„Dvergasteinn“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 6: | Lína 6: | ||
Árið 1907 bjuggu í Dvergasteini hjónin [[Magnús Árnason]] og [[Ingigerður Bjarnadóttir]] sem síðar byggðu og bjuggu á [[Lágafell|Lágafelli]] (Vestmannabraut 10) í tugi ára. | Árið 1907 bjuggu í Dvergasteini hjónin [[Magnús Árnason]] og [[Ingigerður Bjarnadóttir]] sem síðar byggðu og bjuggu á [[Lágafell|Lágafelli]] (Vestmannabraut 10) í tugi ára. | ||
[[Mynd:Dvergasteinn1.jpg|thumb|250px|Dvergasteinn.]] | |||
Árið 1908 flytja til Eyja hjónin [[Guðmundur Magnússon]] og [[Helga Jónsdóttir]], sem síðar byggðu [[Goðaland]] á Flötum (Flatir 16). Þau hjón keyptu Dvergastein og bjuggu þar í þrjú ár. | Árið 1908 flytja til Eyja hjónin [[Guðmundur Magnússon]] og [[Helga Jónsdóttir]], sem síðar byggðu [[Goðaland]] á Flötum (Flatir 16). Þau hjón keyptu Dvergastein og bjuggu þar í þrjú ár. | ||
27. júlí 1911 kaupir [[Magnús Jónsson]] frá Minni-Borg undir Eyjafjöllum Dvergastein. Hann og kona hans, [[Guðrún Jónsdóttir]], bjuggu í húsinu í 5 ár. | Þann 27. júlí 1911 kaupir [[Magnús Jónsson (formaður)|Magnús Jónsson]] frá Minni-Borg undir Eyjafjöllum Dvergastein. Hann og kona hans, [[Guðrún Jónsdóttir]], bjuggu í húsinu í 5 ár. | ||
15. júlí 1916 keyptu hjónin [[Eiríkur Önundarson]] og [[Júlía Sigurðardóttir]] húsið og bjuggu þau þar í tugi ára. Uppgefið kaupverð var þá 2000 krónur. | Þann 15. júlí 1916 keyptu hjónin [[Eiríkur Önundarson]] og [[Júlía Sigurðardóttir]] húsið og bjuggu þau þar í tugi ára. Uppgefið kaupverð var þá 2000 krónur. | ||
Dvergasteinn var hlaðinn úr móbergi úr [[Heimaklettur|Heimakletti]] árið 1883 og voru steinarnir límdir saman með kalki. Húsið fór undir hraun í [[Heimaeyjargosið|gosinu]], líklega þann 26. mars, en þá fóru mörg hús í nágrenninu undir hraunflæðið, t.d. húsin [[Godthaab]], [[Brydehus]] og [[gamla sundlaugin]]. | Dvergasteinn var hlaðinn úr móbergi úr [[Heimaklettur|Heimakletti]] árið 1883 og voru steinarnir límdir saman með kalki. Húsið fór undir hraun í [[Heimaeyjargosið|gosinu]], líklega þann 26. mars, en þá fóru mörg hús í nágrenninu undir hraunflæðið, t.d. húsin [[Godthaab]], [[Brydehus]] og [[gamla sundlaugin]]. |
Útgáfa síðunnar 14. ágúst 2006 kl. 13:22
Húsið Dvergasteinn (áður Brandshús) stóð við Heimagötu 7a. Það hýsti Barnaskóla Vestmannaeyja á árunum 1884-1904 og var því jafnan kallað Gamla skólahúsið. Barnaskólinn var þar starfræktur í 20 ár. Meðan hann var aðeins í einni deild, var kennt á aðalhæð hússins. Aagaard sýslumaður geymdi svo skjalasafn síns embættis í risi hússins. Þar lá það á gólfinu og nemendur Barnaskólans léku sér gjarnan með það. Fljótlega kom þó í ljós að mikill músagangur var í húsinu. Þar sem lítið matarkyns fannst í húsinu þá nöguðu mýsnar jafnan pappíra skjalasafnsins. Eftir að Eiríkur Ögmundsson flutti húsið nefndi hann það Dvergastein, eftir Dvergasteini við Seyðisfjörð.
Árið 1906 stofnsetti Edvard Fredriksen bakarí í húsinu. Ekki var bakaríið langlíft í húsinu því einungis eftir fjögurra mánaða bakstur kviknaði í því og það brann nokkuð. Allt sem brann var óvátryggt og því var bakaríið ekki starfrækt lengur, uppbygging þótti ekki borga sig.
Árið 1907 bjuggu í Dvergasteini hjónin Magnús Árnason og Ingigerður Bjarnadóttir sem síðar byggðu og bjuggu á Lágafelli (Vestmannabraut 10) í tugi ára.
Árið 1908 flytja til Eyja hjónin Guðmundur Magnússon og Helga Jónsdóttir, sem síðar byggðu Goðaland á Flötum (Flatir 16). Þau hjón keyptu Dvergastein og bjuggu þar í þrjú ár.
Þann 27. júlí 1911 kaupir Magnús Jónsson frá Minni-Borg undir Eyjafjöllum Dvergastein. Hann og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, bjuggu í húsinu í 5 ár.
Þann 15. júlí 1916 keyptu hjónin Eiríkur Önundarson og Júlía Sigurðardóttir húsið og bjuggu þau þar í tugi ára. Uppgefið kaupverð var þá 2000 krónur.
Dvergasteinn var hlaðinn úr móbergi úr Heimakletti árið 1883 og voru steinarnir límdir saman með kalki. Húsið fór undir hraun í gosinu, líklega þann 26. mars, en þá fóru mörg hús í nágrenninu undir hraunflæðið, t.d. húsin Godthaab, Brydehus og gamla sundlaugin.
Heimildir
- Þorsteinn Þ. Víglundsson. Blik, ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Maí 1962.