„Bjarnarey“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(bætti við þjóðsögum)
Lína 1: Lína 1:
'''Bjarnarey''' liggur skammt suður af [[Elliðaey]] og er næst henni í stærð, 0.32km2. Eyjan er mjög hálend og þverhníptir klettahamrar umliggja eyjuna alla nema á litlu svæði norðaustan megin, þar sem uppgangur er á eyjuna. Á miðri eyjunni er afar hár grasivaxin fjallhnúkur og í miðjum hnúknum er dæld. Fjallhnúkurinn nefnist ''Búnki'' og er gjallgígur líkt og á Elliðaey, hæsti punktur þar er 161m yfir sjávarmáli. Bjarnarey myndaðist í eldgosi um svipað leyti og Elliðaey eða fyrir 5-6 þúsund árum. [[Bjarnareyjarfélagið|Veiðikofi Bjarnareyinga]] er sunnan við Bunka og er sá eini á eyjunni. Graslendi þekur alla eyjuna og [[lundi]] hefur grafið sér holur mjög víða. Mikill og fjölbreyttur gróður er í eyni. Talsverðum fjölda [[sauðfé|sauðfjár]] er beitt í Bjarnarey og lundi er veiddur yfir sumartímann.
'''Bjarnarey''' liggur skammt suður af [[Elliðaey]] og er næst henni í stærð, 0.32km2. Eyjan er mjög hálend og þverhníptir klettahamrar umliggja eyjuna alla nema á litlu svæði norðaustan megin, þar sem uppgangur er á eyjuna. Á miðri eyjunni er afar hár grasivaxin fjallhnúkur og í miðjum hnúknum er dæld. Fjallhnúkurinn nefnist ''Búnki'' og er gjallgígur líkt og á Elliðaey, hæsti punktur þar er 161m yfir sjávarmáli. Bjarnarey myndaðist í eldgosi um svipað leyti og Elliðaey eða fyrir 5-6 þúsund árum. [[Bjarnareyjarfélagið|Veiðikofi Bjarnareyinga]] er sunnan við Bunka og er sá eini á eyjunni. Graslendi þekur alla eyjuna og [[lundi]] hefur grafið sér holur mjög víða. Mikill og fjölbreyttur gróður er í eyni. Talsverðum fjölda [[sauðfé|sauðfjár]] er beitt í Bjarnarey og lundi er veiddur yfir sumartímann.
== Jón dynkur ==
Margir menn hafa fengið viðurnefni í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina. Ein sagan segir frá því að einhverju sinni var Jón nokkur mikill fjallamaður uppi í Bjarnaey að síga niður eggjum í bát sem var við eyna. Mennirnir á bátnum kipptu ógætilega í bandið þannig að Jón féll niður eyjuna og í sjóinn u.þ.b. 14 faðma. Öllum brá auðvitað mikið við, en um leið og Jón skaust upp úr kafinu sagði hann: „Kom ekki mikill dynkur, piltar?“ Eftir þetta var hann alltaf kallaður Jón dynkur.
== Nissinn í Bjarnarey ==
Dag einn ákváðu 5 menn að fara út í eyju að veiða nokkra lunda í soðið. Þeir fóru snemma um morguninn, og ætluðu að koma aftur heim daginn eftir. Um 5 leytið fóru 2 menn upp í kofa að grilla. Komu hinir 3 svo um 7 leytið, og fengu sér að borða. Þegar þeir voru búnir að borða hjálpuðust þeir að við að vaska upp og ganga frá. Og svo settust þeir og fóru að spila, og fengu sér í glas.
Um níuleytið sá einn maðurinn einhverja hreyfingu fyrir utan. Hann fór út til að gá hvað þetta væri, þá sá hann að þetta var maðurinn sem hafði hrapað fram af eyjunni sumarið áður.
Það var svo mikil þoka að hann sá ekki hvort þetta var plat eða í alvöru. Hann labbaði framar og féll fram af, og hann fannst á floti við Vestmannaeyjar nokkrum vikum seinna. Og síðan hefur hann gengið aftur í Bjarnaey.
== Heimildir ==
* Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, bls. 93 og 60.
* Munnleg frásögn, Halla Ólafsdóttir og Sigríður Jensdóttir.


[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]

Útgáfa síðunnar 3. júní 2005 kl. 15:32

Bjarnarey liggur skammt suður af Elliðaey og er næst henni í stærð, 0.32km2. Eyjan er mjög hálend og þverhníptir klettahamrar umliggja eyjuna alla nema á litlu svæði norðaustan megin, þar sem uppgangur er á eyjuna. Á miðri eyjunni er afar hár grasivaxin fjallhnúkur og í miðjum hnúknum er dæld. Fjallhnúkurinn nefnist Búnki og er gjallgígur líkt og á Elliðaey, hæsti punktur þar er 161m yfir sjávarmáli. Bjarnarey myndaðist í eldgosi um svipað leyti og Elliðaey eða fyrir 5-6 þúsund árum. Veiðikofi Bjarnareyinga er sunnan við Bunka og er sá eini á eyjunni. Graslendi þekur alla eyjuna og lundi hefur grafið sér holur mjög víða. Mikill og fjölbreyttur gróður er í eyni. Talsverðum fjölda sauðfjár er beitt í Bjarnarey og lundi er veiddur yfir sumartímann.

Jón dynkur

Margir menn hafa fengið viðurnefni í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina. Ein sagan segir frá því að einhverju sinni var Jón nokkur mikill fjallamaður uppi í Bjarnaey að síga niður eggjum í bát sem var við eyna. Mennirnir á bátnum kipptu ógætilega í bandið þannig að Jón féll niður eyjuna og í sjóinn u.þ.b. 14 faðma. Öllum brá auðvitað mikið við, en um leið og Jón skaust upp úr kafinu sagði hann: „Kom ekki mikill dynkur, piltar?“ Eftir þetta var hann alltaf kallaður Jón dynkur.

Nissinn í Bjarnarey

Dag einn ákváðu 5 menn að fara út í eyju að veiða nokkra lunda í soðið. Þeir fóru snemma um morguninn, og ætluðu að koma aftur heim daginn eftir. Um 5 leytið fóru 2 menn upp í kofa að grilla. Komu hinir 3 svo um 7 leytið, og fengu sér að borða. Þegar þeir voru búnir að borða hjálpuðust þeir að við að vaska upp og ganga frá. Og svo settust þeir og fóru að spila, og fengu sér í glas.

Um níuleytið sá einn maðurinn einhverja hreyfingu fyrir utan. Hann fór út til að gá hvað þetta væri, þá sá hann að þetta var maðurinn sem hafði hrapað fram af eyjunni sumarið áður.

Það var svo mikil þoka að hann sá ekki hvort þetta var plat eða í alvöru. Hann labbaði framar og féll fram af, og hann fannst á floti við Vestmannaeyjar nokkrum vikum seinna. Og síðan hefur hann gengið aftur í Bjarnaey.

Heimildir

  • Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum, bls. 93 og 60.
  • Munnleg frásögn, Halla Ólafsdóttir og Sigríður Jensdóttir.