„Kjartan Friðbjarnarson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Kjartan Friðbjarnarson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 22: Lína 22:
II. Síðari kona Kjartans var [[Alida Olsen Jónsdóttir]]  húsfreyja, alsystir Önnu fyrri konu Kjartans, f. 22. desember 1924, d. 31. ágúst 2009.<br>
II. Síðari kona Kjartans var [[Alida Olsen Jónsdóttir]]  húsfreyja, alsystir Önnu fyrri konu Kjartans, f. 22. desember 1924, d. 31. ágúst 2009.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
4. Ómar Kjartansson, f. 22. ágúst 1946. Kona hans Ragnheiður Blöndal.<br>
4. Ómar Kjartansson löggiltur endurskoðandi, f. 22. ágúst 1946. Kona hans Ragnheiður Blöndal.<br>
5. Súsanna Kjartansdóttir, f. 18. nóvember 1949. Maður hennar Jakob Halldórsson.<br>
5. Súsanna Kjartansdóttir leikskólakennari, f. 18. nóvember 1949. Maður hennar Jakob Halldórsson.<br>
6. Kjartan Kjartansson, f. 26. apríl 1957. Sambúðarkona hans Ásta Lára Sigurðardóttir.<br>
6. Kjartan Kjartansson smiður, f. 26. apríl 1957. Kona hans Ásta Lára Sigurðardóttir.<br>
7. Sigríður Kjartansdóttir, f. 14. apríl 1959. Fyrrum sambúðarmaður hennar Smári Björgvinsson.  
7. Sigríður Kjartansdóttir sjúkraliði, f. 14. apríl 1959. Fyrrum sambúðarmaður hennar Smári Björgvinsson.  





Útgáfa síðunnar 28. nóvember 2022 kl. 13:36

Kjartan Friðbjarnarson.

Kjartan Friðbjarnarson frá Siglufirði, kaupmaður, heildsali, útgerðarmaður, fæddist þar 23. nóvember 1919 og lést 29. apríl 2003 á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Friðbjörn Níelsson frá Halllandi í Eyjafirði, kaupmaður, bæjargjaldkeri, f. 17. janúar 1887, d. 13. október 1957, og Sigríður Stefánsdóttir frá Móskógum í Fljótum, húsfreyja, f. 21. júní 1895, d. 2. júní 1987.

Systir Kjartans var Anna Friðbjarnardóttir húsfreyja, íþróttakennari, f. 15. ágúst 1921, d. 27. september 2017.

Kjartan var með foreldrum sínum í æsku.
Hann stundaði nám í Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, lauk Samvinnuskólanum í Reykjavík með verslunarprófi árið 1938.
Kjartan rak verslun og heildverslun á Siglufirði 1940-1947. Þá flutti hann til Danmerkur og Færeyja, rak þar heildverslun.
Hann rak heildverslun og útgerð í Eyjum frá 1951-1960.
Kjartan rak útgerðarfyrirtæki í Reykjavík 1960-1969, var framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Siglufjarðar árin 1969-1972. Hann vann hjá Gunnari R. Magnússyni löggiltum endurskoðanda í Reykjavík 1972-1988, var jafnframt með umfangsmikla útflutningsverslun með grásleppuhrogn 1972-1998.
Þau Anna giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Alida giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Siglufirði, í Danmörku og Færeyjum 1947-1951, á Fífilgötu 5 og Heiðarvegi 51 í Eyjum 1951-1960, í Reykjavík 1960-1969, á Siglufirði 1969-1972, í Reykjavík 1972-1988 og að síðustu í Hafnarfirði.
Kjartan lést 2003 og Alida 2009.

I. Fyrri kona Kjartans, (29. nóvember 1940), var Anna Kristín Jónsdóttir frá Langeyri í Álftafirði, húsfreyja, f. þar 30. ágúst 1919, d. 5. júlí 1978. Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason smiður, f. 2. janúar 1881 á Tröð í Álftafirði, d. 3. júní 1929, og kona hans Daníela Jóna Samúelsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1888 í Hattardalskoti í Álftafirði, d. 17. júní 1940.
Börn þeirra:
1. Daníel Jón Kjartansson, f. 12. janúar 1940. Kona hans Theódóra Þ. Kristinsdóttir, látin.
2. Alda Kjartansdóttir, f. 27. júlí 1942. Maður hennar Flosi Gunnarsson, látinn.
3. Edda Kjartansdóttir, f. 5. ágúst 1945.

II. Síðari kona Kjartans var Alida Olsen Jónsdóttir húsfreyja, alsystir Önnu fyrri konu Kjartans, f. 22. desember 1924, d. 31. ágúst 2009.
Börn þeirra:
4. Ómar Kjartansson löggiltur endurskoðandi, f. 22. ágúst 1946. Kona hans Ragnheiður Blöndal.
5. Súsanna Kjartansdóttir leikskólakennari, f. 18. nóvember 1949. Maður hennar Jakob Halldórsson.
6. Kjartan Kjartansson smiður, f. 26. apríl 1957. Kona hans Ásta Lára Sigurðardóttir.
7. Sigríður Kjartansdóttir sjúkraliði, f. 14. apríl 1959. Fyrrum sambúðarmaður hennar Smári Björgvinsson.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 8. maí 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.