„Stefanía Björg Björnsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Stefanía Björg Björnsdóttir. '''Stefanía Björg Björnsdóttir''' frá Grófrarseli í Jökulsárhlíð í N.-Múl. fæddist þar 2. maí 1931 og lést 14. mars 2012 á Hrafnistu í Hafnarfirði.<br> Foreldrar hennar voru Björn Kristjánsson bóndi, f. 17. október 1903, d. 30. desember 1996, og kona hans Magnhildur Guðlaug Stefánsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1907, d. 1. maí 1996.<br> Stefanía var með foreldr...)
 
m (Verndaði „Stefanía Björg Björnsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 7. desember 2022 kl. 13:37

Stefanía Björg Björnsdóttir.

Stefanía Björg Björnsdóttir frá Grófrarseli í Jökulsárhlíð í N.-Múl. fæddist þar 2. maí 1931 og lést 14. mars 2012 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Björn Kristjánsson bóndi, f. 17. október 1903, d. 30. desember 1996, og kona hans Magnhildur Guðlaug Stefánsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1907, d. 1. maí 1996.

Stefanía var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam í Húsmæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði.
Stefanía stundaði ýmis störf, m.a. við verslun og umönnun, en hætti störfum árið 1998 eftir 8 ára starf í prentsmiðjunni Vörumerkingu.
Þau Svavar Jakob giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Akranesi, fluttu til Eyja 1958 og bjuggu í Skarði við Strandveg 43c, þar til 1972, en skildu 1988.
Stefanía bjó á Víðivangi í Hafnarfirði, dvaldi síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún lést 2012.

I. Maður Stefaníu, (24. maí 1955, skildu), var Svavar Jakob Stefánsson frá Akureyri, sjómaður, verkstjóri, bifreiðastjóri, verkamaður, f. þar 27. október 1931, d. 6. mars 2007 á Húsavík.
Börn þeirra:
1. Agnes Svavarsdóttir sjúkraliði, f. 4. ágúst 1955. Fyrrum maður hennar Guðmundur Páll Ólafsson.
2. Björn Kristján Svavarsson símsmíðameistari, f. 7. janúar 1957. Kona hans Sigríður Kristjánsdóttir.
3. Stefán Ómar Svavarsson, f. 1. maí 1962, d. 5. desember 1978.
4. Magnús Björgvin Svavarsson sjómaður, f. 4. júní 1964. Kona hans Bryndís Aradóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.