Svavar Jakob Stefánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Svavar Jakob Stefánsson.

Svavar Jakob Stefánsson sjómaður, lögregluþjónn, verkstjóri fæddist 27. október 1931 á Akureyri og lést 6. mars 2007 á Húsavík.
Foreldrar hans voru Stefán Hans Stefánsson frá Geitaskarði í Langadal í A.-Hún., útgerðarmaður í Hrísey, f. 11. október 1880, d. 23. apríl 1966, og Agnes Lísibet Stefánsdóttir frá Bitrugerði í Kræklingahlíð, Eyjaf., f. 29. nóvember 1908, d. 27. júní 1999.

Svavar hóf sjómennsku innan við fermingu, fyrst frá Hrísey með föður sínum, en síðar bæði á togurum og flutningaskipum. Hann var lögregluþjónn í Eyjum, síðan var hann verkstjóri í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, var bifreiðastjóri og síðast starfsmaður í Hampiðjunni. Hann átti trillu um nokkurra ára skeið, sem hann gerði út.
Þau Stefanía Björg giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Akranesi, fluttu til Eyja 1958 og bjuggu á Skarði við Strandveg 43c, þar til 1972. Þau skildu 1988.
Þau Magnea giftu sig 1996, áttu ekki börn saman. Þau bjuggu lengst í Reykjavík, en fluttu til Raufarhafnar 2004.
Svavar Jakob lést 2007.

I. Kona Svavars Jakobs, (24. maí 1955, skildu), var Stefanía Björg Björnsdóttir frá Grófarseli í Jökulsárhlíð, N.-Múl., f. 2. maí 1931, d. 14. mars 2012.
Börn þeirra:
1. Agnes Svavarsdóttir sjúkraliði, f. 4. ágúst 1955. Fyrrum maður hennar Guðmundur Páll Ólafsson.
2. Björn Kristján Svavarsson símsmíðameistari, f. 7. janúar 1957. Kona hans Sigríður Kristjánsdóttir.
3. Stefán Ómar Svavarsson, f. 1. maí 1962, d. 5. desember 1978.
4. Magnús Björgvin Svavarsson sjómaður, f. 4. júní 1964. Kona hans Bryndís Aradóttir.

II. Kona Svavars Jakobs, (13. júní 1996), er Magnea Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1944. Foreldrar hennar Magnús Helgason, f. 30. september 1923, d. 1. febrúar 1978, og Ása Snæbjörnsdóttir, f. 26. október 1926, d. 14. júní 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.