„Þuríður Ólafsdóttir (Suðurgarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þuríður Ólafsdóttir (Dússí)''' frá Suðurgarði, húsfreyja, starfsmaður í prentsmiðju fæddist 19. febrúar 1935.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Þórðarson rafvirkjameistari, sjómaður, f. 30. janúar 1911, d. 1. janúar 1996, og fyrri kona hans Jóna Pálsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1913, d. 27. október 1942. Börn Ólafs og Jónu Pálsdóttur:<br> 1. Þuríður Ólafsdóttir (Suðurgar...)
 
m (Verndaði „Þuríður Ólafsdóttir (Suðurgarði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. nóvember 2022 kl. 17:34

Þuríður Ólafsdóttir (Dússí) frá Suðurgarði, húsfreyja, starfsmaður í prentsmiðju fæddist 19. febrúar 1935.
Foreldrar hennar voru Ólafur Þórðarson rafvirkjameistari, sjómaður, f. 30. janúar 1911, d. 1. janúar 1996, og fyrri kona hans Jóna Pálsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1913, d. 27. október 1942.

Börn Ólafs og Jónu Pálsdóttur:
1. Þuríður Ólafsdóttir, f. 19. febrúar 1935.
2. Ásta Ólafsdóttir, f. 18. júlí 1936.
Barn Jónu Pálsdóttur:
3. Sverrir Gíslason, f. 14. október 1931, d. 8. febrúar 2015.
Börn Ólafs og Svölu Johnsen í Suðurgarði:
4. Árni Óli Ólafsson, f. 24. mars 1945, d. 29. maí 2021.
5. Jóna Ólafsdóttir, f. 21. desember 1946, d. 29. nóvember 2008.
6. Margrét Marta Ólafsdóttir, f. 9. nóvember 1960.

Þuríður var með móður sinni í Reykjavík uns hún lést 1942. Þá fluttist hún til föður síns í Eyjum, ólst upp hjá honum og síðari konu hans Önnu Svölu Johnsen, var hjá þeim í Dagsbrún við Kirkjuveg 8b, á Hásteisvegi 41 og síðan í Suðurgarði.
Þuríður flutti til Reykjavíkur 17 ára, var í vist. Síðar vann hún ýmis störf í Svansprenti til sjötugs.
Þau Jón Svan giftu sig 1959, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Reykjavík og Garðabæ. Þau ráku Prímapylsur við Nýja-Bíó og síðan Svansprent í 50 ár.
Jón Svan lést 2017.

I. Maður Þuríðar, (30. október 1958), var Jón Svan Sigurðsson prentsmiðjustjóri í Svansprent, f. 25. maí 1931, d. 11. desember 2017. Foreldrar hans voru Sigurður Hólm Jónsson, f. 27. ágúst 1896, d. 26. febrúar 1981, og kona hans Matthildur Jóhannsdóttir, f. 13. júní 1904, d. 13. júlí 1934.
Barn þeirra:
1. Svala Hrönn Jónsdóttir, með verslunarpróf. Hún er prentsmiðjustjóri Svanprents, f. 16. janúar 1959. Maður hennar Sverrir Salberg Magnússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.