„Elín Björnsdóttir (Lukku)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Elín Theódóra Björnsdóttir. '''Elín Theódóra Björnsdóttir''' frá Lukku á Strembuhúsfreyja, vefari fæddist 24. júlí 1928 í Skálum á Langanesi og lést 6. nóvember 2013 á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Björn Sæmundsson Brimar frá Brimnesi á Langanesi, bóndi og útgerðarmaður á Skálum á Langanesi, síðar veiðivörður og innheimtumaður hjá Rafmagns...)
 
m (Verndaði „Elín Björnsdóttir (Lukku)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. júlí 2022 kl. 21:07

Elín Theódóra Björnsdóttir.

Elín Theódóra Björnsdóttir frá Lukku á Strembuhúsfreyja, vefari fæddist 24. júlí 1928 í Skálum á Langanesi og lést 6. nóvember 2013 á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Björn Sæmundsson Brimar frá Brimnesi á Langanesi, bóndi og útgerðarmaður á Skálum á Langanesi, síðar veiðivörður og innheimtumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 6. nóvember 1898, d. 24. janúar 1979, og kona hans Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, matselja, matreiðslukennari, f. 10. janúar 1887, d. 21. mars 1972.

Barn Sigurveigar og Sigfúsar M. Johnsen:
1. Baldur Garðar Johnsen læknir, f. 22. október 1910, d. 7. febrúar 2006.
Börn Sigurveigar og Hans Hermanns Wilhelms Isebarn:
2. Clara Guðrún Isebarn húsfreyja, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 26. september 1914 í Hamborg, d. 29. október 1987. Fyrrum maður hennar Halldór Ari Björnsson.
3. Ingólfur Hans Hermann Isebarn byggingameistari, f. 14. október 1915 í Noregi, d. 25. janúar 2001. Fyrrum kona hans Margrét Eiríksdóttir. Kona hans Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir.
4. Júlíana Matthildur Isebarn húsfreyja, afreksmaður í íþróttum, f. 20. janúar 1917 Ósló, d. 31. mars 2006. Maður hennar Ágúst Guðlaugsson. Börn Sigurveigar og Björns Sæmundssonar:
5. Sveinn Björnsson yfirrannsóknalögreglumaður og listmálari í Hafnarfirði, f. 19. febrúar 1925, d. 28. apríl 1997.
6. Sæmundur Hörður Björnsson flugumsjónarmaður, bjó í Hafnarfirði, f. 31. október 1926, d. 19. janúar 2015.
7. Kristín Bryndís Björnsdóttir sjúkraliði, listamaður, f. 10. mars 1924, d. 10. maí 2010.
8. Elín Theodóra Björnsdóttir sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík, vefari, f. 24. júlí 1928, d. 6. nóvember 2013.
9. Guðjón Knútur Björnsson læknir í Reykjavík, f. 1. maí 1930.
Barn Björns Sæmundssonar og Helgu Bæringsdóttur, f. 27. ágúst 1908, d. 24. apríl 2003:
10. Völundur Draumland Björnsson listamaður, f. 23. júlí 1936, d. 23. júlí 2012.

Elín var með foreldrum sínum á Skálum, en þau skildu 1932. Hún fór til Reykjavíkur og til Eyja 1933 með móður sinni, bjó þar með henni til 1944, er þau fluttu til Reykjavíkur.
Hún hóf nám í Gagnfræðaskólanum 1942.
Elín vann á Vefnaðarstofu Karólínu Guðmundsdóttur alla starfsævi sína, en tók við rekstrinum 1976 og rak Vefstofuna til 1997.
Þau Þorsteinn giftu sig 1946, eignuðust tvö börn.
Þorsteinn lést 1980.
Sambúðarmaður Elínar var Garðar Björnsson.

I. Maður Elínar, (8. júní 1946), var Þorsteinn Guðmundsson frá Efra-Apavatni í Grímsnesi, bifreiðastjóri, f. 20. september 1916, d. 25. júní 1980. Foreldrar hans voru Guðmundur Ásmundsson bóndi, f. 31. mars 1889 í Eyvindartungu í Laugardal, Árn., d. 26. desember 1967, og kona hans Jónína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1890 í Stekkholti í Biskupstungum, Árn., d. 20. desember 1963.
Börn þeirra:
1. Reynir Þorsteinsson læknir, f. 13. september 1946. Kona hans Guðbjörg S. Árnadóttir.
2. Þorsteinn Þorsteinsson heildsali, framkvæmdastjóri, f. 13. apríl 1952. Kona hans Ingibjörg Guðlaugsdóttir.

II. Sambúðarmaður Elínar var Garðar Björnsson bakarameistari í Reykjavík, f. 4. júlí 1921, d. 27. mars 2012. Foreldrar hans voru Björn Eiríkur Geirmundsson bóndi á Hnjúkum í A.-Hún., f. 25. maí 1891 á Kleppjárnsstöðum í Hróarstungu, S.-Múl., d. 7. febrúar 1965, og kona hans Guðrún Jónína Þorfinnsdóttir frá Strjúgsstöðum í Langadal, húsfreyja, f. 9. nóvember 1895 á Kagaðarhóli á Ásum, A.-Hún., d. 1. desember 1994.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 29. nóvember 2013. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættir Austur-Húnvetninga. Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Magnús Björnsson. Mál og mynd 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.