Alida Olsen Jónsdóttir
Alida Olsen Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja fæddist á Vegamótum þar 22. desember 1924 og lést 31. ágúst 2009 á Smyrlahrauni 22 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Jón Bjarnason smiður, f. 2. janúar 1881 á Tröð í Álftafirði, d. 3. júní 1929, og kona hans Daníela Jóna Samúelsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1888 í Hattardalskoti í Álftafirð, d. 17. júní 1940.
Alida var með foreldrum sínum.
Hún flutti 16 ára til Siglufjarðar og bjó hjá systur sinni.
Þau Kjartan hófu sambúð, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Siglufirði, í Danmörku og Færeyjum 1947-1951, á Fífilgötu 5 og Heiðarvegi 51 í Eyjum 1951-1960, í Reykjavík 1960-1969, á Siglufirði 1969-1972, í Reykjavík 1972-1988 og að síðustu á Smyrlahrauni í Hafnarfirði.
Kjartan lést 2003 og Alida 2009.
I. Maður Alidu var Kjartan Friðbjarnarson kaupmaður, heildsali, úgerðarmaður frá Siglufirði, f. 23. nóvember 1919, d. 29. apríl 2003.
Börn þeirra:
1. Ómar Kjartansson, f. 22. ágúst 1946. Kona hans Ragnheiður Blöndal.
2. Súsanna Kjartansdóttir, f. 18. nóvember 1949. Maður hennar Jakob Halldórsson.
3. Kjartan Kjartansson, f. 26. apríl 1957. Sambúðarkona hans Ásta Lára Sigurðardóttir.
4. Sigríður Kjartansdóttir, f. 14. apríl 1959. Fyrrum sambúðarmaður hennar Smári Björgvinsson.
Fósturbörn Olidu voru systurbörn hennar og börn Kjartans
5. Daníel Jón Kjartansson, f. 12. janúar 1940.
6. Alda Kjartansdóttir, f. 27. júlí 1942.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 11. september 2009. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.