„Gunnar Agnar Júlíusson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Gunnar Agnar Júlíusson. '''Gunnar Agnar Júlíusson''' frá Litla-Hvammi við Kirkjuveg 39B, símsmiður, yfirdeildarstjóri fæddist 28. júní 1936 í Reykjavík og lést 14. febrúar 2009 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hans voru Júlíus Sigurðsson frá Akureyri, prentari, f. 15. júlí 1894, d. 7. febrúar 1960, og kona hans Sigurbjörg Eiríksdóttir (Litla-Hvammi)|Sigu...) |
m (Verndaði „Gunnar Agnar Júlíusson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 11. janúar 2023 kl. 19:20
Gunnar Agnar Júlíusson frá Litla-Hvammi við Kirkjuveg 39B, símsmiður, yfirdeildarstjóri fæddist 28. júní 1936 í Reykjavík og lést 14. febrúar 2009 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Júlíus Sigurðsson frá Akureyri, prentari, f. 15. júlí 1894, d. 7. febrúar 1960, og kona hans Sigurbjörg Eiríksdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 22. október 1896, d. 24. september 1967.
Börn Sigurbjargar og Júlíusar:
1. Sigurður Norðmann Júlíusson verkamaður í Reykjavík, f. 14. júlí 1918 á Patreksfirði, d. 25. desember 1981.
2. Aðalheiður Ragna Júlíusdóttir húsfreyja í Kanada, f. 9. apríl 1923 á Ísafirði, d. í maí 2000. Maður hennar Leivi Otto Hansen.
3. Soffía Eydís Júlíusdóttir iðnverkakona,, síðast á Egilsstöðum, S.-Múl., f. 17. september 1925 á Ísafirði, d. 19. mars 1968.
4. Þórður Kristinn Júlíusson rafvirki í Kópavogi, f. 19. júlí 1928 á Ísafirði, d. 4. september 2016.
5. Gunnar Agnar Júlíusson símsmiður, yfirdeildarstjóri í Reykjavík, f. 28. júní 1936 á Ísafirði, d. 14. febrúar 2009. Kona hans Gyða Gunnarsdóttir.
Gunnar var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík, í Eyjum og á Vesturgötunni í Reykjavík.
Hann lærði símsmíði.
Gunnar vann ungur hjá Bæjarsímanum í Reykjavík, vann hjá Símanum alla starfsævi sína, var símsmiður og síðast yfirdeildarstjóri hjá jarðsímadeildinni, lauk störfum á árinu 2004.
Gunnar var sundmaður, keppti fyrir Ægi í sundi og sundknattleik.
Þau Gyða giftu sig 1955, eignuðust tvö börn.
Gunnar Agnar lést 2009.
I. Kona Gunnars Agnars, (24. desember 1955), er Gyða Gunnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 12. nóvember 1936. Foreldrar hennar voru Gunnar Vilhjálmsson frá Bíldudal, vélstjóri, f. 14. júní 1905, d. 15. júlí 1974, og kona hans Guðlaug Guðrún Guðlaugsdóttir frá Hafnarfirði, húsfreyja, f. 31. maí 1908, d. 30. maí 2002.
Börn þeirra:
1. Vilhjálmur Gunnar Gunnarsson, f. 2. febrúar 1956. Fyrrum kona hans Helga Eggertsdóttir. Sambúðarkona hans Helga Pétursdóttir.
2. Aðalheiður Eydís Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 15. október 1958. Fyrrum maður hennar Hannes Ívarsson. Maður hennar Þórir Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 26. febrúar 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.