„Gísli Guðgeir Guðjónsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Gísli Guðgeir Guðjónsson''' sjómaður, matsveinn, veitingamaður fæddist 12. ágúst 1944 í Reykjavík og lést 10. janúar 2020 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hans voru Guðjón Gíslason frá Suður-Nýjabæ í Djúpárhreppi, Rang., verkamaður, f. 13. ágúst 1912, d. 25. október 1991, og kona hans Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Norðfirði, d. 25. október 1987. Börn Jónu og Guðjóns í Eyjum:<br> 1. Guðrún Gu...) |
m (Verndaði „Gísli Guðgeir Guðjónsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 4. janúar 2022 kl. 12:04
Gísli Guðgeir Guðjónsson sjómaður, matsveinn, veitingamaður fæddist 12. ágúst 1944 í Reykjavík og lést 10. janúar 2020 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðjón Gíslason frá Suður-Nýjabæ í Djúpárhreppi, Rang., verkamaður, f. 13. ágúst 1912, d. 25. október 1991, og kona hans Jóna Þorgerður Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 2. október 1917 á Norðfirði, d. 25. október 1987.
Börn Jónu og Guðjóns í Eyjum:
1. Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja á Foldahrauni 40, f. 10. mars 1938. Maður hennar er Helgi Marinó Sigmarsson sjómaður.
2. Ágúst Guðjónsson sjómaður, f. 16. október 1940, d. 14. nóvember 1992, ókv.
3. Gunnlaugur Viðar Guðjónsson matsveinn, kaupmaður í Reykjavík eftir Gos, f. 31. desember 1941, d. 20. júní 2010. Kona hans var Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja.
4. Gísli Guðgeir Guðjónsson matsveinn, f. 12. ágúst 1944. Kona hans er Guðrún Alexandersdóttir.
5. Ófeigur Reynir Guðjónsson verkamaður í Reykjavík, f. 22. október 1947, ókv.
6. Dagbjörg Erna Guðjónsdóttir, f. 4. október 1948, d. 8. apríl 2011. Hún bjó með Reyni Sigurlássyni frá Reynistað, f. 6. janúar 1946, d. 1. mars 1979.
7. Stefán Sævar Guðjónsson matreiðslumeistari, f. 1. desember 1950. Kona hans er Sif Svavarsdóttir.
Gísli var með foreldrum sínum í æsku, í braggahverfinu Kamp Knox í Reykjavík.
Hann lauk matsveinanámí í Eyjum.
Gísli var sjómaður, flutti til Eyja, var þar sjómaður, matsveinn. Þau Guðrún bjuggu á Skjaldbreið við Urðarveg 36, uns þau fluttu til Þorlákshafnar í Gosinu 1973. Þar rak Gísli veitingastaðinn Messann, en stundaði einnig sjómennsku.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1987. Þar var Gísli með eigin rekstur, en hóf síðar störf hjá Reykjavíkurborg og vann þar til 2009.
Þau Guðrún giftu sig 1970, eignuðust fimm börn og eitt fósturbarn.
Gísli Guðgeir lést 2000.
I. Kona Gísla Guðgeirs, (3. október 1970), er Guðrún Alexandersdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. 3. febrúar 1946.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Gísladóttir, f. 4. maí 1970. Maður hennar Theodór Sveinjónsson.
2. Aldís Bára Gísladóttir, f. 11. janúar 1978. Maður hennar Þröstur Már Þrastarson.
3. Jóna Rún Gísladóttir, f. 6. desember 1980. Maður hennar Svein
4. Fjalar Ágústsson.
5. Anna Dögg Gísladóttir, f. 22. apríl 1983. Maður hennar Úlfur Gunnarsson.
6. Guðrún Björg Gísladóttir, f. 22. apríl 1983, d. 10. ágúst 2000.
Uppeldisdóttir þeirra, systurdóttir Gísla:
7. Þorgerður Ernudóttir, f. 15. júní 1967. Maður hennar Reynir Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 23. janúar 2020. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.