„Guðjón Helgi Kristjánsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðjón Helgi Kristjánsson''' sjómaður, kyndari, vélstjóri fæddist 22. mars 1901 á Klapparstíg (húsinu Bala) í Reykjavík og lést 20. október 1962. <br> Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, f. 28. október 1855, d. 5. október 1928, og Pálína Kristjana Hallgrímsdóttir, þá húskona, f. 20. júní 1868, d. 3. mars 1904. Guðjón missti móður sína þriggja ára og faðir hans bjó í Álfsnesi á Kjalarnesi.<br> Hann var niðursetningur í Víðinesi...)
 
m (Verndaði „Guðjón Helgi Kristjánsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 27. desember 2022 kl. 13:17

Guðjón Helgi Kristjánsson sjómaður, kyndari, vélstjóri fæddist 22. mars 1901 á Klapparstíg (húsinu Bala) í Reykjavík og lést 20. október 1962.
Foreldrar hans voru Kristján Jónsson, f. 28. október 1855, d. 5. október 1928, og Pálína Kristjana Hallgrímsdóttir, þá húskona, f. 20. júní 1868, d. 3. mars 1904.

Guðjón missti móður sína þriggja ára og faðir hans bjó í Álfsnesi á Kjalarnesi.
Hann var niðursetningur í Víðinesi í Mosfellssveit 1901, sveitarstyrkþegi í Bjarnarborg í Reykjavík 1910, var kyndari á Leifi heppna í Reykjavík 1920.
Þau Magnúsína giftu sig á Siglufirði 1923, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Reykjavík, fluttu til Eyja 1930, bjuggu þar í Vinaminni við Urðaveg 5, en þar bjuggu þá líka foreldrar Magnúsínu. Þau fluttu til Siglufjarðar 1933 og til Reykjavíkur 1947. Þau Magnúsína bjuggu síðast á Bergstaðastræti 41 í Reykjavík.
Guðjón lést 1962 og Magnúsína 1974.

I. Kona Guðjóns Helga, (31. desember 1923), var Magnúsína Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1904, d. 13. júní 1974.
Börn þeirra:
1. Pálína Kristjana Guðjónsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 29. desember 1925 í Reykjavík, d. 3. júlí 1990. Maður hennar Runólfur J. Elínuson.
2. Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir, f. 23. maí 1927. Maður hennar Ólafur Karlsson.
3. Guðný Erla Guðjónsdóttir húsfreyja, verkakona, 24. apríl 1932, d. 24. apríl 2016.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.