„Sverrir Einarsson (tannlæknir)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sverrir Einarsson''' tannlæknir fæddist 20. nóvember 1927 og lést 7. janúar 2015.<br> Foreldrar hans voru Einar Björgvin Kristjánsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 22. febrúar 1892, d. 2. ágúst 1966, og Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi í Reykjavík, f. 10. febrúar 1893, d. 2. maí 1967. Sverrir varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1949, lauk námi í tannlækningum í Háskóla Íslands 1955, stundaði nám í...)
 
m (Verndaði „Sverrir Einarsson (tannlæknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. mars 2022 kl. 13:40

Sverrir Einarsson tannlæknir fæddist 20. nóvember 1927 og lést 7. janúar 2015.
Foreldrar hans voru Einar Björgvin Kristjánsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 22. febrúar 1892, d. 2. ágúst 1966, og Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir húsfreyja, bæjarfulltrúi í Reykjavík, f. 10. febrúar 1893, d. 2. maí 1967.

Sverrir varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1949, lauk námi í tannlækningum í Háskóla Íslands 1955, stundaði nám í Kaupmannahafnarháskóla 1966-1967, fékk NATO-styrk til kynnisdvalar vegna flúorblöndunar drykkjarvatns í University of Alabama, í Birmingham 1968.
Einar fékk tannlæknaleyfi 5. febrúar 1955.
Hann var tannlæknir í Eyjum frá febrúar 1955-janúar 1973, rak eigin tannlæknastofu í Reykjavík janúar 1973- ársloka 2006 og vann hjá Skólatannlæknadeild Reykjavíkurborgar janúar 1973-ársloka 2006.
Sverrir hafði forgöngu um að koma á flúorblöndun í drykkjarvatn í Eyjum 1971, en sá tækjabúnaður eyðilagðist í Gosinu 1973.
Sverrir var formaður stjórnar Félags íslenskra tannlæknanema 1954, í stjórn Golfklúbbs Vestmannaeyja 1955-1971, formaður í fimm ár, í stjórn Golfsambands Íslands 1973-1982, í stjórn Dentalíu hf. 1973-1993, í samninganefnd Tannlæknafélags Íslands við Tryggingastofnun Ríkisins 1974-1986, í ritnefnd Árbókar tannlækna 1975-1979.
Sverrir var formaður stjórnar tannlæknafélagsins 1976-1978 og meðstjórnandi 1984-1986, í taxtanefnd þess 1978-1981, í samninganefnd við tannsmiði og aðstoðarfólk 1978-1986, í stjórn Golfklúbbs Ness 1980, í stjórn félags skólatannlækna í Reykjavík frá stofnun þess 1985-1991, var formaður Landsambands eldri kylfinga 1986-1988, í stjórn þess frá 1988.
Sverrir skrifaði greinar um félagsmál tannlækna í ýmsum blöðum.
Sverrir var sæmdur gullmerki Golfklúbbs Vestmannaeyja 1973, gullmerki Íþróttabandalags Vestmannaeyja 1973, gullmerki 1988 og gullkrossi Golfsambands Íslands 1994, silfurmerki Nesklúbbsins, gullmerki Landssambands eldri kylfinga og heiðursfélagi í AKOGES.
Þau Ingibjörg giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Margrét giftu sig 1983, eignuðust ekki börn saman, en stjúpdætur Sverris voru tvær dætur Margrétar.
Sverrir lést 2015.

I. Fyrri kona Sverris, (15. apríl 1950, skildu), var Ingibjörg Albertsdóttir húsfreyja, f. 22. desember 1929, d. 19. júní 1980.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Hrefna Sverrisdóttir ferðafræðingur, f. 24. mars 1947.
2. Einar Albert Sverrisson rafmagnstæknifræðingur, f. 27. október 1958. Kona hans Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir, f. 27. maí 1958.
3. Jónas Sturla Sverrisson tölvuvísindamaður, f. 24. janúar 1963. Kona hans Margrét Hafsteinsdóttir.

III. Síðari kona Sverris, (22. júlí 1983), er Margrét Þóroddsdóttir bankafulltrúi, f. 24. janúar 1937. Foreldrar hennar voru Þóroddur Guðmundsson síldarsaltandi, alþingismaður á Siglufirði, f. 21. júlí 1903, d. 3. október 1970, og kona hans Halldóra Elísabet Eiríksdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1913, d. 27. mars 1992.
Dætur Margrétar og stjúpdætur Sverris:
4. Sigríður Vilhjálmsdóttir tannfræðingur, matsveinn, f. 23. maí 1958. Fyrrum sambúðarmaður hennar Baldvin Hermann Sigurðsson.
5. Pia Elísabet Hansen, MA-próf í alþjóðaviðskiptum, f. 9. febrúar 1964. Maður hennar Þór Ingólfsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tannlæknatal 1854-1984: Æviágrip íslenskra tannlækna. Tannlæknafélag Íslands 1984. Ritnefnd Gunnar Þormar o.fl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.