

II. Maður Ingu Þyríar, skildu 1978, Baldvin Elías Aalen Albertsson fv. kaupmaður, f. 27. apríl 1943. Foreldrar hans voru Baldvin Albert Jóhannesson Aalen, f. 18. apríl 1910, d. 5. júní 1981, og María Hrómundsdóttir, f. 14. nóvember 1902, d. 11. desember 1974.
Barn þeirra:
5. Baldvin Albert Aalen Baldvinsson, starfsmaður á upplýsingasviði, f. 6. júní 1974. Barnsmóðir hans Eva Lind Ingadóttir.

III. Maður Ingu Þyríar, skildu, er Ingólfur Arnar Steindórsson, f. 9. ágúst 1942. Foreldrar hans voru Steindór Ragnar Benediktsson, f. 27. febrúar 1898, d. 28. janúar 1971, og Sigurbjörg Þórðardóttir, f. 14. maí 1907, d. 19. janúar 1990.
Barn þeirra:
6. Sigurbjörg Dögg Ingólfsdóttir viðskiptafræðingur, f. 29. júlí 1981. Maður hennar Ívar Örn Reynisson.

IV. Maður Ingu Þyríar er Bergþór Gísli Úlfarsson fv. bóksali í Úlfarsfelli og garðyrkjubóndi og landforseti JC 1979. Foreldrar hans Úlfar Bergsson, f. 25. október 1895, d. 27. júní 1971 og Aðalheiður Dagmar Guðmundsdóttir, f. 27. október 1919, d. 23. september 1985.
Þau Bergþór eiga ekki börn saman, en Börn Bergþórs eru:
7. Úlfar Bergþórsson, með doktorspróf í þróunarerfðafræði, býr í Texas. Kona hans Vaishali.
8. Sigríður Bergþórsdóttir, með masterspróf í ónæmisfræði og rannsóknarfulltrúi, f. 6. maí 1964. Barnsfaðir hennar Vignir Ragnarsson.
9. Jón Þór Bergþórsson, með doktorspróf í líf- og læknisfræði, f. 16. júlí 1965. Barnsmóðir hans Pálína Freyja Harðardóttir. Kona hans er Halla Dögg.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.