„Hulda Höydahl“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Hulda Höydahl. '''Ingunnn Lovísa ''Hulda'' Höydahl''' frá Sólvöllum við Kirkjuveg 27, verslunarmaður, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur fæddist 12. desember 1913 í Akrakoti á Álftanesi, Gull. og lést 9. mars 2005.<br> Foreldrar hennar voru Lyder Höydahl kaupmaður, lifrarbræðslumaður, útgerðarmaður, bóndi frá Noregi, f. 27. janúar 1872 í Lille-Höjdal v/Flora í Sunnefjord, d. 3. nóvember 1...)
 
m (Verndaði „Hulda Höydahl“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 7. janúar 2023 kl. 14:27

Hulda Höydahl.

Ingunnn Lovísa Hulda Höydahl frá Sólvöllum við Kirkjuveg 27, verslunarmaður, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur fæddist 12. desember 1913 í Akrakoti á Álftanesi, Gull. og lést 9. mars 2005.
Foreldrar hennar voru Lyder Höydahl kaupmaður, lifrarbræðslumaður, útgerðarmaður, bóndi frá Noregi, f. 27. janúar 1872 í Lille-Höjdal v/Flora í Sunnefjord, d. 3. nóvember 1964, og kona hans Þuríður Eyjólfsdóttir frá Reynivöllum í Suðursveit í A.-Skaft., f. 17. júlí 1877, d. 21. febrúar 1967.
Börn Þuríðar og Lyder:
1. Ingunn Lovísa Hulda Höydahl verslunarmaður, starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 12. desember 1913 í Akrakoti á Álftanesi, Gull., d. 9. mars 2005.
2. Gerda Lísa Höydahl verslunarmaður, húsfreyja í Noregi, f. 31. október 1916 í Valhöll, d. 21. apríl 2021. Maður hennar Poul Björlykhaug.

Hulda var með móður sinni, húskonu í Akrakoti við fæðingu, síðan með foreldrum sínum í Eyjum og Reykjavík.
Hún stundaði verslunarstörf frá unga aldri, vann í Burstagerðinni, en lengst hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur.
Hulda bjó í Stóragerði í Reykjavík, en að síðustu á Hjúkrunarheimilinu Grund.
Hulda var virk í starfi KFUK, var einn af frumherjum í uppbyggingu Vindáshlíðar og arfleiddi Samband íslenskra kristniboðsfélaga nánast af öllum eigum sínum. Hún stundaði listmálun.
Hún var ógift og barnlaus.
Hulda lést 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.