„Guðni B. Guðnason (kaupfélagsstjóri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðni Björgvin Guðnason''' kaupfélagsstjóri fæddist 1. apríl 1926 á Guðnastöðum í A-Landeyjum og lést 15. janúar 2022.<br> Foreldrar hans voru Guðni Guðjónsson frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., bóndi á Guðnastöðum og Brekkum í Hvolhreppi, f. 11. júní 1898, d. 14. apríl 1995, og kona hans Jónína Guðmunda Jónsdóttir frá Austur-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. júní 1902, d. 16. júní...) |
m (Verndaði „Guðni B. Guðnason (kaupfélagsstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 4. mars 2022 kl. 16:35
Guðni Björgvin Guðnason kaupfélagsstjóri fæddist 1. apríl 1926 á Guðnastöðum í A-Landeyjum og lést 15. janúar 2022.
Foreldrar hans voru Guðni Guðjónsson frá Brekkum í Hvolhreppi, Rang., bóndi á Guðnastöðum og Brekkum í Hvolhreppi, f. 11. júní 1898, d. 14. apríl 1995, og kona hans Jónína Guðmunda Jónsdóttir frá Austur-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 5. júní 1902, d. 16. júní 1969.
Bróðir Guðna Björgvins í Eyjum er Guðjón Sverrir Guðnason verkamaður, f. 31. maí 1935.
Guðni var með foreldrum sínum á Guðnastöðum, að Bergholti við Vestmannabraut 67 1927-1928, flutti þá með þeim að Brekkum í Hvolhreppi.
Hann lærði í skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, lauk námi í Samvinnuskólanum í Reykjavík 1947.
Frá unga aldri vann Guðni ýmis störf, bústörf, síldveiðar og vegavinnu. Hann hóf störf við Kaupfélag Hallgeirseyjar 1947, varð kaupfélagsstjóri kaupfélagsins Bjarkar á Eskifirði frá 1956-1962, Kaupfélags Vestmannaeyja frá 1962-1972. Hann varð aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga 1972-1992.
Guðni kenndi bókfærslu í Gagnfræðaskólanum, Iðnskólanum og Stýrimannaskólanum í Eyjum.
Hann var stjórnarformaður Umf. Baldurs á Hvolsvelli um árabil, stjórnarformaður Verslunarmannafélags Rangæinga, sat í stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar, var í stjórn félagsheimilisins Valhallar á Eskifirði og stjórnarformaður Sunnlendingafélagsins í Vestmannaeyjum.
Þau Valgerður giftu sig 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hvolsvelli í fyrstu, á Eskifirði 1956-1962, í Eyjum frá 1962-1972, síðast að Grænuhlíð 9, fluttu á Selfoss 1972 og í Kópavog 1999.
Valgerður lést 2005 og Guðni 2022.
I. Kona Guðna, (13. maí 1951), var Valgerður Þórðardóttir frá Sléttabóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 3. mars 1926, d. 2. febrúar 2005.
Börn þeirra:
1. Gunnar Guðnason arkitekt, f. 1. janúar 1951. Kona hans Erna Olsen.
2. Þórólfur Guðnason barnalæknir, sóttvarnalæknir, f. 28. október 1953. Kona hans Sara Hafsteinsdóttir.
3. Guðni Björgvin Guðnason tölvunarfræðingur, ráðgjafi, f. 30. september 1961. Kona hans Ásta Björnsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Morgunblaðið 21. janúar 2022. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.