Gréta Kjartansdóttir
Gréta Kjartansdóttir húsfreyja, tollskjalagerðarmaður fæddist 19. október 1952 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson kennari, f. 3. ágúst 1917 á Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 13. desember 1969, og kona hans Sigríður Elísabet Bjarnadóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. 6. mars 1915, d. 5. nóvember 1971.
Börn Sigríðar og Kjartans:
1. Inga Þyrí Kjartansdóttir húsfreyja, snyrtifræðingur, f. 4. maí 1943 í Hafnarfirði.
2. Erna Björg Kjartansdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 30. ágúst 1947 á Reyni, Bárugötu 5.
3. Gréta Kjartansdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 19. október 1952 á Heiðarvegi 55.
Þau Óli Sævar giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Hfirði.
I. Maður Grétu er Óli Sævar Ólafsson úr Rvk, rennismiður, f. 25. desember 1950. Foreldrar hans Ólafur Hinrik Guðlaugsson, f. 8. ágúst 1917, d. 23. desember 1995, og Lilja Þórarinsdóttir, f. 17. október 1921, d. 5. september 2004.
Börn þeirra:
1. Elísabet Óladóttir, f. 4. mars 1974.
2. Ásdís Óladóttir, f. 24 ágúst 1976.
3. Erna Óladóttir, f. 15. október 1979.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gréta.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.